Sport

„Þetta var al­veg orðið smá stressandi“

Stefán Marteinn Ólafsson skrifar
Grindavík - Njarðvík Bónus deild kvenna 2024-2025 Hulda María
Grindavík - Njarðvík Bónus deild kvenna 2024-2025 Hulda María

Njarðvík tók forystuna gegn Stjörnunni í 8-liða úrslitum Bónus deild kvenna í kvöld þegar þær höfðu betur í fyrsta leik einvígisins í IceMar-höllinni í kvöld 84-75. 

„Við ætluðum okkur að vinna fyrsta sigurinn þannig við myndum koma með meira sjálfstraust inn í næstu leiki,“ sagði Hulda María Agnarsdóttir leikmaður Njarðvíkinga eftir sigurinn í kvöld.

Njarðvík kemur inn í þetta einvígi sigurstranglegri en þrátt fyrir það vildi Hulda María ekki segja að pressan sé meiri á liðinu.

„Nei ég myndi ekki segja það. Við ætluðum okkur bara að vinna og spila okkar leik,“ sagði Hulda María.

Njarðvík byrjaði leikinn betur en Stjarnan náði að vinna sig vel aftur inn í leikinn en hvað var það sem breyttist milli leikhluta hjá Njarðvík?

„Við hættum bara að spila okkar leik og hleyptum þeim alltof auðveldlega framhjá okkur í vörn en svo í seinni hálfleik þá hertum við vörnina og þá kom sóknin með“

Njarðvík náði yfirtökum á leiknum aftur um miðbik þriðja leikhluta og enduðu á sigla nokkuð þægilegum sigri yfir línuna. 

„Þetta var alveg orðið smá stressandi en svo bara leið manni vel þegar þetta var komið“

Farandi inn í leikinn á laugardaginn þegar þessi lið mætast aftur í Garðabæ er planið einfalt.

„Við ætlum bara að gera okkar besta og spila góða vörn. Við ætlum okkur að vinna,“ sagði Hulda María að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×