Barokk-popp í Langholti 21. nóvember 2008 06:00 Dominque Labelle, yndisleg söngkona með einstök tök á söngstíl barokktímans. Annað kvöld bregður Sinfóníuhljómsveit Íslands fyrir sig betri fætinum, flytur sig af Melunum upp í Langholt: í Langholtskirkju verður besta hljómsveit landsins með efnisskrá sem helguð er helstu perlum barokksins; sum þessara verka eru öllum kunn: Vatnamúsík Händels, Hljómsveitarsvíta nr. 3 eftir Bach, en í henni er einmitt Aría á G-streng, og hin sívinsæla kanón Pachelbels eru þeirra á meðal. Poppið úr barokkinu. Hljómsveitarstjóri er Nicholas Kraemer en einsöng syngur Dominique Labelle, sem hefur hlotið frábærar viðtökur um allan heim fyrir óviðjafnanlega söngrödd sína og túlkun á barokktónlist. Hún er fædd í Montréal en vakti fyrst athygli í rómaðri sviðsetningu Peters Sellars á Don Giovanni sem hann setti niður í Spönsku Harlem og fór víða um heim. Þar söng hún Donnu Önnu. Hún hefur hlotið einstaklega lofsamlega dóma fyrir flutning sinn á verkum Händels og Bachs, en Boston Globe sagði um flutning hennar á kantötu nr. 202 eftir þann síðarnefnda: „Það þurfa allir meiri Dominique inn í líf sitt." Nýverið söng hún einsöng í H-moll messu Bachs á Bach-hátíðinni í Leipzig, og Mattheusarpassíuna með Concertgebouw-hljómsveitinni í Amsterdam undir stjórn Ivans Fischer, og hún hlaut Händel-verðlaunin árið 2002 fyrir hljóðritun sína á óperunni Arminio. Þessi kona er því meistarasöngvari sem hefur lagt sig sérstaklega eftir barokk-flutningi. Á æfingum fyrir tónleikana í vikunni bræddi hún hjörtu þeirra í Sinfóníunni með yndislegri túlkun sinni og kalla menn þar á bæ ekki allt ömmu sína. Tónleikarnir á föstudaginn hefjast kl. 19.30 og verður húsið opnað klukkustund fyrir tónleikana. Sætaval er frjálst. - pbb Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Persónuleg gjafakort sem renna aldrei út Lífið samstarf Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Annað kvöld bregður Sinfóníuhljómsveit Íslands fyrir sig betri fætinum, flytur sig af Melunum upp í Langholt: í Langholtskirkju verður besta hljómsveit landsins með efnisskrá sem helguð er helstu perlum barokksins; sum þessara verka eru öllum kunn: Vatnamúsík Händels, Hljómsveitarsvíta nr. 3 eftir Bach, en í henni er einmitt Aría á G-streng, og hin sívinsæla kanón Pachelbels eru þeirra á meðal. Poppið úr barokkinu. Hljómsveitarstjóri er Nicholas Kraemer en einsöng syngur Dominique Labelle, sem hefur hlotið frábærar viðtökur um allan heim fyrir óviðjafnanlega söngrödd sína og túlkun á barokktónlist. Hún er fædd í Montréal en vakti fyrst athygli í rómaðri sviðsetningu Peters Sellars á Don Giovanni sem hann setti niður í Spönsku Harlem og fór víða um heim. Þar söng hún Donnu Önnu. Hún hefur hlotið einstaklega lofsamlega dóma fyrir flutning sinn á verkum Händels og Bachs, en Boston Globe sagði um flutning hennar á kantötu nr. 202 eftir þann síðarnefnda: „Það þurfa allir meiri Dominique inn í líf sitt." Nýverið söng hún einsöng í H-moll messu Bachs á Bach-hátíðinni í Leipzig, og Mattheusarpassíuna með Concertgebouw-hljómsveitinni í Amsterdam undir stjórn Ivans Fischer, og hún hlaut Händel-verðlaunin árið 2002 fyrir hljóðritun sína á óperunni Arminio. Þessi kona er því meistarasöngvari sem hefur lagt sig sérstaklega eftir barokk-flutningi. Á æfingum fyrir tónleikana í vikunni bræddi hún hjörtu þeirra í Sinfóníunni með yndislegri túlkun sinni og kalla menn þar á bæ ekki allt ömmu sína. Tónleikarnir á föstudaginn hefjast kl. 19.30 og verður húsið opnað klukkustund fyrir tónleikana. Sætaval er frjálst. - pbb
Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Persónuleg gjafakort sem renna aldrei út Lífið samstarf Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira