Fótbolti

Ís­lensku stelpurnar réðu ekki við Maísu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Íslenska nítján ára landsliðið varð að sætta sig við tap í fyrsta leik.
Íslenska nítján ára landsliðið varð að sætta sig við tap í fyrsta leik. Knattspyrnusamband Íslands

Leonete Maísa Correia var hetja Portúgala á móti íslensku stelpunum í kvöld þegar nítján ára landslið Íslands tapaði 2-0 á móti Portúgal í fyrsta leik sínum í seinni umferð undankeppni EM 2025.

Hin átján ára gamla Maísa, sem spilar með Sporting í heimalandinu, skoraði bæði mörk Portúgals í leiknum. Hún spilar fyrir Portúgal en fæddist á Grænhöfðaeyjum.

Fyrra markið skoraði Maísa á 42. mínútu en það síðara á 58. mínútu.

Íslenska liðið mætir svo Noregi á laugardag og Slóveníu á þriðjudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×