Malarastúlkan fagra 7. nóvember 2008 03:30 Hlöðver Sigurðsson syngur bálkinn til malarastúlkunnar í Gamla bíói á sunnudag. Tvö Schubert-kvöld verða haldin í Íslensku óperunni í þessum mánuði, þar sem hinir geysifögru ljóðaflokkar Schuberts, Malarastúlkan fagra og Vetrarferðin, verða fluttir. Fyrra kvöldið er sunnudaginn 9. nóvember næstkomandi kl. 20, en þá flytur Hlöðver Sigurðsson tenór sem nýlega hefur lokið söngnámi, Malarastúlkuna fögru, ásamt Antoníu Hevesi, píanóleikara við Íslensku óperuna. Malarastúlkan fagra er söngljóðaflokkur eftir Franz Schubert við texta Wilhelms Müller og er einn sá þekktasti sem saminn hefur verið. Verkið er skrifað fyrir háa söngrödd og píanó, og er oftast flutt af karlmanni, þar sem í textanum segir frá ungum manni og óendurgoldinni ást hans á ungri stúlku. Þáttur píanósins í verkinu er afar stór og því gegnir píanóleikarinn veigamiklu hlutverki á tónleikunum. Müller gaf ljóðin út árið 1820 og þremur árum síðar samdi Schubert tónlist við þau, 26 ára að aldri. Hann notaði alls 20 kvæði úr ljóðaflokknum í verk sitt, sem talið er meðal hans lykilverka. Síðar samdi Schubert annan söngljóðaflokk við ljóð Müllers, Vetrarferðina, sem verður flutt í Íslensku óperunni síðar í mánuðinum. Hlöðver og Antonía gáfu út geisladisk með Malarastúlkunni fögru árið 2005, þar sem textinn var fluttur á íslensku í þýðingu Guðmundar Hansen Friðrikssonar. Á tónleikunum nú verður textinn hins vegar fluttur á þýsku eins og venja er til, en íslenska textanum verður varpað upp á tjald á sviðinu á tónleikunum. Enn fremur verða sýndar þar landslagsljósmyndir úr smiðju sr. Braga J. Ingibergssonar. Bálkurinn er viðurkenndur sem einn fegursti lagaflokkur sem saminn hefur verið og er í miklum metum hjá aðdáendum tónskáldsins sem nú fá fágætt tækifæri til endurfunda við listaverkið.- pbb Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Sjá meira
Tvö Schubert-kvöld verða haldin í Íslensku óperunni í þessum mánuði, þar sem hinir geysifögru ljóðaflokkar Schuberts, Malarastúlkan fagra og Vetrarferðin, verða fluttir. Fyrra kvöldið er sunnudaginn 9. nóvember næstkomandi kl. 20, en þá flytur Hlöðver Sigurðsson tenór sem nýlega hefur lokið söngnámi, Malarastúlkuna fögru, ásamt Antoníu Hevesi, píanóleikara við Íslensku óperuna. Malarastúlkan fagra er söngljóðaflokkur eftir Franz Schubert við texta Wilhelms Müller og er einn sá þekktasti sem saminn hefur verið. Verkið er skrifað fyrir háa söngrödd og píanó, og er oftast flutt af karlmanni, þar sem í textanum segir frá ungum manni og óendurgoldinni ást hans á ungri stúlku. Þáttur píanósins í verkinu er afar stór og því gegnir píanóleikarinn veigamiklu hlutverki á tónleikunum. Müller gaf ljóðin út árið 1820 og þremur árum síðar samdi Schubert tónlist við þau, 26 ára að aldri. Hann notaði alls 20 kvæði úr ljóðaflokknum í verk sitt, sem talið er meðal hans lykilverka. Síðar samdi Schubert annan söngljóðaflokk við ljóð Müllers, Vetrarferðina, sem verður flutt í Íslensku óperunni síðar í mánuðinum. Hlöðver og Antonía gáfu út geisladisk með Malarastúlkunni fögru árið 2005, þar sem textinn var fluttur á íslensku í þýðingu Guðmundar Hansen Friðrikssonar. Á tónleikunum nú verður textinn hins vegar fluttur á þýsku eins og venja er til, en íslenska textanum verður varpað upp á tjald á sviðinu á tónleikunum. Enn fremur verða sýndar þar landslagsljósmyndir úr smiðju sr. Braga J. Ingibergssonar. Bálkurinn er viðurkenndur sem einn fegursti lagaflokkur sem saminn hefur verið og er í miklum metum hjá aðdáendum tónskáldsins sem nú fá fágætt tækifæri til endurfunda við listaverkið.- pbb
Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Sjá meira