Evrópudeild UEFA

Fréttamynd

"Skipti mér ekkert af fjármálunum"

"Það er gríðarlega mikilvægt fótboltalega séð, ég veit ekkert um fjármálin og skipti mér ekkert af þeim," sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir sigur á Ekranes í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Enginn FH-ingur missir af Vínarferð

Sex leikmenn FH voru áminntir í sigurleik liðsins gegn Ekranes í 2. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í kvöld. Þrír þeir fengu einnig spjald í fyrri leiknum í Litháen.

Fótbolti
Fréttamynd

Umfjöllun og viðtöl: FH - Ekranas 2-1

FH-ingar tryggðu sig áfram í undankeppnini í Meistaradeildinni með 2-1 sigri á FK Ekranas í kvöld og mæta Austria frá Vín í næstu umferð. Sigurinn í kvöld var verðskuldaður og gáfu FH-ingar fá færi á sér í leiknum.

Fótbolti
Fréttamynd

Ætla að verja forskotið

FH-ingar taka á móti Ekranas frá Litháen í 2. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í Kaplakrika í kvöld. FH-ingar standa vel að vígi eftir 1-0 sigur í fyrri leiknum í Litháen.

Fótbolti
Fréttamynd

Sungu um kjarnorkuslysið

KR tekur á móti belgíska liðinu Standard Liege í fyrri leik liðanna í 2. umferð undankeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu annað kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Svona kláraði FH Litháana

FH vann í gærkvöldi frækinn 1-0 útisigur á liði Ekranes í fyrri leik liðanna í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu.

Fótbolti
Fréttamynd

Risafáni á Kópavogsvelli

Stuðningsmenn Breiðabliks ætla að hylla Arnar Grétarsson á fimmtudagskvöldið þegar Breiðablik tekur á móti Sturm Graz í fyrri leik liðanna í 2. umferð undankeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu.

Fótbolti
Fréttamynd

Stóra nærbuxnamálið

Baldur Sigurðsson, miðjumaður KR, fékk gult spjald í fyrri hálfleik í útileik KR gegn Glentoran á Norður-Írlandi í undankeppni Evrópudeildarinnar á fimmtudagskvöldið.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

"KR breytti Evrópudraumnum í martröð"

Norður-Írski vefmiðillinn Belfast Telegraph hrósar karlaliði KR í hástert eftir 3-0 sigur liðsins á Glentoran í síðari leik liðanna í undankeppni Evrópudeildarinnar á fimmtudagskvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Mark í uppbótartíma bjargaði ÍBV

Arnar Bragi Bergsson var hetja Eyjamanna sem unnu hádramatískan sigur á HB í Þórshöfn í Færeyjum í kvöld. Markið dugði til að tryggja ÍBV sæti í 2. umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA.

Fótbolti
Fréttamynd

Sannfærandi hjá KR í Belfast

Öll þrjú íslensku liðin eru komin áfram í 2. umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA. Það varð ljóst eftir öruggan 3-0 sigur KR á Glentoran í Belfast í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - HB 1-1

Færeyingarnir í HB frá Þórshöfn náðu að skora mikilvægt útivallarmark og tryggja sér 1-1 jafntefli á móti ÍBV í Vestmannaeyjum í kvöld þegar liðin mættust í forkeppni Evrópudeildarinnar.

Fótbolti
Fréttamynd

Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Glentoran 0-0

KR og Glentoran gerðu markalaust jafntefli í fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar en leikurinn fór fram á KR-velli í kvöld. Heimamenn náðu sér ekki almennilega á strik en aftur á móti voru greinilega skilaboð til leikmanna Glentoran, að tefja leikinn eins mikið og mögulegt var. Leiktafir gestanna gjörsamlega drápu allt tempó í leiknum og hann komst aldrei á flug.

Fótbolti
Fréttamynd

Enginn féll á lyfjaprófi í Meistaradeildinni

Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, opinberaði í dag skýrslu um þau lyfjapróf sem voru tekin í leikjum Meistaradeildarinnar og Evrópudeildarinnar á síðasta keppnistímabili. Þar kemur fram að enginn knattspyrnumannanna var uppvís að notkun ólöglegra lyfja á leiktíðinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Fær Evrópudeildin Meistaradeildarsæti?

Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, mun tilkynna það á morgun, hvort að sigurvegarar í Evrópudeildinni vinni sér í framtíðinni sæti í Meistaradeildinni árið eftir. Þessi breyting er til umræðu sem hluti af þeirri viðleitni sambandsins að auka mikilvægi og áhuga á Evrópudeildinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Chelsea-menn fögnuðu vel sigrinum í Evrópudeildinni

Chelsea varð í kvöld fyrsta enska liðið til að vinna Evrópudeildina síðan að keppnin var endurskírð 2009 og fyrsta enska liðið í tólf ár til að þess að vinna UEFA-bikarinn eða síðan að Liverpool vann gömlu Evrópukeppni félagsliða árið 2001.

Fótbolti
Fréttamynd

Branislav Ivanovic skellti sér upp á markslána

Branislav Ivanovic var hetja Chelsea í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í Amsterdam í kvöld þegar hann skoraði sigurmarkið með stórglæsilegum skalla á þriðju mínútu í uppbótartíma. Chelsea er því Evrópumeistari annað árið í röð því liðið vann Meistaradeildina í fyrra.

Fótbolti
Fréttamynd

Lampard: Enginn á þetta meira skilið en Ivanovic

Frank Lampard, fyrirliði Chelsea, var kátur eftir 2-1 sigur á Benfica í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í kvöld. Chelsea er þar með handhafi beggja Evróputitlanna í fótboltanum því úrslitaleikur Meistaradeildarinnar fer ekki fram fyrr en seinna í þessum mánuði.

Enski boltinn
Fréttamynd

Ivanovic skoraði sigurmark Chelsea í blálokin

Amsterdam verður máluð blá í kvöld eftir að Chelsea tryggði sér sigur í Evrópudeildinni með 2-1 sigri á léttleikandi liði Benfica frá Portúgal. Branislav Ivanovic tryggði Chelsea sigur með marki á þriðju mínútu í viðbótartíma.

Fótbolti
Fréttamynd

Terry missir aftur af úrslitaleik í Evrópukeppni

John Terry, fyrirliði Chelsea, verður ekki með liðinu á móti Benfica á morgun þegar liðin mætast í úrslitaleik Evrópudeildarinnar á heimavelli Ajax í Amsterdam. Terry er ekki búinn að ná sér af ökklameiðslum sem hann varð fyrir um síðustu helgi.

Enski boltinn