Fótbolti

Petr Cech: Þetta var grimmur endir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Petr Cech horfir á eftir boltanum í markin með síðustu spyrnu framlengingarinnar.
Petr Cech horfir á eftir boltanum í markin með síðustu spyrnu framlengingarinnar. Mynd/NordicPhotos/Getty
Petr Cech og félagar hans í Chelsea voru sekúndum frá því að vinna Ofurbikar Evrópu í kvöld en urðu að lokum að sætta sig við tap fyrir Bayern München eftir vítakeppni. Bæjarar skoruðu jöfnunarmarkið með síðustu spyrnu framlengingarinnar og unnu síðan vítakeppnina 5-4.

„Við vildum virkilega vinna þennan titil og það sama má segja um þá. Þeir voru að leita af jöfnunarmarkinu í lokin og við vörðumst af öllu afli. Þetta var grimmur endir," sagði Petr Cech en tékkneski markvörðurinn varði nokkrum sinnum frábærlega í framlengingunni.

„Það eru allir að segja að Bayern-liðið sé sigurstranglegasta liðið í Meistaradeildinni og að þeir séu með besta liðið í heimi í dag. Við sýndum það hinsvegar í kvöld að við getum alveg ráðið við þá," sagði Petr Cech.

Petr Cech náði ekki að verja víti frá Bæjurum í kvöld en hann var í aðalhlutverki þegar Chelsea vann sigur á Bayern í úrslitaleik Meistaradeildarinnar vorið 2012.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×