Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Eftir töpin tvö gegn Kósovó í fyrstu leikjunum undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar heldur íslenska karlalandsliðið í fótbolta áfram að síga niður heimslistann. Fótbolti 3.4.2025 09:16
„Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Elmar Atli Garðarsson, fyrirliði Vestra, segist aðeins hafa verið að sækjast eftir spennu þegar hann braut veðmálareglur með því að veðja á leiki í Bestu deild karla í fyrra. Eftir að upp um hann komst hafi hann búist við þyngri refsingu en hann á endanum fékk. Íslenski boltinn 3.4.2025 08:31
Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski fótboltamaðurinn Jack Grealish átti erfitt með að halda aftur af tárunum en gladdist yfir því að hafa skorað langþráð mark fyrir Manchester City akkúrat í gær. Enski boltinn 3.4.2025 07:32
Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport 3.4.2025 07:02
Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn 3.4.2025 06:31
Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Liverpool vann 1-0 sigur á Everton í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en var sigurmarkið rangstaða? Enski boltinn 2.4.2025 22:12
Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Valsmenn urðu fyrir miklu áfalli í kvöld þegar landsliðsmaðurinn Kári Jónsson meiddist illa í fyrsta leiknum í einvígi Vals og Grindavíkur í átta liða úrslitum Bónus deildar karla í körfubolta. Körfubolti 2.4.2025 22:05
Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Barcelona tryggði sér sæti í bikarúrslitaleiknum á Spáni eftir 1-0 útisigur á Atletico Madrid á Metropolitano í kvöld. Fótbolti 2.4.2025 21:31
Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Portúgalinn Diogo Jota hefur ekki verið sannfærandi í síðustu leikjum Liverpool en stuðningsmenn Liverpool voru fljótir að gleyma því eftir að hann tryggði liðinu mikilvægan sigur á nágrönnunum í Everton í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Sport 2.4.2025 18:31
Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Deildabikarmeistarar Newcastle byrja vel eftir ævintýrið á Wembley því liðið vann í kvöld mikilvægan sigur á Brentford í baráttunni um Meistaradeildarsætin í ensku úrvalsdeildinni. Aston Villa vann líka risasigur á útivelli á móti Brighton & Hove Albion. Enski boltinn 2.4.2025 20:46
Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Deildarmeistarar Tindastóls þurftu að hafa fyrir mikið hlutunum í kvöld í fyrsta leiknum í einvígi sínu á móti Keflavík í átta liða úrslitum Bónus deildar karla í körfubolta. Körfubolti 2.4.2025 18:18
Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Manchester City komst upp í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir 2-0 heimasigur á Leicester City í kvöld. Enski boltinn 2.4.2025 18:18
Styrmir stigahæstur á vellinum Íslenski landsliðsmaðurinn Styrmir Snær Þrastarson var stigahæstur á vellinum þegar belgíska félagið Belfius Mons-Hainaut tapaði með sautján stiga mun í BNXT körfuboltadeildinni. Körfubolti 2.4.2025 20:27
Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Íslenski landsliðsmaðurinn Ómar Ingi Magnússon er kominn aftur af stað eftir meiðsli og hann átti flottan leik með SC Magdeburg í Meistaradeildinni í handbolta í kvöld. Handbolti 2.4.2025 20:24
Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Jón Guðni Fjóluson leikmaður Víkings, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna vegna meiðsla en félagið tilkynnti þetta á miðlum sínum í kvöld. Íslenski boltinn 2.4.2025 19:33
Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Íslensku landsliðskonurnar Elín Jóna Þorsteinsdóttir, Andrea Jacobsen og Sandra Erlingsdóttir þurftu allar að sætta sig við tap með liðum sínum í evrópska handboltanum í kvöld. Handbolti 2.4.2025 18:56
Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn Liðin sem mættust í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í fyrra, Valur og Grindavík, eigast núna við í átta liða úrslitum Bónus deildar karla. Það var því morgunljóst fyrir þetta einvígi að það yrðu töluverðar tilfinningar í spilinu. Körfubolti 2.4.2025 18:46
Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu Leonete Maísa Correia var hetja Portúgala á móti íslensku stelpunum í kvöld þegar nítján ára landslið Íslands tapaði 2-0 á móti Portúgal í fyrsta leik sínum í seinni umferð undankeppni EM 2025. Fótbolti 2.4.2025 18:29
„Mótlætið styrkir mann“ Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir upplifði mikið stolt og gleði með að fá aftur tækifæri til að spila fyrir íslenska landsliðið í síðasta verkefni liðsins. Hún var valin aftur núna fyrir komandi leiki liðsins sem hún segir liðið spila fyrir Glódísi Perlu sem er fjarverandi vegna meiðsla. Fótbolti 2.4.2025 17:31
Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Framtíð egypska knattspyrnumannsins Mohamed Salah hjá Liverpool er enn í óvissu og stuðningsmenn Liverpool liggja því áfram á bæn að markahæsti leikmaður liðsins framlengi samning sinn við topplið ensku úrvalsdeildarinnar. Enski boltinn 2.4.2025 17:09
Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sergio Pérez segist hafa rætt við nokkur lið síðustu mánuði um möguleikann á að snúa aftur í Formúlu 1. Formúla 1 2.4.2025 16:45
Eyjamenn sækja Pólverja í rammann ÍBV hefur tilkynnt um komu Pólverjans Marcel Zapytowski til félagsins. Hann mun verja mark liðsins í Bestu deild karla í sumar. Íslenski boltinn 2.4.2025 16:34
Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Keppinautar Víkings geta huggað sig við það að árleg spá fyrirliða, þjálfara og formanna félaganna, um verðandi Íslandsmeistara, hefur ekki gengið eftir síðustu ár. Íslenski boltinn 2.4.2025 16:01
„Auðvitað söknum við hennar“ Guðrún Arnardóttir saknar Glódísar Perlu Viggósdóttur líkt og aðrir leikmenn Íslands. Henni gefst hins vegar tækifæri til að axla meiri ábyrgð í komandi landsleikjum, líkt og öðrum varnarmönnum íslenska liðsins. Fótbolti 2.4.2025 15:15
„Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Pétur Rúnar Birgisson, leikmaður deildarmeistara Tindastóls í Bónus deild karla, segir liðið þurfa að stimpla sig inn af krafti strax í fyrsta leik sem sigurstranglegra liðið gegn Keflavík í fyrstu umferð í úrslitakeppni deildarinnar sem hefst í kvöld. Nýleg úrslit í Bónus deild kvenna virki á Stólana sem víti til varnaðar. Körfubolti 2.4.2025 14:30
Einn besti dómari landsins fær ekki leik Athygli vekur að Davíð Tómas Tómasson, einn fremsti körfuboltadómari landsins, er ekki á meðal þeirra sem fá að dæma í fyrstu umferð úrslitakeppni Bónus-deildar karla. Körfubolti 2.4.2025 13:16