Menning

Þýskir gestir

Myndlist
Upplýst króna á Hverfisgötunni


F49071108 kling og b
Myndlist Upplýst króna á Hverfisgötunni F49071108 kling og b

Í dag opnar ný sýning í Kling & Bang gallerí á Hverfisgötu 42 þar sem 16 listamenn frá Berlín slást í lið með 9 íslenskum listamönnum er reka Kling & Bang gallerí. Samsýninguna kallar þetta lið „Kling & Bang og Torstrasse 111" en staðirnir tveir eiga það sameiginlegt að vera verkefna- og sýningastaðir listarinnar, báðir reknir af myndlistarmönnum. Sýningin er eins konar framhald sýningar er átti sér stað í Berlín haustið 2007, en þá sýndu þar listamenn á vegum Kling & Bang ásamt listamönnum er starfa í húsinu á Torstrasse 111. Núna er komið að Íslandi og Kling & Bang galleríi að taka á móti listamönnum frá Torstrasse 111 í Berlín, Þýskalandi.

Við opnunina munu slagverksleikarinn Robyn Schulkowsky og tónlistarmaðurinn Cathy Milliken halda tónleika. Robyn Schulkowsky er stofnandi Rhytm Lab og hefur verið með trommu-vinnustofur alls staðar í heiminum. Cathy Milliken nam óbó og píanóleik og er ein af stofnendum The Ensemble Modern.- pbb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.