Íslenski boltinn

Bilið á toppnum aðeins þrjú stig | Fallbaráttan harðnar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mynd/Valli
Ashley Bares skoraði tvívegis fyrir Stjörnuna í 3-0 sigri á KR í Vesturbænum í kvöld. Stjarnan er nú aðeins þremur stigum á eftir Þór/KA sem gerði jafntefli gegn Val fyrr í kvöld.

Vinstri bakvörðurinn Soffía Arnþrúður Gunnarsdóttir skoraði eina mark fyrri hálfleiks í Vesturbænum og gestirnir leiddu 1-0.

Bandaríska markadrottningin Ashley Bares skoraði svo tvívegis í síðari hálfleik og tryggði Stjörnunni 3-0 sigur. Bares er komin með tíu mörk í deildinni líkt og liðsfélagi hennar Harpa Þorsteinsdóttir. Sandra María Jessen hjá Þór/KA er þó markahæst með tólf.

Afturelding gerði góða ferð í Árbæinn og vann 2-1 sigur. Hafdís Rún Einarsdóttir kom gestunum yfir um miðjan fyrri hálfleik en Ruth Þórðardóttir jafnaði metin sex mínútum fyrir leikslok.

Tveir leikmenn Fylkis fengu að líta rauða spjaldið í viðbótartíma þegar Afturelding fékk vítaspyrnu. Úr henni skoraði Vendula Strnadova og tryggði Fylki þrjú stig.

Þá fann Selfoss langþráðan sigur þegar FH-ingar lágu 3-1 í Hafnarfirði. Bryndís Jóhannesdóttir kom FH yfir eftir tólf mínútna leik en sjálfsmark um miðjan hálfleikinn jafnaði leikinn.

Eva Lind Elíasdóttir kom Selfossi yfir á 36. mínútu og Katrín Rúnarsdóttir innsiglaði 3-1 sigur á lokamínútunni.

Afturelding og Selfoss lyftu sér upp að hlið Fylki í 7.-11. sæti deildarinnar með ellefu stig. KR er hins vegar einmana á botni deildarinnar með þrjú stig.

Upplýsingar um úrslit og markaskorara frá Úrslit.net.


Tengdar fréttir

Shaneka hetja Eyjakvenna gegn Blikum

Shaneka Gordon skoraði bæði mörk ÍBV í 2-1 útisigri á Breiðablik í 12. umferð Pepsi-deildar kvenna í dag. Sigurmarkið kom í viðbótartíma en Blikar höfðu ráðið gangi mála lengst af í leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×