Fótbolti

Leikur AZ Alkmaar flautaður af

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jóhann Berg Guðmundsson.
Jóhann Berg Guðmundsson.
Það þurfti að flauta af leik AZ Alkmaar og gríska liðsins Atromitos í Evrópudeildinni í kvöld en rýma þurfti leikvanginn vegna elds í þaki leikvangsins.

AZ Alkmaar var í frábærum málum eftir 3-0 sigur í fyrri leiknum í Grikklandi en hollenska liðið missti Markus Henriksen af velli með rautt spjald strax á 2. mínútu.

Dimitrios Papadopoulos kom síðan Atromitos í 1-0 á 53. mínútu og það var því komin spenna í einvígið þegar dómari leiksins þurfti að flauta leikinn af. Papadopoulos hafði áður klikkað á víti í leiknum.

Það varð vart við eld í þaki leikvangsins og völlurinn var strax rýmdur af öryggisástæðum.

Jóhann Berg Guðmundsson og Aron Jóhannsson voru báðir í byrjunarliði AZ Alkmaar í kvöld en þeir skoruðu öll mörk liðsins í fyrri leiknum. Aron var kominn útaf þegar leikurinn var flautaður af.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×