Fótbolti

Löng ferðalög framundan hjá Gylfa Þór

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Gylfi var í eldlínunni með Tottenham í Evrópudeildinni í fyrra.
Gylfi var í eldlínunni með Tottenham í Evrópudeildinni í fyrra. Nordicphotos/Getty
Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Tottenham eiga fyrir höndum ferðalög til Rússlands, Makedóníu og Noregs. Dregið var í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í Mónakó í dag.

Tottenham lenti í K-riðli ásamt Anshi frá Rússlandi, Sheriff frá Makedóníu og Tromsö frá Noregi. Tromsö fékk sæti á síðustu stundu eftir að tyrkneska félagið Besiktas var dæmd í keppnisbann.

Aron Jóhannsson og Jóhann Berg Guðmundsson verða með liði sínu AZ Alkmaar í L-riðli. Þeir mæta PAOK frá Grikklandi, Maccabi Haifa frá Ísrael og Shakhter frá Kasakstan.

Ólafur Ingi Skúlason og félagar hjá Zulte Waregem mæta Rubin Kazan frá Rússlandi, Wigan frá Englandi og Maribor frá Slóveníu. Liðin eru í D-riðli. FH-banarnir í Genk lentu í G-riðli með Dynamo Kiev, Rapid frá Vín og Thun frá Sviss.

Fyrsti leikdagur er fimmtudagurinn 17. september.

Riðlarnir í EvrópudeildinniA-riðill

Valencia (Spánn)

Swansea (England)

Kuban (Rússland)

St. Gallen (Sviss)

B-riðill

PSV Eindhoven (Holland)

Dinamo Zagreb (Króatía)

Chornomorets Odesa (Úkraínu)

Ludogorets (Búlgaríu)

C-riðill

Standard Liege (Belgía)

Salzburg (Austurríki)

Elfsborg (Svíþjóð)

Esbjerg (Danmörk)

D-riðill

Rubin (Rússland)

Wigan (England)

Maribor (Slóvenía)

Zulte Waregem (Belgía)

E-riðill

Fiorentina (Ítalía)

Dinpro (Úkraínu)

Pacos Ferreira (Portúgal)

Pandurii (Rúmeníu)

F-riðill

Bordeaux (Frakkland)

APOEL (Kýpur)

Eintracht Frankfurt (Þýskaland)

Maccabi Tel-Aviv (Ísrael)

G-riðill

Dynamo Kiev (Úkraína)

Genk (Belgía)

Rapid Vín (Austurríki)

Thun (Sviss)

I-riðill

Lyon (Frakkland)

Real Betis (Spánn)

Guimaraes (Portúgal)

Rijeka (Króatíu)

J-riðill

Lazio (Ítalíu)

Tabzonspor (Tyrkland)

Legia Varsjá (Pólland)

Apollon (Kýpur)

K-riðill

Tottenham (England)

Anzhi (Rússland)

Sheriff (Makedónía)

Tromsö (Noregur)

L-riðill

AZ Alkmaar (Holland)

PAOL (Grikkland)

Maccabi Hafia (Ísrael)

Shakter (Kasakstan)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×