Höfuðandstæðingarnir tveir skiptu sjöttu umferð á milli sín Þórarinn Þórarinsson skrifar 15. október 2024 10:33 Þegar ELKO-Deildin í Fortnite er rétt hálfnuð hafa Denas og Kristófer tekið afgerandi forystu og halda áfram að skiptast nokkuð jafnt á sigrum. Kristófer Tristan og Denas Kazulis eru enn í tveimur efstu sætum ELKO-Deildarinnar í Fortnite eftir að hafa sigrað hvor sinn leikinn í 6. umferð sem var spiluð í gærkvöld. Þeir Denas og Kristófer skiptu sigrum nokkuð jafnt á milli sín á fyrri helmingi mótsins og frammistaða þeirra í gær bendir til þess að þeir ætli að uppteknum hætti í seinni hlutanum. Kristófer bauð þó upp á þau nýmæli að vinna fyrri leik kvöldsins en hann hefur átt það til að byrja kaldur en koma funheitur inn í seinni leikina og sigra þá með tilþrifum. Þessir höfuðandstæðingar í deildinni hafa skipst á að hirða toppsætið í síðustu umferðum og eftir 5. umferð var Denas 11 stigum á eftir Kristófer sem nær enn, naumlega, að halda toppsætinu. Staðan á toppi ELKO-Deildarinnar:#1 Kristófer Tristan (iKristoo) 228#2 Denas Kazulis (denas 13) 217#3 Emil Víkingur (Rich Emil) 133#4 Lester Search (aim like Lester) 111 Denas náði að saxa vel á forskot Kristófers í gær þannig að nú skilja aðeins tvö stig þá að á toppi Elko-Deildarinnar þar sem Kristófer leiðir með 276 stig en Denas andar ofan í hálsmálið á honum með 274. Talsvert langt að baki þeirra er svo Emil Víkingur í 3. sæti með 158 stig. Rafíþróttir Tengdar fréttir Kristófer komst upp fyrir Denas í Fortnite Kristófer Tristan vann seinni leikinn í ELKO-Deildinni í Fortnite á mánudagskvöld og komst þannig í 1. sæti deildarinnar með 11 stiga forskot á aðal keppinautinn, Denas Kazulis. 8. október 2024 09:49 Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn
Þeir Denas og Kristófer skiptu sigrum nokkuð jafnt á milli sín á fyrri helmingi mótsins og frammistaða þeirra í gær bendir til þess að þeir ætli að uppteknum hætti í seinni hlutanum. Kristófer bauð þó upp á þau nýmæli að vinna fyrri leik kvöldsins en hann hefur átt það til að byrja kaldur en koma funheitur inn í seinni leikina og sigra þá með tilþrifum. Þessir höfuðandstæðingar í deildinni hafa skipst á að hirða toppsætið í síðustu umferðum og eftir 5. umferð var Denas 11 stigum á eftir Kristófer sem nær enn, naumlega, að halda toppsætinu. Staðan á toppi ELKO-Deildarinnar:#1 Kristófer Tristan (iKristoo) 228#2 Denas Kazulis (denas 13) 217#3 Emil Víkingur (Rich Emil) 133#4 Lester Search (aim like Lester) 111 Denas náði að saxa vel á forskot Kristófers í gær þannig að nú skilja aðeins tvö stig þá að á toppi Elko-Deildarinnar þar sem Kristófer leiðir með 276 stig en Denas andar ofan í hálsmálið á honum með 274. Talsvert langt að baki þeirra er svo Emil Víkingur í 3. sæti með 158 stig.
Rafíþróttir Tengdar fréttir Kristófer komst upp fyrir Denas í Fortnite Kristófer Tristan vann seinni leikinn í ELKO-Deildinni í Fortnite á mánudagskvöld og komst þannig í 1. sæti deildarinnar með 11 stiga forskot á aðal keppinautinn, Denas Kazulis. 8. október 2024 09:49 Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn
Kristófer komst upp fyrir Denas í Fortnite Kristófer Tristan vann seinni leikinn í ELKO-Deildinni í Fortnite á mánudagskvöld og komst þannig í 1. sæti deildarinnar með 11 stiga forskot á aðal keppinautinn, Denas Kazulis. 8. október 2024 09:49