Fótbolti

Ólafur Ingi og félagar komust áfram í Evrópudeildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ólafur Ingi Skúlason með liðsfélögum sínum en hann er lengst til hægri í neðri röð.
Ólafur Ingi Skúlason með liðsfélögum sínum en hann er lengst til hægri í neðri röð. Mynd/NordicPhotos/Getty
Ólafur Ingi Skúlason og félagar hans í belgíska liðinu Zulte-Waregem tryggðu sér í kvöld sæti í riðlakeppni Evrópudeildar UEFA eftir dramatískan 2-1 sigur á Apoel Nicosia á Kýpur. Belgíska liðið vann þar með 3-2 samanlagt.

Hinn 22 ára gamli Jens Naessens var hetja sinna manna þegar hann skoraði sigurmark Zulte-Waregem á lokamínútu leiksins. Zulte-Waregem komst í 1-0 á 12. mínútu með marki frá Mouhamadou Habibou en Efstathios Aloneftis jafnaði fyrir Kýpurbúana á 52. mínútu.

Þar sem fyrri leikurinn í Belgíu fór 1-1 stefndi allt í framlengingu í stöðunni 1-1 en þá steig Naessens fram og skaut Zulte-Waregem inn í riðlakeppnina.

Ólafur Ingi Skúlason lék allan leikinn á miðju Zulte-Waregem og fékk meðal annars gula spjaldið rétt fyrir hálfeik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×