Íslenski boltinn

Garðar Gunnlaugsson: Gulur og graður

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Stuðningsmannafélag ÍA hefur vakið athygli fyrir skemmtileg myndbönd þar sem núverandi og fyrrverandi leikmenn liðsins eru teknir tali. Í nýjasta þættinum af Návígi bregður Garðar Gunnlaugsson, framherji Skagamanna, á leik.

Garðar segir meðal annars í viðtalinu að ekkert annað lið á Íslandi hafi komið til greina en ÍA þegar hann sneri til Íslands úr atvinnumennsku. Þá sést Garðar bregða á leik í fjöru þeirra Akurnesinga en óhætt er að segja að húmorinn svífi yfir vötnunum í þættinum.

Arnar Már Guðjónsson, Jón Vilhelm Ákason, Páll Gísli Jónsson og Ólafur Þórðarson hafa áður verið teknir tali í þáttunum sem sjá má hér. Umsjón með þáttunum hefur Magnús Bakkmann Andrésson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×