Fótbolti

Bor­ges frá Brasilíu með fyrstu þrennu HM í ár

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ary Borges kom, sá og skoraði þrennu.
Ary Borges kom, sá og skoraði þrennu. Sarah Reed/Getty Images

Brasilía vann þægilegan 4-0 sigur á Panama í síðasta leik dagsins á HM kvenna í knattspyrnu. Ary Borges var allt í öllu í sigri Brasilíu en hún skoraði fyrstu þrennu mótsins sem og hún lagði upp fjórða mark liðsins.

Það verður ekki sagt að síðari tveir leikir dagsins hafi verið jafnir. Fyrr í dag vann Þýskaland 6-0 sigur á Marokkó og ef Brasilía hefði haft nennu til hefði liðið án efa getað skorað fleiri mörk í leiknum sem lauk nú rétt í þessu.

Ary Borges, leikmaður Racing Louisville í MLS-deildinni í Bandaríkjunum, kom Brasilíu yfir á 19. mínútu. Hún tvöfaldaði forystuna tuttugu mínútum síðar með öðru marki sínu og þannig stóðu leikar í hálfleik.

Í upphafi síðari hálfleiks skoraði Bia Zaneratto þriðja mark Brasilíu, eftir sendingu frá Borges, og gerði þar með endanlega út um leikinn. Borges bætti svo við þriðja marki sínu og fjórða marki Brasilíu eftir sendingu frá Geyse, leikmanni Barcelona, þegar tuttugu mínútur lifðu leiks.

Skömmu síðar var Borges tekin af velli fyrir goðsögina Mörtu sem er á sínu sjötta heimsmeistaramóti.

Lokatölur leiksins 4-0 Brasilíu í vil sem þýðir að liðið er komið á topp F-riðils með þrjú stig á meðan Frakkland og Jamaíka eru bæði með eitt stig hvort. Panama rekur svo lestina án stiga þegar ein umferð er búin.


Tengdar fréttir

Lék á FIFA með sínum eigin regnboga

Nýja-Sjáland vann eftirminnilegan sigur í opnunarleik HM kvenna í fótbolta á dögunum en þær nýsjálensku fá ekki aðeins hrós fyrir frammistöðuna inn á vellinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×