Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Magnús Jochum Pálsson skrifar 8. mars 2025 09:02 Á samsýningunni Störu má sjá seríuna Hildur (The End) sem inniheldur sextán persónulegar myndir úr sambandi Jóa Kjartans og Hildar Hermannsdóttur. Hér má sjá Hildi kasóléttri, nýfædda dóttur og brjóstagjöf. Vigfús Birgisson Jói Kjartans tók þúsundir mynda af kærustu sinni yfir tólf ára tímabil. Þegar sambandinu lauk vissi hann ekki hvað ætti að gera við myndirnar. Á samsýningunni Störu í Gerðarsafni má sjá brot af af myndunum en Jói stefnir einnig að því að gefa þær út í ljósmyndabók. Jói Kjartans heitir fullu nafni Jóhannes Kjartansson og var fyrir fimmtán árum þekktur í miðborginni fyrir að sjást aldrei án þess að vera með myndavél í hönd. Eftir hrun flutti Jói með Hildi kærustu sinni til Noregs. Þau ílengdust í Osló og eignuðust tvær dætur en slitu síðan sambandi sínu í Covid. Allan þennan tíma tók Jói linnulaust myndir af Hildi sem var hans helsta viðfang. Myndirnar fengu undarlega merkingu eftir sambandsslitin en sextán þeirra eru nú til sýnis á samsýningunni Störu í Gerðarsafni, sem hefur staðið yfir frá 25. janúar og lýkur 19. apríl. Blaðamaður ræddi við Jóa um sýninguna, persónulega arkívinn og ferilinn sem hefur teygt sig frá Reykjavík til Oslóar. Jói Kjartans sýnir um þessar mundir sextán myndir úr tólf ára sambandi sínu við fyrrverandi kærustu sína. Þar má sjá afar persónulegar myndir.Sigríður Marrow Tekið 180 þúsund filmumyndir síðustu tuttugu ár Eftir að hafa útskrifast úr Versló lærði Jói grafíska hönnun í Listaháskóla Íslands. Þar kviknaði áhugi hans á ljósmyndun. „Svo fór ég að fá miklu betri viðbrögð við myndunum mínum frekar en því sem ég var að hanna. Þannig ég fór að nota ljósmyndunina í því sem ég hannaði, tók myndir í skólanum og úti um alla Reykjavík. Svo endaði ég að gera útskriftarverkefnið mitt og BA-ritgerðina um stereo-ljósmyndun,“ segir Jói. Jói náði mynd af David Lynch þegar leikstjórinn kom til landsins árið 2009 til að bjarga Íslendingum eftir hrunið.Jói Kjartans Hann vann á auglýsingastofum í nokkur ár og síðan á Reykjavík Grapevine. Samhliða því tók hann linnulaust ljósmyndir og vakti athygli samferðamanna fyrir að fara ekkert án þess að vera með myndavél í hönd. „Þetta var áhugavert tímabil af því ég var sá eini sem var alltaf með myndavél á mér. Svo kom iphone-inn og þá breyttist allt en ég hætti aldrei með filmuvélina þó ég væri líka með síma,“ segir Jói. Allan þennan tíma hefur Jói eingöngu tekið myndir á filmumyndavélar sem er hreint ekki ódýrt sport. Tvær filmumyndir eftir Jóa, önnur af Alþingisklifri í hruninu og hin af fólki að horfa á logann brenna.Jói Kjartans „Þetta eru að verða tuttugu ár núna. Þetta er ekki ókeypis en ég er bara algjörlega háður þessu,“ segir hann. Þú sagðist hafa tekið 5.000 myndir á fimm ára tímabili í viðtali. Hefurðu sá taktur haldist? „Eiginlega, ég hef aldrei hætt. Núna eru þetta ekki fimm þúsund myndir heldur fimm þúsund filmur sem ég hef tekið á þessum tuttugu árum,“ segir hann. Í einni filmu eru 36 myndir þannig í það heila eru þetta um 180 þúsund myndir sem Jói hefur tekið þessi ár. Sennilega eru þær enn fleiri en það. Inni á joi.is, heimasíðu Jóa Kjartans, er að finna fjölda gersema eins og þessa.Jói Kjartans „Ég féll gjörsamlega fyrir henni“ Samsýningin Stara opnaði 25. janúar í Gerðarsafni og stendur yfir til 19. apríl næstkomandi. Á sýningunni eru verk átta listamanna sem snúast í kringum sjálf þeirra og persónu. Jói sýnir þar sextán ljósmyndir undir nafninu „Hildur (The End)“ sem ná yfir tólf ára tímabil, frá því hann kynntist fyrrverandi kærustu sinni Hildi og þar til sambandi þeirra lauk. Hildur skipti títt um hárlit að sögn Jóa.Jói Kjartans „Í Reykjavík tók ég myndir af öllu sem ég komst í kynni við. Svo um 2009 hitti ég Hildi Hermannsdóttur sem var þá að læra grafíska hönnun, aðeins á eftir mér,“ segir Jói. „Ég féll gjörsamlega fyrir Hildi. Hún var alltaf með mismunandi litað hár, litaði hárið sitt annan hvern mánuð og klæddi sig rosalega skemmtilega og litríkt,“ segir hann um fyrstu kynnin. „Hildur var fyrrverandi módel fyrir X18 og Hagkaupsbæklinga og alls konar annað. Hún elskaði að láta taka myndir af sér og ég elskaði að taka myndir. Þannig þetta var mjög gott kombó.“ Tíðarandinn skilar sér í gegnum myndir Jóa.Vigfús Birgisson Öll orkan fór í að mynda kærustuna Eftir hrun voru bæði Jói og Hildur atvinnulaus og þegar hann sá auglýsingu um að það vantaði 700 vörubílstjóra í Noregi kviknaði ákveðin hugmynd. Sjá einnig: Halda í víking til Noregs „Hildur átti vinkonu í Osló sem sagði ,Ef þið komið núna þá get ég reddað ykkur tveimur vinnum á viku.‘ Hún flaug út á undan og svo tók ég hundinn, pakkaði saman íbúðinni og tók Norrænu 2011, segir Jói. Jói tók ófáar myndir af Hildi meðan þau voru saman.Jói Kjartans Þarna hafi norska krónan verið sérstaklega sterk og planið því að fara í tvö ár og vinna, borga niður skuldir og fara svo heim. „Öll þessi orka sem ég hafði sett í að mynda djammið og allt sem var að gerast í Reykjavík, sem var rosalega mikið og eiginlega full vinna, fór í að mynda hana. Ég tók portrett af henni í tólf ár,“ segir Jói. „Við eignumst síðan tvö börn með stuttu millibili í Noregi, 2015 og 2017, tvær stelpur og ég held áfram að mynda hana. Svo verða alls konar áföll, fæðingarþunglyndi og fleira og við hættum saman í Covid,“ segir hann. „Þá fór ég að hugsa: ,Nú er ég búinn að eyða tólf árum af ævinni í að mynda þessa manneskju og nú erum við ekki lengur saman.‘ Það vekur upp spurninguna ,Hvaða merkingu hafa þessar myndir í dag þegar við erum ekki lengur kærustupar?' Ég hef verið svolítið að vinna með það og þetta er allt gert með hennar leyfi,“ segir Jói um hugmyndina að sýningunni. Ætlar að ljúka við verkefnið með ljósmyndabók Hugmyndin varð þó upprunalega til fyrir um fjórum árum þegar Jói sýndi ljósmyndaseríuna undir nafninu „Má ég sjá þig“ á Nordic Light-ljósmyndahátíðinni í Kristiansund 2022 . „Þá prentaði ég tólf svona ,triptych‘ það er þrjár myndir frá öllum þessum tólf árum. Svo gerði ég heilan vegg með 500 portrettum,“ segir hann. Hér má sjá vegg með 500 portrett-myndum af Hildi úr sýningunni Má ég sjá þig í Kristiansund 2022.Jói Kjartans Í kjölfarið hafi hann farið að vinna í ljósmyndabók með sama efni og sýningarstjórarnir á Gerðarsafni hafi frétt af því. Þema Störu er persónuleg ljósmyndun svo verkefni Jóa smellpassaði þar inn. „Þetta er smá vísun í altaristöflur þar sem ég er að hylla þessi móment sem ég átti með henni,“ segir Jói. Bókin tekur þá saman öll þessi ár? „Upphaflega var planið að gera eina alveg risastóra bók með þessum 500 portrettum. Það var fullmikil bjartsýni. Planið er núna að gera minni bók sem verður aðeins ódýrari en ég er kominn með útgefanda í Svíþjóð. Draumurinn er að koma þessu loksins frá mér og þá verður loksins hægt að ljúka við verkefnið,“ segir hann. Myndirnar eru flestallar teknar í Noregi þar sem þau Jói og Hildur dvöldu lengi.Vigfús Birgisson Erfitt en heilandi að grúska í fortíðinni Hvernig var að grafa upp myndirnar þegar sambandið var búið? Er ekki erfitt að grúska í einhverju svona persónulegu? „Það er það en var líka heilandi fyrir mig eftir Covid að fara yfir þetta tímabil og öll þessi augnablik sem við áttum saman,“ segir Jói. Sjálfa af Jóa og Hildi þegar hún var ólétt af annarri dóttur þeirra.Jói Kjartans „Ég er með hræðilegt minni, man ekki neitt. En ég er með ljósmyndaminni sem felst í því að ég gleymi engu sem ég tek myndir af. Það hefur hjálpað mér að vinna úr skilnaðinum,“ segir hann. Vinnan við sýninguna segir Jói að hafa gefið honum aðra sýn á sambandið, bæði það góða og slæma. Vanalega setji fólk maka sína á stall og muni bara það frábæra við sambandið. „Það var opinberun fyrir mig að það var ekki bara hún sem gerði hlutina heldur líka ég,“ segir Jói. „Þó þetta séu myndir sem ég tek af henni er augljóst að ég er þarna líka. Það er það sem gerir myndirnar öðruvísi er að þetta er ekki bara hún að pósa fyrir vélina heldur eru við saman að gera eitthvað. Þegar ég var að kynna þetta fyrir Hildi þá sagði ég henni að ég væri að heiðra sambandið og samstarfið. Fyrir mér var þetta samstarf,“ segir hann. Meðal myndanna á sýningunni eru portrett í hefðbundnari kantinum en líka landslagsmyndir af Noregi og mjög svo persónulegar myndir af nýfæddri dóttur þeirra. Á sýningunni eru mjög persónulegar myndir eins og þessar þrjár af Hildi kasóléttri, nýfæddri dóttur og brjóstagjöf.Vigfús Birgisson „Miðjumyndirnar eru af fyrstu fæðingunni sem við vorum búin að plana að átti að vera draumafæðing í heitum potti. Svo fer allt öðruvísi og þetta endaði á að vera þrjátíu tíma trámatísk fæðing. Svo fengu báðar dætur okkar colic/langvarandi magakveisu þannig það voru fimm mánuðir af stanslausum gráti,“ segir Jói. „Mig langar ekki bara að sýna glansmynd af lífinu heldur lífið eins og það er,“ segir hann og bætir við: „Fyrir mér snýst þetta mest um að sýna verkin og leyfa öðrum að njóta þeirra. Það er toppurinn fyrir mér ef þessi augnablik vekja tilfinningar hjá öðrum.“ Að sögn Jóa er sýningin sennilega einna erfiðust fyrir Önnu, núverandi kærustu hans. Hún hafi verið mjög kúl með allt ferlið og sýningarnar í Kristiansund og Kópavogi. „Ég verð mjög ánægður þegar þessu verkefni verður lokið og hún eflaust enn ánægðari,“ segir hann. Hildur með dóttur þeirra, innan og utan bumbunnar. Ljósmyndarinn er aldrei langt undan.Jói Kjartans Ferðast um Ísland að mynda huldufólk Undanfarin fjórtán ár hefur Jói tekið að sér alls konar ljósmyndaverkefni. Hann tekur mikið af fasteignaljósmyndum í Osló en hefur líka tekið að sér auglýsingaverkefni og tískuljósmyndun. Auk þess er hann hluti af listamannakollektívinu Bjørka sem samanstendur af 37 ljósmyndurum sem vinna flestir með analog-ljósmyndun. Hópurinn heldur samsýningu á gamla Edvard Munch-safninu í sumar og segir Jói mikla eftirvæntingu eftir því. Um þessar mundir er hann hins vegar á kafi í stóru tveggja ára verkefni sem er rúmlega hálfnað. „Ég var valinn í fyrra af The Norwegian Journal of Photography sem einn af níu ljósmyndurum til að vinna í langtímaverkefni í tvö ár. Við fáum styrk og mentor sem vinnur með okkur að verkefninu,“ segir hann. Drangar gegnum bílrúðuna.Jói Kjartans Jói er fyrsti Íslendingurinn sem er valinn til að taka þátt í verkefninu og ákvað að fjalla um íslenskt huldufólk í sínum hluta. „Ég rannsakaði hvar hefur verið mikið um huldufólk, fór í Norrænu með bílinn og hundrað filmur í kæliboxi og keyrði allan júní og var að mynda,“ segir Jói. Í byrjun þessa árs keyrði hann um Vestfirði og Snæfellsnes og ætlar sér að koma aftur um páskana og næsta sumar. Verkefnið verður síðan gefið út í bók í desember. Fyrir utan ljósmyndunina býr Jói með kærustu sinni, Önnu Rydland Nærum, í Osló og eiga þau saman rúmlega sex mánaða dótturina Jófríði Kötlu Jóhannesdóttur Nærum. „Og hver veit nema næsta verkefni verði um þær,“ segir Jói að lokum. Ljósmyndun Noregur Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Jói Kjartans heitir fullu nafni Jóhannes Kjartansson og var fyrir fimmtán árum þekktur í miðborginni fyrir að sjást aldrei án þess að vera með myndavél í hönd. Eftir hrun flutti Jói með Hildi kærustu sinni til Noregs. Þau ílengdust í Osló og eignuðust tvær dætur en slitu síðan sambandi sínu í Covid. Allan þennan tíma tók Jói linnulaust myndir af Hildi sem var hans helsta viðfang. Myndirnar fengu undarlega merkingu eftir sambandsslitin en sextán þeirra eru nú til sýnis á samsýningunni Störu í Gerðarsafni, sem hefur staðið yfir frá 25. janúar og lýkur 19. apríl. Blaðamaður ræddi við Jóa um sýninguna, persónulega arkívinn og ferilinn sem hefur teygt sig frá Reykjavík til Oslóar. Jói Kjartans sýnir um þessar mundir sextán myndir úr tólf ára sambandi sínu við fyrrverandi kærustu sína. Þar má sjá afar persónulegar myndir.Sigríður Marrow Tekið 180 þúsund filmumyndir síðustu tuttugu ár Eftir að hafa útskrifast úr Versló lærði Jói grafíska hönnun í Listaháskóla Íslands. Þar kviknaði áhugi hans á ljósmyndun. „Svo fór ég að fá miklu betri viðbrögð við myndunum mínum frekar en því sem ég var að hanna. Þannig ég fór að nota ljósmyndunina í því sem ég hannaði, tók myndir í skólanum og úti um alla Reykjavík. Svo endaði ég að gera útskriftarverkefnið mitt og BA-ritgerðina um stereo-ljósmyndun,“ segir Jói. Jói náði mynd af David Lynch þegar leikstjórinn kom til landsins árið 2009 til að bjarga Íslendingum eftir hrunið.Jói Kjartans Hann vann á auglýsingastofum í nokkur ár og síðan á Reykjavík Grapevine. Samhliða því tók hann linnulaust ljósmyndir og vakti athygli samferðamanna fyrir að fara ekkert án þess að vera með myndavél í hönd. „Þetta var áhugavert tímabil af því ég var sá eini sem var alltaf með myndavél á mér. Svo kom iphone-inn og þá breyttist allt en ég hætti aldrei með filmuvélina þó ég væri líka með síma,“ segir Jói. Allan þennan tíma hefur Jói eingöngu tekið myndir á filmumyndavélar sem er hreint ekki ódýrt sport. Tvær filmumyndir eftir Jóa, önnur af Alþingisklifri í hruninu og hin af fólki að horfa á logann brenna.Jói Kjartans „Þetta eru að verða tuttugu ár núna. Þetta er ekki ókeypis en ég er bara algjörlega háður þessu,“ segir hann. Þú sagðist hafa tekið 5.000 myndir á fimm ára tímabili í viðtali. Hefurðu sá taktur haldist? „Eiginlega, ég hef aldrei hætt. Núna eru þetta ekki fimm þúsund myndir heldur fimm þúsund filmur sem ég hef tekið á þessum tuttugu árum,“ segir hann. Í einni filmu eru 36 myndir þannig í það heila eru þetta um 180 þúsund myndir sem Jói hefur tekið þessi ár. Sennilega eru þær enn fleiri en það. Inni á joi.is, heimasíðu Jóa Kjartans, er að finna fjölda gersema eins og þessa.Jói Kjartans „Ég féll gjörsamlega fyrir henni“ Samsýningin Stara opnaði 25. janúar í Gerðarsafni og stendur yfir til 19. apríl næstkomandi. Á sýningunni eru verk átta listamanna sem snúast í kringum sjálf þeirra og persónu. Jói sýnir þar sextán ljósmyndir undir nafninu „Hildur (The End)“ sem ná yfir tólf ára tímabil, frá því hann kynntist fyrrverandi kærustu sinni Hildi og þar til sambandi þeirra lauk. Hildur skipti títt um hárlit að sögn Jóa.Jói Kjartans „Í Reykjavík tók ég myndir af öllu sem ég komst í kynni við. Svo um 2009 hitti ég Hildi Hermannsdóttur sem var þá að læra grafíska hönnun, aðeins á eftir mér,“ segir Jói. „Ég féll gjörsamlega fyrir Hildi. Hún var alltaf með mismunandi litað hár, litaði hárið sitt annan hvern mánuð og klæddi sig rosalega skemmtilega og litríkt,“ segir hann um fyrstu kynnin. „Hildur var fyrrverandi módel fyrir X18 og Hagkaupsbæklinga og alls konar annað. Hún elskaði að láta taka myndir af sér og ég elskaði að taka myndir. Þannig þetta var mjög gott kombó.“ Tíðarandinn skilar sér í gegnum myndir Jóa.Vigfús Birgisson Öll orkan fór í að mynda kærustuna Eftir hrun voru bæði Jói og Hildur atvinnulaus og þegar hann sá auglýsingu um að það vantaði 700 vörubílstjóra í Noregi kviknaði ákveðin hugmynd. Sjá einnig: Halda í víking til Noregs „Hildur átti vinkonu í Osló sem sagði ,Ef þið komið núna þá get ég reddað ykkur tveimur vinnum á viku.‘ Hún flaug út á undan og svo tók ég hundinn, pakkaði saman íbúðinni og tók Norrænu 2011, segir Jói. Jói tók ófáar myndir af Hildi meðan þau voru saman.Jói Kjartans Þarna hafi norska krónan verið sérstaklega sterk og planið því að fara í tvö ár og vinna, borga niður skuldir og fara svo heim. „Öll þessi orka sem ég hafði sett í að mynda djammið og allt sem var að gerast í Reykjavík, sem var rosalega mikið og eiginlega full vinna, fór í að mynda hana. Ég tók portrett af henni í tólf ár,“ segir Jói. „Við eignumst síðan tvö börn með stuttu millibili í Noregi, 2015 og 2017, tvær stelpur og ég held áfram að mynda hana. Svo verða alls konar áföll, fæðingarþunglyndi og fleira og við hættum saman í Covid,“ segir hann. „Þá fór ég að hugsa: ,Nú er ég búinn að eyða tólf árum af ævinni í að mynda þessa manneskju og nú erum við ekki lengur saman.‘ Það vekur upp spurninguna ,Hvaða merkingu hafa þessar myndir í dag þegar við erum ekki lengur kærustupar?' Ég hef verið svolítið að vinna með það og þetta er allt gert með hennar leyfi,“ segir Jói um hugmyndina að sýningunni. Ætlar að ljúka við verkefnið með ljósmyndabók Hugmyndin varð þó upprunalega til fyrir um fjórum árum þegar Jói sýndi ljósmyndaseríuna undir nafninu „Má ég sjá þig“ á Nordic Light-ljósmyndahátíðinni í Kristiansund 2022 . „Þá prentaði ég tólf svona ,triptych‘ það er þrjár myndir frá öllum þessum tólf árum. Svo gerði ég heilan vegg með 500 portrettum,“ segir hann. Hér má sjá vegg með 500 portrett-myndum af Hildi úr sýningunni Má ég sjá þig í Kristiansund 2022.Jói Kjartans Í kjölfarið hafi hann farið að vinna í ljósmyndabók með sama efni og sýningarstjórarnir á Gerðarsafni hafi frétt af því. Þema Störu er persónuleg ljósmyndun svo verkefni Jóa smellpassaði þar inn. „Þetta er smá vísun í altaristöflur þar sem ég er að hylla þessi móment sem ég átti með henni,“ segir Jói. Bókin tekur þá saman öll þessi ár? „Upphaflega var planið að gera eina alveg risastóra bók með þessum 500 portrettum. Það var fullmikil bjartsýni. Planið er núna að gera minni bók sem verður aðeins ódýrari en ég er kominn með útgefanda í Svíþjóð. Draumurinn er að koma þessu loksins frá mér og þá verður loksins hægt að ljúka við verkefnið,“ segir hann. Myndirnar eru flestallar teknar í Noregi þar sem þau Jói og Hildur dvöldu lengi.Vigfús Birgisson Erfitt en heilandi að grúska í fortíðinni Hvernig var að grafa upp myndirnar þegar sambandið var búið? Er ekki erfitt að grúska í einhverju svona persónulegu? „Það er það en var líka heilandi fyrir mig eftir Covid að fara yfir þetta tímabil og öll þessi augnablik sem við áttum saman,“ segir Jói. Sjálfa af Jóa og Hildi þegar hún var ólétt af annarri dóttur þeirra.Jói Kjartans „Ég er með hræðilegt minni, man ekki neitt. En ég er með ljósmyndaminni sem felst í því að ég gleymi engu sem ég tek myndir af. Það hefur hjálpað mér að vinna úr skilnaðinum,“ segir hann. Vinnan við sýninguna segir Jói að hafa gefið honum aðra sýn á sambandið, bæði það góða og slæma. Vanalega setji fólk maka sína á stall og muni bara það frábæra við sambandið. „Það var opinberun fyrir mig að það var ekki bara hún sem gerði hlutina heldur líka ég,“ segir Jói. „Þó þetta séu myndir sem ég tek af henni er augljóst að ég er þarna líka. Það er það sem gerir myndirnar öðruvísi er að þetta er ekki bara hún að pósa fyrir vélina heldur eru við saman að gera eitthvað. Þegar ég var að kynna þetta fyrir Hildi þá sagði ég henni að ég væri að heiðra sambandið og samstarfið. Fyrir mér var þetta samstarf,“ segir hann. Meðal myndanna á sýningunni eru portrett í hefðbundnari kantinum en líka landslagsmyndir af Noregi og mjög svo persónulegar myndir af nýfæddri dóttur þeirra. Á sýningunni eru mjög persónulegar myndir eins og þessar þrjár af Hildi kasóléttri, nýfæddri dóttur og brjóstagjöf.Vigfús Birgisson „Miðjumyndirnar eru af fyrstu fæðingunni sem við vorum búin að plana að átti að vera draumafæðing í heitum potti. Svo fer allt öðruvísi og þetta endaði á að vera þrjátíu tíma trámatísk fæðing. Svo fengu báðar dætur okkar colic/langvarandi magakveisu þannig það voru fimm mánuðir af stanslausum gráti,“ segir Jói. „Mig langar ekki bara að sýna glansmynd af lífinu heldur lífið eins og það er,“ segir hann og bætir við: „Fyrir mér snýst þetta mest um að sýna verkin og leyfa öðrum að njóta þeirra. Það er toppurinn fyrir mér ef þessi augnablik vekja tilfinningar hjá öðrum.“ Að sögn Jóa er sýningin sennilega einna erfiðust fyrir Önnu, núverandi kærustu hans. Hún hafi verið mjög kúl með allt ferlið og sýningarnar í Kristiansund og Kópavogi. „Ég verð mjög ánægður þegar þessu verkefni verður lokið og hún eflaust enn ánægðari,“ segir hann. Hildur með dóttur þeirra, innan og utan bumbunnar. Ljósmyndarinn er aldrei langt undan.Jói Kjartans Ferðast um Ísland að mynda huldufólk Undanfarin fjórtán ár hefur Jói tekið að sér alls konar ljósmyndaverkefni. Hann tekur mikið af fasteignaljósmyndum í Osló en hefur líka tekið að sér auglýsingaverkefni og tískuljósmyndun. Auk þess er hann hluti af listamannakollektívinu Bjørka sem samanstendur af 37 ljósmyndurum sem vinna flestir með analog-ljósmyndun. Hópurinn heldur samsýningu á gamla Edvard Munch-safninu í sumar og segir Jói mikla eftirvæntingu eftir því. Um þessar mundir er hann hins vegar á kafi í stóru tveggja ára verkefni sem er rúmlega hálfnað. „Ég var valinn í fyrra af The Norwegian Journal of Photography sem einn af níu ljósmyndurum til að vinna í langtímaverkefni í tvö ár. Við fáum styrk og mentor sem vinnur með okkur að verkefninu,“ segir hann. Drangar gegnum bílrúðuna.Jói Kjartans Jói er fyrsti Íslendingurinn sem er valinn til að taka þátt í verkefninu og ákvað að fjalla um íslenskt huldufólk í sínum hluta. „Ég rannsakaði hvar hefur verið mikið um huldufólk, fór í Norrænu með bílinn og hundrað filmur í kæliboxi og keyrði allan júní og var að mynda,“ segir Jói. Í byrjun þessa árs keyrði hann um Vestfirði og Snæfellsnes og ætlar sér að koma aftur um páskana og næsta sumar. Verkefnið verður síðan gefið út í bók í desember. Fyrir utan ljósmyndunina býr Jói með kærustu sinni, Önnu Rydland Nærum, í Osló og eiga þau saman rúmlega sex mánaða dótturina Jófríði Kötlu Jóhannesdóttur Nærum. „Og hver veit nema næsta verkefni verði um þær,“ segir Jói að lokum.
Ljósmyndun Noregur Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira