Hverflyndi gæfunnar 21. nóvember 2008 06:00 Þóra Einarsdóttir sópransöngkona er einn söngvara sem flytur Carmina Burana í Grafarvogskirkju á morgun. Á morgun munu fornir, þýskir, blautlegir og andríkir söngvar hljóma yfir Grafarvoginn úr kirkjunni þegar Vox academica flytur Carmina Burana eftir Carl Orff ásamt liðsstyrk. Carmina Burana á sér marga aðdáendur hér á landi enda hefur það margoft verið flutt hér: Þetta áleitna, fjöruga og dramatíska kórverk sækir efni sitt og tónmyndir til evrópskrar miðaldahefðar og í þessum bæversku ljóðum er sungið um hverflyndi gæfunnar og hömlulaust gjálífi, um hörmuleg örlög þeirra sem hreykja sér of hátt og smæð mannsins frammi fyrir almættinu. En kvæðin fjalla líka um þau gildi sem í raun skipta okkur öll mestu máli: himneska ásýnd náttúrunnar, unað ástarinnar og margbreytilegt eðli mannsins. Tónlist Orffs er í senn létt og leikandi, fjörug og gáskafull, magnþrungin og dramatísk, margbrotin og krefjandi. Vox academica fær sem fyrr til liðs við sig einvalalið úr hljómsveitinni Jón Leifs Camerata, alls fimmtíu og fimm hljóðfæraleikara. Þóra Einarsdóttir sópran er nú flutt heim og kemur fram hér í stóru hlutverki sem hún hefur flutt áður víða. Með henni munu Alex Answorth baritón og Þorgeir Andrésson tenór túlka einsöngshlutverk verksins og félagar úr unglingakór Grafarvogskirkju taka einnig þátt í flutningnum. Kórinn Vox academica er löngu orðinn íslenskum tónlistarunnendum að góðu kunnur fyrir vandaðan flutning á stórum kórverkum og er skemmst að minnast flutnings kórsins á Sálumessu Verdis í Hallgrímskirkju í apríl sem leið. Stjórnandi Vox academica er Hákon Leifsson, sem einnig er organisti og tónlistarstjóri Grafarvogskirkju og kennari í kórstjórn við Tónskóla þjóðkirkjunnar. Tónleikarnir verða í Grafarvogskirkju annað kvöld, laugardaginn 22. nóvember kl. 20:00. Miðasala er við innganginn, en einnig er hægt að kaupa miða í forsölu í 12 tónum, Skólavörðustíg 15. - pbb Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Persónuleg gjafakort sem renna aldrei út Lífið samstarf Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Á morgun munu fornir, þýskir, blautlegir og andríkir söngvar hljóma yfir Grafarvoginn úr kirkjunni þegar Vox academica flytur Carmina Burana eftir Carl Orff ásamt liðsstyrk. Carmina Burana á sér marga aðdáendur hér á landi enda hefur það margoft verið flutt hér: Þetta áleitna, fjöruga og dramatíska kórverk sækir efni sitt og tónmyndir til evrópskrar miðaldahefðar og í þessum bæversku ljóðum er sungið um hverflyndi gæfunnar og hömlulaust gjálífi, um hörmuleg örlög þeirra sem hreykja sér of hátt og smæð mannsins frammi fyrir almættinu. En kvæðin fjalla líka um þau gildi sem í raun skipta okkur öll mestu máli: himneska ásýnd náttúrunnar, unað ástarinnar og margbreytilegt eðli mannsins. Tónlist Orffs er í senn létt og leikandi, fjörug og gáskafull, magnþrungin og dramatísk, margbrotin og krefjandi. Vox academica fær sem fyrr til liðs við sig einvalalið úr hljómsveitinni Jón Leifs Camerata, alls fimmtíu og fimm hljóðfæraleikara. Þóra Einarsdóttir sópran er nú flutt heim og kemur fram hér í stóru hlutverki sem hún hefur flutt áður víða. Með henni munu Alex Answorth baritón og Þorgeir Andrésson tenór túlka einsöngshlutverk verksins og félagar úr unglingakór Grafarvogskirkju taka einnig þátt í flutningnum. Kórinn Vox academica er löngu orðinn íslenskum tónlistarunnendum að góðu kunnur fyrir vandaðan flutning á stórum kórverkum og er skemmst að minnast flutnings kórsins á Sálumessu Verdis í Hallgrímskirkju í apríl sem leið. Stjórnandi Vox academica er Hákon Leifsson, sem einnig er organisti og tónlistarstjóri Grafarvogskirkju og kennari í kórstjórn við Tónskóla þjóðkirkjunnar. Tónleikarnir verða í Grafarvogskirkju annað kvöld, laugardaginn 22. nóvember kl. 20:00. Miðasala er við innganginn, en einnig er hægt að kaupa miða í forsölu í 12 tónum, Skólavörðustíg 15. - pbb
Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Persónuleg gjafakort sem renna aldrei út Lífið samstarf Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira