Íslenski boltinn

Harpa tryggði Stjörnunni mikilvægan sigur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Stefán
Harpa Þorsteinsdóttir tryggði Íslandsmeisturum Stjörnunnar þrjú mikilvæg stig í toppbaráttu Pepsi-deildar kvenna í kvöld þegar hún skoraði sigurmarkið á móti Fylki átta mínútum fyrir leikslok. Stjarnan vann leikinn 3-2 og er því eins og Breiðablik fimm stigum á eftir toppliði Þór/KA.

Anna Björg Björnsdóttir skoraði bæði mörk Fylkis í leiknum. Hún kom Fylki í 1-0 á 6. mínútu og jafnaði síðan metin í 2-2 á 72. mínútu. Í millitíðinni höfðu þær Ashley Bares (25. mínúta) og Ásgerður S. Baldursdóttir (víti á 64. mínútu) snúið leiknum Stjörnunni í hag.

Harpa Þorsteinsdóttir skoraði síðan markið mikilvæga tíu mínútum eftir að Anna Björg jafnaði leikinn en markið skoraði hún með óvæntu en laglegu skoti utarlega úr teignum. Þetta var tíunda deildarmark Hörpu í sumar.



Úrslit og markaskorarar í Pepsi-deild kvenna í kvöld:

ÍBV - FH 0-3

0-1 Aldís Kara Lúðvíksdóttir (37.),, 0-2 Sara McFadden (61.), 0-3 Sara McFadden (78.)

Afturelding - Breiðablik 0-3

0-1 Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir (29.), 0-2 Fanndís Friðriksdóttir (46.), 0-3 Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir (90.+2).

Selfoss - Valur 2-5

0-1 Elín Metta Jensen (5.), 0-2 Dóra María Lárusdóttir (28.), 0-3 Elín Metta Jensen (30.), 0-4 Elín Metta Jensen (66.), 0-5 Dóra María Lárusdóttir (68.), 1-5 Katrín Ýr Friðgeirsdóttir (78.), 2-5 Eva Lind Elíasdóttir (82.)

Stjarnan - Fylkir 3-2

0-1 Anna Björg Björnsdóttir (6.), 1-1 Ashley Bares (25.), 2-1 Ásgerður S. Baldursdóttir, víti (64.), 2-2 Anna Björg Björnsdóttir (72.), 3-2 Harpa Þorsteinsdóttir (82.).

Upplýsingar um markaskorar eru að hluta til fengnar af vefsíðunni úrslit.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×