Íslenski boltinn

Hverjar komast í bikarúrslitaleikinn?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Frá bikarúrslitaleiknum í fyrra.
Frá bikarúrslitaleiknum í fyrra. Mynd/Arnþór
Í kvöld ræðst það hvaða tvö lið munu mætast í bikarúrslitaleik kvenna í ár en undanúrslitaleikir Borgunarbikars kvenna fara þá fram og hefjast báðir klukkan 19.15.

Toppliðin Stjarnan og Þór/KA mætast á Samsung-vellinum í Garðabæ og á sama tíma heimsækja bikarmeistarar Vals botnalið deildarinnar á KR-völlinn.

Valur vann 2-0 sigur á KR í bikarúrslitaleiknum í fyrra en Valskonur hafa unnið bikarinn þrjú ár í röð og tekið þátt í öllum bikarúrslitaleikjum frá og með árinu 2008.

Karlalið Þórs komst í bikarúrslitaleikinn í fyrsta sinn í fyrra og nú geta stelpurnar gert hið sama. Þór/KA-liðið hefur leikið frábærlega í sumar og er sem stendur með fimm stiga forskot í Pepsi-deildinni.

Þór/KA vann á dögunum deildarleik liðanna á sama stað 2-1 þar sem Sandra María Jessen tryggði norðanstúlkum öll stigin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×