Sport

Fimm ára fangelsi fyrir að reyna að myrða meintan barnaníðing

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Cain Velasquez í réttarsalnum.
Cain Velasquez í réttarsalnum. vísir/getty

Fyrrum UFC-meistarinn Cain Velasquez var í gær dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir að reyna að drepa mann sem er grunaður um að hafa brotið á fjögurra ára syni bardagakappans.

Atvikið átti sér stað fyrir þremur árum síðan. Velasquez keyrði þá á miklum hraða eftir manni sem heitir Harry Goularte. Hann er grunaður um að hafa margoft brotið á syni fyrrum bardagakappans en barnið var þá fjögurra ára eins og áður segir.

Velasquez skaut nokkrum skotum í gegnum rúðuna á sínum bíl og að bíl Goularte. Þar voru einnig móðir Goularte og stjúpfaðir hans. Stjúpfaðirinn særðist lítillega í árásinni.

Málið hefur vakið mikla athygli vestanhafs. Dómarinn er sagður hafa fellt tár er hann dæmdi Velasquez til fangelsisvistar.

Goularte hefur verið kærður fyrir barnaníð og það mál verður tekið fyrir í sumar. Velasquez og fjölskylda hafa einnig farið í einkamál við hann.

Margir eru reiðir yfir þessum dómi, ekki síst í MMA-heiminum, og segja að Velasquez hafi verið í fullum rétti til þess að skjóta Goularte.

Það hefur meðal annars verið biðlað til Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að náða bardagakappann fyrrverandi.

MMA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×