Hvergerðingar í úrslit umspilsins Hamar tryggði sér sæti í úrslitum umspils um sæti í Bónus deild karla á næsta tímabili með sigri á Fjölni eftir framlengingu, 109-107, í kvöld. Körfubolti 23.4.2025 22:16
Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Tindastóll byrjaði undanúrslitaeinvígi sitt á móti Álftanesi með 22 stiga stórsigri í Síkinu í gær en það er ekkert nýtt að Stólarnir fari á kostum í undanúrslitum úrslitakeppninnar. Körfubolti 22.4.2025 14:33
Falko áfram í Breiðholtinu Jacob Falko, sem var valinn besti erlendi leikmaður Bónus deildar karla í körfubolta í vetur, leikur áfram með ÍR. Körfubolti 22.4.2025 09:36
Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Nú er orðið ljóst hvernig leikjaplanið verður í undanúrslitum Bónus-deildar karla í körfubolta. Einvígin tvö hefjast bæði á mánudaginn, á annan í páskum. Körfubolti 16. apríl 2025 12:33
Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Keflavík og Njarðvík eru bæði úr leik í úrslitakeppni Bónus deildar karla í körfubolta og tölfræðilega er þetta slakasta frammistaða þeirra til samans í meira en fjörutíu ára sögu úrslitakeppninnar. Körfubolti 16. apríl 2025 11:01
„Holan var of djúp“ Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, var að vonum ekki sáttur með að ljúka leik í kvöld þegar Njarðvíkingar töpuðu á Álftanesi 104-89 en þegar upp er staðið situr tapið í fyrsta leik á heimavelli mest í honum. Körfubolti 15. apríl 2025 22:50
„Vissum alveg að við værum í góðum málum“ Hörður Axel Vilhjálmsson, fyrirliði Álftaness, var mættur í viðtal hjá Andra Má Eggertssyni strax eftir sigurinn gegn Njarðvík í kvöld en Álftnesingar tryggðu sig í undanúrslit í fyrsta sinn með 104-89 sigri. Körfubolti 15. apríl 2025 22:29
„Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ „Auðvitað er ég vonsvikinn, ég bjóst við fara í fimmta leikinn, en ég er alveg gríðarlega stoltur af öllu sem við gerðum“ sagði Borche Illievski, þjálfari ÍR, fljótlega eftir að liðið féll úr leik í úrslitakeppninni eftir tap gegn Stjörnunni. Borche tók við liðinu á slæmum stað fyrr í vetur, kom því í úrslitakeppnina og gengur stoltur frá tímabilinu. Hann heldur áfram þjálfun ÍR og nú hefst samtal við stjórnina um enn frekari fjárfestingar og uppbyggingu. Körfubolti 15. apríl 2025 22:15
Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Það var rafmögnuð stemming í Kaldalónshöllinni í kvöld þar sem Álftnesingar gátu tryggt sig í undanúrslit í fyrsta skipti í sögunni. Þeir mættu til leiks án miðherjans David Okeke en það virtist hreinlega ekki há þeim neitt. Körfubolti 15. apríl 2025 18:47
Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Stjarnan er komin í undanúrslit eftir 74-80 sigur á útivelli í fjórða leik gegn ÍR. Stjarnan var með fína forystu allan leikinn en missti hana niður í fjórða leikhluta, aðeins eitt stig þegar ein mínúta var eftir. Nær komst ÍR hins vegar ekki og liðið er á leið í sumarfrí. Körfubolti 15. apríl 2025 18:15
„Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, ræddi frammistöðu bróðurs síns í síðustu leikjum og það að missa föður sinn á þessu mjög svo krefjandi tímabil fyrir bræðurna tvo sem eru leiðtogar Grindavíkurliðsins. Körfubolti 15. apríl 2025 14:46
„Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Berglind Björg Þorvalsdóttir er mætt heim til Breiðabliks eftir vondan viðskilnað við Val, staðráðin í að sanna sig á ný eftir erfitt tímabil í fyrra. Hún kemur inn í mótið í ár í góðu formi, ekki misst af æfingu eða leik á undirbúningstímabilinu. Íslenski boltinn 15. apríl 2025 13:31
„Við bara brotnum“ Kristófer Acox segir að orkustigið hafi breyst í seinni hálfleik er Íslandsmeistarar Vals féllu úr leik í átta liða úrslitum eftir þriðja tapið í röð gegn Grindavík í kvöld. Körfubolti 14. apríl 2025 22:19
„Eru greinilega lið sem eru betri en við“ Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Íslandsmeistara Vals, var eðlilega sár og svekktur eftir að hans menn féllu úr leik í átta liða úrslitum Bónus-deildar karla í körfubolta í kvöld. Körfubolti 14. apríl 2025 22:09
„Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ DeAndre Kane, leikmaður Grindavíkur, gat leyft sér að vera kokhraustur eftir að liðið sendi Íslandsmeistara Vals í sumarfrí í kvöld. Körfubolti 14. apríl 2025 21:37
Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí Íslandsmeistarar Vals eru úr leik í úrslitakeppni Bónus-deildar karla í körfubolta eftir átta stiga tap gegn Grindavík í fjórða leik liðanna í átta liða úrslitum í kvöld, 82-74. Körfubolti 14. apríl 2025 18:45
„Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Þjálfarinn Finnur Freyr Stefánsson og leikmenn Vals eru á leiðinni í sumarfrí ef þeir vinna ekki gegn Grindavík í Smáranum í kvöld. Finnur segir liðið hafa saknað Kára Jónssonar þegar líða fór á síðustu leiki, þrátt fyrir það hafi leikirnir verið í járnum og liðið þurfi einfaldlega að halda betur einbeitingu þegar mest á reynir. Körfubolti 14. apríl 2025 13:30
„Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Mario Matasovic átti frábæran leik fyrir Njarðvík í kvöld þegar Njarðvíkingar héldu lífi í seríunni gegn Álftanesi með stórsigri 107-74 í kvöld. Sport 11. apríl 2025 22:09
Falko: Zarko og Matej voru frábærir Jakob Falko fór fyrir liði sínu, ÍR í kvöld en Stjarnan gerði vel í að koma honum í vandræði og hefur hann oft skorað meira. ÍR vann leikinn 87-89 og hafði Jakob í nægu að snúast að koma boltanum upp völlinn undir stanslausri pressuvörn Stjörnunnar. Körfubolti 11. apríl 2025 21:32
Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Njarðvíkingar gerðu frábærlega í kvöld með að halda einvíginu gegn Álftanes lifandi með 33 stiga sigri 107-74 í kvöld. Með sigrinum í kvöld tryggði Njarðvík sér leik fjögur á Álftanesi á þriðjudaginn. Körfubolti 11. apríl 2025 21:30
Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann ÍR þurfti nauðsynlega á sigri að halda til að halda áfram keppni í Bónus deild karla þennan vetur. Þeir náðu í sigurinn, rétt svo. Eftir að hafa leitt með dágóðum mun lungan úr leiknum náði Stjarnan að naga forskotið niður í eitt stig en náðu ekki lengra. Lokastaðan 87-89 og 2-1 í einvíginu. Körfubolti 11. apríl 2025 18:16
„Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Eftir heldur rólega fyrstu tvo leiki stimplaði Ólafur Ólafsson sig af krafti inn í úrslitakeppnina í Bónus-deildinni í gærkvöld, þegar Grindavík vann afar langþráðan sigur á Val á Hlíðarenda. Ólafur mætti í settið hjá Körfuboltakvöldi beint eftir leik. Körfubolti 11. apríl 2025 16:00
Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið Landsliðsmaðurinn Haukur Helgi Pálsson hefur ákveðið að halda kyrru fyrir í körfuboltaliði Álftaness og skrifað undir samning til næstu tveggja ára við félagið. Körfubolti 11. apríl 2025 15:32
„Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þetta hefur verið leiðinlegt og fúlt,“ sagði Kári Jónsson, landsliðsmaður í körfubolta, á gólfinu í N1-höllinni á Hlíðarenda í gærkvöld um þá staðreynd að hann skuli missa af besta tíma ársins í íslenskum körfubolta. Körfubolti 11. apríl 2025 11:31