HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi

Fréttamynd

Argentínsk endurkoma

Argentína á enn möguleika á að komast áfram í sextán liða úrslit á HM í fótbolta kvenna eftir að hafa komið til baka og náð jafntefli gegn Suður-Afríku. Lokatölur 2-2.

Fótbolti
Fréttamynd

Frumbyggjar gagnrýna mótshaldara í Ástralíu

Hópur fótboltamanna af frumbyggjaættum hefur skrifað bréf til ástralska fótboltasambandsins og Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, vegna skorts á fjárstuðningi. Slíkt eigi að tilheyra arfleifð heimsmeistaramóts kvenna sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi þessi dægrin.

Fótbolti
Fréttamynd

Fyrirliðinn bjargaði Bandaríkjunum

Bandaríkin og Holland gerðu 1-1 jafntefli í E-riðli í fyrsta leik dagsins á HM í fótbolta kvenna. Þessi sömu lið áttust við í úrslitaleik HM fyrir fjórum árum þar sem bandaríska liðið hafði betur, 2-0.

Fótbolti
Fréttamynd

Bor­ges frá Brasilíu með fyrstu þrennu HM í ár

Brasilía vann þægilegan 4-0 sigur á Panama í síðasta leik dagsins á HM kvenna í knattspyrnu. Ary Borges var allt í öllu í sigri Brasilíu en hún skoraði fyrstu þrennu mótsins sem og hún lagði upp fjórða mark liðsins.

Fótbolti
Fréttamynd

Höddi Magg greip til epísks frasa úr eigin smiðju

„Kalt er það Klara“ sagði Hörður Magnússon í lýsingu sinni á viðureign Þýskalands og Marokkó á HM kvenna í fótbolta. Um er að ræða frasa úr epískum þætti Steypustöðvarinnar á Stöð 2 fyrir fimm árum þar sem Hörður fór á kostum.

Lífið