Fótbolti

Defoe með tvö mörk og Gylfi spilaði 90 mínútur í sigri Tottenham

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/AFP
Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Tottenham áttu ekki í miklum vandræðum með norska liðið Tromsö í fyrsta leik liðsins í riðlakeppni Evrópudeildar UEFA í fótbolta í kvöld. Tottenham vann leikinn 3-0 en spilað var á White Hart Lane í London.

Gylfi Þór Sigurðsson spilaði allar 90 mínúturnar í kvöld en Tottenham missti þrjá leikmenn meidda af velli, þá Danny Rose, Moussa Dembélé og Younes Kaboul. Daninn Christian Eriksen kom inn á fyrir Dembélé og minnti á sig með frábæru marki undir lokin.

Jermain Defoe skoraði tvívegis í fyrri hálfleik og í bæði skiptin eftir sóknir sem Gylfi Þór Sigurðsson var upphafsmaðurinn af.

Gylfi vann fyrst boltann og gaf hann á Lewis Holtby sem sendi framlengdi hann á Érik Lamela. Lamela stakk honum strax inn á Jermain Defoe sem skoraði á 21. mínútu.

Gylfi fann aftur Lewis Holtby átta mínútum síðar og Holtby stakk honum inn á Jermain Defoe sem lagði hann framhjá markverði Tromsö.

Daninn Christian Eriksen innsiglaði síðan öruggan sigur með því að skora þriðja markið með frábæru langskoti á 86. mínútu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×