Menning

Listahátíð leggur net fyrir vorið

Listahátíð í Reykjavík verður haldin í 39. sinn á vori komanda og er nú hafinn undirbúningur fyrir hátíðina undir stjórn nýs listræns stjórnanda, Hrefnu Haraldsdóttur. Hefur hátíðin nú auglýst eftir umsóknum um tónleikahald í heimahúsum í Reykjavík í maí 2009.

Menning

Ókeypis sinfóníur í kvöld

Í kvöld og á morgun býður Sinfóníuhljómsveit Íslands öllum sem áhuga hafa á tónleika í Háskólabíó. Tónleikarnir í kvöld hefjast kl. 19.30 en á morgun verða þeir kl. 17.

Menning

Gallery verður Projects

Tekið hefur til starfa sýningarrýmið 101 Projects. Eins og nafnið gefur til kynna er 101 Project á vegum 101 Gallery og byggir á grunni þess, enda rekið í sama húsnæði. Í sýningarrýminu 101 Projects verður áfram boðið upp á samtímamyndlist, með aukinni áherslu á sýningar framsækinna, alþjóðlegra myndlistarmanna. Listrænn stjórnandi 101 Projects er Birta Guðjónsdóttir.

Menning

Hart í bak aftur á svið

Annað kvöld frumsýnir Þjóð­leikhúsið Hart í bak eftir Jökul Jakobsson á Stóra sviðinu í leikstjórn Þórhalls Sigurðssonar. Er þetta í þriðja sinn sem verkið er sett á svið í Reykjavík en það var frumsýnt 1962 í Iðnó.

Menning

Sigurður frumflytur á Háskólatónleikum í dag

Hádegistónleikaröð á vegum Háskóla Íslands hefur síðustu vetur gert sitt til að gleðja tónlistarunnendur á höfuðborgarsvæðinu enda metnaðarfull og áhugaverð dagskrá. Það er því mörgum eflaust fagnaðarefni að tónleikaröðin fer af stað á nýjan leik með tónleikum Kvartetts Sigurðar Flosasonar í Norræna húsinu í hádeginu í dag. Kvartettinn mun þar frumflytja nýja tónlist eftir Sigurð.

Menning

Woyzek sýndur í New York

Vesturport sýnir sviðsetningu Gísla Arnar Garðarssonar á Woyzek í New York í vikunni. Nær fimmtíu manna flokkur hélt til New York á sunnudag og eru þrjár sýningar á verkinu á vegum BAM-hátíðarinnar.

Menning

Jákvæð skilaboð á erfiðum tíma

Fjöldi fólks mætti á Hótel Borg síðastliðið fimmtudagskvöld til að hlusta á uppbyggilegan boðskap sem er byggður á nýútkominni bók Maxine Gaudio, Ferðalagið að kjarna sjálfsins. Salka forlag gefur bókina út í íslenskri þýðingu Malínar Brand og að sögn Hildar Hermóðsdóttur, eiganda og framkvæmdastjóra Sölku, var stemningin góð.

Menning

Fólkinu í blokkinni fagnað

Söngleikurinn Fólkið í blokkinni var frumsýndur í Borgarleikhúsinu á föstudagskvöld. Gestir kunnu vel að meta verkið og var aðstandenum vel fagnað að sýningu lokinni.

Menning

Fólkið í blokkinni

Það er skammt stórra högga á milli hjá Ólafi Hauki Símonarsyni þessar vikurnar. Ný bók er væntanleg í prentsmiðjur næstu daga. Á föstudag var frumsýnt nýtt verk eftir hann sem byggist á ævibrotum Janis Joplin og á morgun frumsýnir Leikfélag Reykjavíkur á Stóra sviðinu nýjan söngleik Ólafs, Fólkið í blokkinni.

Menning

Tenór á túr

Leikverk Guðmundar Ólafssonar, Tenórinn, var frumsýnd á Berjadögum norður í Ólafsfirði í ágúst 2003 og þá um haustið í Iðnó þar sem sýningin var á fjölunum í tvö ár. Hún var tekin upp haustið 2006 og leikin í Freyvangi í Eyjafjarðarsveit fyrir troðfullu húsi.

Menning

Aðeins ein íslensk mynd slegin hjá Bruun

„Fyrir um ári hefði verið slegist um þessi verk. Þá hefðu verið hér tíu til fimmtán Íslendingar, og annað eins í símanum, að bítast um þau. Ég sá hér engan Íslending,“ segir Pétur Þór Gunnarsson listaverkasali.

Menning

Gangverk leikhúsa

Fyrsta verkefni Nemendaleikhússins í vetur, sýningin Gangverkið, verður frumsýnt í kvöld á Litla sviði Borgarleikhússins.

Menning

Vinsæll bloggari gefur út bók

„Ég ætlaði mér alltaf að verða rithöfundur," segir Jóna Ágústa Gísladóttir, höfundur bókarinnar Sá einhverfi og við hin, sem kemur út í lok október. Bókin er að stórum hluta byggð á bloggfærslum Jónu en hún heldur úti bloggsíðunni jonaa.blog.is þar sem hún skrifar um fjölskyldu sína og lífið með syni sínum Ian Anthony sem er einhverfur.

Menning

Góð aðsókn að Braga

Ef aðeins er tekið mið af aðsóknartölum má ætla að löngu hafi verið orðið tímabært að setja upp veglega yfirlitssýningu á verkum Braga Ásgeirssonar, en aðsókn á sýningu hans á Kjarvalsstöðum hefur farið fram úr björtustu vonum.

Menning

Sinfó undir áhrifum austurs

Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands í kvöld verða með austurlensku yfirbragði, nánar tiltekið indónesísku, en þá verður flutt tónlist sem á einn eða annan hátt sækir innblástur í gamelan-tónlist frá Jövu og Balí.

Menning

Tveir módernistar

Sýning á verkum eftir þá Sigurjón Ólafsson og Þorvald Skúlason verður opnuð í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar, nú á laugardag kl. 15. Yfirskrift sýningarinnar er Tveir módernistar.

Menning

Ina verðlaunuð

Norski danshöfundurinn Ina Christel Johannessen hlaut í síðustu viku Norsku gagnrýnendaverðlaunin fyrir verk sitt Ömbru sem hún samdi fyrir Íslenska dansflokkinn og dansflokkinn Carte Blanche í samvinnu við Listahátíð í Reykjavík og Listahátíðina í Bergen.

Menning

Fígúra lifði í 500 daga

Verslunin Fígúra fagnar 500 daga afmæli sínu með rýmingarsölu í dag, en dagurinn er sá síðasti sem verslunin verður opin. „Eftir það verðum við eingöngu á myspace á netinu," útskýrir Guðjón Rúnar Emilsson, eigandi verslunarinnar.

Menning

Hagþenkir deilir út fé

Á fimmtudag var tilkynnt hverjir fengu styrk úr sjóðum Hagþenkis til vinnu og útgáfu hugverka, ritverka og sjónvarpshandrita.

Menning

Óperukór vestur

Óperukór Hafnarfjarðar, undir stjórn óperusöngkonunnar Elínar Óskar Óskarsdóttur, er um þessar mundir ásamt Peter Máté píanóleikara á tónleikaferð um Kanada. Kórinn kemur fram í borgunum Toronto, Ottawa og Mont­real og flytur metnaðarfulla dagskrá; blöndu af íslenskum lögum eftir okkar ástsælu tónskáld bæði eldri og núlifandi. Töluverð eftirvænting hefur ríkt vestra vegna komu kórsins og birtist meðal annars tilkynning um tónleikana á forsíðu Lögbergs-Heimskringlu.

Menning

Hrafnhildur um eigin verk

Hrafnhildur Arnardóttir mynd­listar­maður fjallar um eigin verk í hádegisfyrirlestri í dag kl. 12.30 í húsnæði myndlistardeildar Listaháskóla Íslands, Laugarnesvegi 91.

Menning

Elsta leyndarmál þjóðarinnar

Hnífur Abrahams eftir Óttar M. Norðfjörð var ein af metsölubókum síðustu jólavertíðar og seldist í sex þúsund eintökum. Nú fylgir Óttar bókinni eftir með nýrri skáldsögu, Sólkrossi. „Þessi bók gerist á Íslandi og kærasta Adams Swift, Embla Þöll, er aðalsöguhetjan þótt Adam komi líka við sögu,“ segir Óttar. „Þetta er miklu metnaðarfyllri bók. Síðast var ég að gera tilraun með að skrifa svona flugvallarmetsölubók, en þessi er rólegri og skandinavískari.“

Menning

Leikur Don Juan í þekktasta leikhúsi Bretlands

„Þetta er stór rulla sem maður verður að prófa," segir Gísli Örn Garðarsson leikari, sem hefur þekkst boð hins virta breska leikhúss Royal Shakespeare Company um að taka að sér hlutverk kvennabósans Don Juan í væntanlegri leiksýningu. Um er að ræða nýja leikgerð sem byggð er á hinni þekktu óperu Don Giovanni. Leikritið kallast Don John og gerist árið 1978, á pönktímabilinu í Bretlandi. „Þetta leggst bara vel í mig, mér líst ótrúlega vel á það sem mér hefur verið sagt af þessu," segir Gísli, sem mun sýna á sér nýja hlið í hlutverki Don Juan sjálfs.

Menning

Útilistaverk í Árborg fjórfaldaðist í verði

Útilistaverkið Sveipur, sem sveitarfélagið Árborg samdi um kaup á við listakonuna Sigrúnu Ólafsdóttur í ársbyrjun 2006, hefur enn ekki verið gert. Kostnaður við smíði verksins verður margfalt hærri en þær þrjár til fimm milljónir króna sem upphaflega var áætlað.

Menning

Óperur á neti

Metropolitan Opera í New York er fremst í flokki þeirra óperuhúsa heimsins sem vilja halda sér í takt við tímann. Þar er uppi sú hreyfing að heimta að óperusöngvarar grenni sig, þar er lengst komið tæknivæðingu í þjónustu við áhugamenn um óperur á netinu.

Menning

Leikið til góðs

Píanóleikarinn Martin Berkofsky og klarínettuleikarinn Einar Jóhannesson koma fram á tónleikum í Salnum í Kópavogi kl. 17 á sunnudag.

Menning

Ljósmyndari þjóðarinnar

Á laugardag verður opnuð í Þjóðminjasafninu sýning á ljósmyndum Vigfúsar Sigurgeirssonar frá árunum 1928-1958 en á því tímabili var hann einn afkastamesti ljósmyndari landsins.

Menning

Myndbandalist í Gerðubergi

Opnuð var yfirlitssýning á verkum myndbandslistakonunnar Steinu – Steinunnar Briem Bjarnadóttur Vasulka – í menningarmiðstöðinni Gerðubergi um síðustu helgi.

Menning