Popp(aði) tvisvar upp í teignum og hoppaði upp í þriðja sæti markalistans Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. júlí 2023 10:30 Alexandra Popp fagnar marki í sigri Þýskalands á Marokkó í dag. Getty/Robert Cianflone Þýska kvennalandsliðið í fótbolta byrjar heimsmeistaramótið vel en liðið vann 6-0 stórsigur á nýliðum Marokkó í fyrsta leik sínum á HM í Ástralíu og Nýja Sjálandi. Þýska liðið lagði grunninn að sigrinum með marki snemma og seint í fyrri hálfleiknum og eftir það var á brattann að sækja fyrir marokkóska liðið sem er að keppa á heimsmeistaramóti kvenna í fyrsta sinn. Þýsku konurnar bættu við fjórum mörkum í síðari hálfleiknum og tvö þeirra voru slysaleg sjálfsmörk. Alexandra Popp, fyrirliði þýska landsliðsins, skoraði tvö mörk í leiknum og komst þar með upp í þriðja sætið yfir markahæstu leikmenn í sögu þýska kvennalandsliðsins. Þetta voru mörk númer 63 og 64 fyrir þýska landsliðið hjá Popp. Popp byrjaði leikinn í fimmta sætinu. Nú eru það aðeins Birgit Prinz (128 mörk) og Heidi Mohr (83) sem hafa skorað fleiri mörk fyrir kvennalandsliðið og auk þess eru það aðeins Miroslav Klose (71) og Gerd Müller (68) sem hafa skorað meira fyrir karlalandsliðið. Alexandra Popp er frábær skallakona og sannaði það í þessum leik. Popp skoraði tvíveigs í fyrri hálfleiknum. Fyrst skallaði hún inn fyrirgjöf Kathrin Hendrich á 11. mínútu leiksins og svo skallaði hún aftur fyrir sig eftir hornspyrnu frá Klöru Buhl á 39. mínútu. Úrslitin réðust svo endanlega í upphafi síðari hálfleiks þegar Klara Buhl, batt enda á stórsókn og æsing fyrir framan mark Marokkó. Buhl kom boltanum í markið eftir að boltinn barst til hennar eftir frákast. Buhl átti síðan stangarskot stuttu síðar. Pressan hélt áfram og fjórða markið var mjög slysalegt sjálfsmark hjá Hanane Ait El Haj eftir fyrirgjöf og skalla samsherja á 54. mínútu. Skömmu áður hafði mark verið réttilega dæmt af Marokkó vegna rangstöðu. Annað slysalegt sjálfsmark leit síðan dagsins ljós á 79. mínútu þrátt fyrir Popp hafi gert sitt besta til að stela markinu og innsigla þrennuna. Markið skrifast á Zineb Redouani. Sjötta markið skoraði síðan varamaðurinn Lea Schuller á lokamínútu leiksins eftir frákast í teignum. Stærsti sigur HM til þessa staðreynd. Annað mark hjá Schuller stuttu síðar var dæmt af vegna rangstöðu. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Íslenski boltinn Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Íslenski boltinn Fjórtán ára stúlka í langt bann fyrir að dópa Sport Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Handbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Enski boltinn Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann Sport Hannes í leyfi Körfubolti Fólk gapir vestanhafs eftir ótrúleg tilþrif Sport Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Fótbolti Fleiri fréttir Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Birkir hetjan á gamla heimavellinum Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Gísli og Birnir komnir úr fallsæti og Jón Daði í fyrsta sinn með Wrexham Sverrir fékk uppáhalds úrslit miðvarðarins AGF bar sigur úr býtum í Íslendingaslag og fór upp í annað sæti Orri kom inn á í sigri í Andalúsíu Rosengård aftur á beinu brautinni eftir misstig í síðustu umferð Elías fékk fimm mörk á sig í enn einu tapinu gegn Brøndby Olmo mættur aftur með látum Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Mourinho hjálpaði lærisveinum Damiens Duff að verða Írlandsmeistarar Sjá meira
Þýska liðið lagði grunninn að sigrinum með marki snemma og seint í fyrri hálfleiknum og eftir það var á brattann að sækja fyrir marokkóska liðið sem er að keppa á heimsmeistaramóti kvenna í fyrsta sinn. Þýsku konurnar bættu við fjórum mörkum í síðari hálfleiknum og tvö þeirra voru slysaleg sjálfsmörk. Alexandra Popp, fyrirliði þýska landsliðsins, skoraði tvö mörk í leiknum og komst þar með upp í þriðja sætið yfir markahæstu leikmenn í sögu þýska kvennalandsliðsins. Þetta voru mörk númer 63 og 64 fyrir þýska landsliðið hjá Popp. Popp byrjaði leikinn í fimmta sætinu. Nú eru það aðeins Birgit Prinz (128 mörk) og Heidi Mohr (83) sem hafa skorað fleiri mörk fyrir kvennalandsliðið og auk þess eru það aðeins Miroslav Klose (71) og Gerd Müller (68) sem hafa skorað meira fyrir karlalandsliðið. Alexandra Popp er frábær skallakona og sannaði það í þessum leik. Popp skoraði tvíveigs í fyrri hálfleiknum. Fyrst skallaði hún inn fyrirgjöf Kathrin Hendrich á 11. mínútu leiksins og svo skallaði hún aftur fyrir sig eftir hornspyrnu frá Klöru Buhl á 39. mínútu. Úrslitin réðust svo endanlega í upphafi síðari hálfleiks þegar Klara Buhl, batt enda á stórsókn og æsing fyrir framan mark Marokkó. Buhl kom boltanum í markið eftir að boltinn barst til hennar eftir frákast. Buhl átti síðan stangarskot stuttu síðar. Pressan hélt áfram og fjórða markið var mjög slysalegt sjálfsmark hjá Hanane Ait El Haj eftir fyrirgjöf og skalla samsherja á 54. mínútu. Skömmu áður hafði mark verið réttilega dæmt af Marokkó vegna rangstöðu. Annað slysalegt sjálfsmark leit síðan dagsins ljós á 79. mínútu þrátt fyrir Popp hafi gert sitt besta til að stela markinu og innsigla þrennuna. Markið skrifast á Zineb Redouani. Sjötta markið skoraði síðan varamaðurinn Lea Schuller á lokamínútu leiksins eftir frákast í teignum. Stærsti sigur HM til þessa staðreynd. Annað mark hjá Schuller stuttu síðar var dæmt af vegna rangstöðu.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Íslenski boltinn Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Íslenski boltinn Fjórtán ára stúlka í langt bann fyrir að dópa Sport Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Handbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Enski boltinn Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann Sport Hannes í leyfi Körfubolti Fólk gapir vestanhafs eftir ótrúleg tilþrif Sport Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Fótbolti Fleiri fréttir Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Birkir hetjan á gamla heimavellinum Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Gísli og Birnir komnir úr fallsæti og Jón Daði í fyrsta sinn með Wrexham Sverrir fékk uppáhalds úrslit miðvarðarins AGF bar sigur úr býtum í Íslendingaslag og fór upp í annað sæti Orri kom inn á í sigri í Andalúsíu Rosengård aftur á beinu brautinni eftir misstig í síðustu umferð Elías fékk fimm mörk á sig í enn einu tapinu gegn Brøndby Olmo mættur aftur með látum Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Mourinho hjálpaði lærisveinum Damiens Duff að verða Írlandsmeistarar Sjá meira