Sú argentínska með Ronaldo tattúið hatar ekki Messi og biður um frið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. júlí 2023 15:01 Yamila Rodriguez á ferðinni með argentínska landsliðinu í fyrsta leik liðsins á HM í ár sem var á móti Ítalíu. Getty/Ulrik Pedersen Argentínska knattspyrnukonan Yamila Rodriguez kom sér í fréttirnar á dögunum þegar fólk áttaði sig á því að hún var með húðflúr af andliti Cristiano Ronaldo en Lionel Messi var aftur á móti hvergi sjáanlegur. Rodriguez var spurð út í ástæðuna fyrir því að hún heldur meira upp á Ronaldo en landa sinn sem er í guðatölu í heimalandinu. Hún var nefnilega líka með húðflúr af Diego Maradona. Argentina women s striker Yamila Rodriguez has been heavily abused, attacked and criticised by Messi fans only because she has a Cristiano Ronaldo tattoo.This is absolutely ridiculous and no one deserves to go through this only because they chose differently. pic.twitter.com/V0kEZ4bVu7— The CR7 Timeline. (@TimelineCR7) July 25, 2023 Rodriguez hefur greinilega mátt þola gagnrýni og óþægindi vegna umfjöllunarinnar um að hafa valið Ronaldo yfir Messi og bað um stundarfrið í færslu á samfélagsmiðlum. „Á hvaða tímapunkti sagðist ég vera á móti Messi? Hættið að segja hluti sem ég sagði ekki því sannleikurinn er sá er að ég er að upplifa slæma tíma. Þetta er ekki ykkur að kenna en gagnrýnendurnir eru miskunnarlausir. Má maður ekki eiga sitt átrúnaðargoð,“ spurði Yamila Rodriguez. they're bullying Yamila Rodriguez (Argentinian women natl team captain) for being a Ronaldo fan,jobless trolls spammed her IG comments..And the ones attacking her are probably not even Argentinian,bottom Barrel behavior. pic.twitter.com/YSdmZSsjt0— L nre (@lanrrrre) July 25, 2023 „Ég sagði aldrei að ég væri á móti Messi og myndi aldrei gera það. Messi er frábær fyrirliði landsliðsins okkar og það að ég segi að átrúnaðargoðið mitt og innblástur sé CR7 þýðir ekki að ég hati Messi. Ég er hrifnari af öðrum leikmanni sem heillaði mig. Hvað er vandamálið við það,“ spurði Rodriguez á samfélagsmiðlum. Rodriguez er 25 ára gömul en á sinni fyrstu heimsmeistarakeppni. Ronaldo og Messi eru taldir vera tveir af bestu leikmönnum sögunnar og hafa unnið saman tólf Ballons d'Or eða Gullhnetti eins og við köllum þá. Í níu ár voru Ronaldo og Messi erkifjendur á Spáni með liðum Real Madrid og Barcelona. Nú spilar Messi með Inter Miami í Bandaríkjunum en Ronaldo með í Sádí-Arabíu. Ronaldo vann Evrópumeistaratitilinn 2016 en Messi varð heimsmeistari með Argentínu í desember í fyrra. pic.twitter.com/XoCMThenrP— Yamii Rodriguez (@YamiiRoddriguez) July 25, 2023 HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Argentína Mest lesið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Íslenski boltinn Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Íslenski boltinn Fjórtán ára stúlka í langt bann fyrir að dópa Sport Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Handbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Enski boltinn Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann Sport Hannes í leyfi Körfubolti Fólk gapir vestanhafs eftir ótrúleg tilþrif Sport Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Fótbolti Fleiri fréttir Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Birkir hetjan á gamla heimavellinum Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Gísli og Birnir komnir úr fallsæti og Jón Daði í fyrsta sinn með Wrexham Sverrir fékk uppáhalds úrslit miðvarðarins AGF bar sigur úr býtum í Íslendingaslag og fór upp í annað sæti Orri kom inn á í sigri í Andalúsíu Rosengård aftur á beinu brautinni eftir misstig í síðustu umferð Elías fékk fimm mörk á sig í enn einu tapinu gegn Brøndby Olmo mættur aftur með látum Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Mourinho hjálpaði lærisveinum Damiens Duff að verða Írlandsmeistarar Sjá meira
Rodriguez var spurð út í ástæðuna fyrir því að hún heldur meira upp á Ronaldo en landa sinn sem er í guðatölu í heimalandinu. Hún var nefnilega líka með húðflúr af Diego Maradona. Argentina women s striker Yamila Rodriguez has been heavily abused, attacked and criticised by Messi fans only because she has a Cristiano Ronaldo tattoo.This is absolutely ridiculous and no one deserves to go through this only because they chose differently. pic.twitter.com/V0kEZ4bVu7— The CR7 Timeline. (@TimelineCR7) July 25, 2023 Rodriguez hefur greinilega mátt þola gagnrýni og óþægindi vegna umfjöllunarinnar um að hafa valið Ronaldo yfir Messi og bað um stundarfrið í færslu á samfélagsmiðlum. „Á hvaða tímapunkti sagðist ég vera á móti Messi? Hættið að segja hluti sem ég sagði ekki því sannleikurinn er sá er að ég er að upplifa slæma tíma. Þetta er ekki ykkur að kenna en gagnrýnendurnir eru miskunnarlausir. Má maður ekki eiga sitt átrúnaðargoð,“ spurði Yamila Rodriguez. they're bullying Yamila Rodriguez (Argentinian women natl team captain) for being a Ronaldo fan,jobless trolls spammed her IG comments..And the ones attacking her are probably not even Argentinian,bottom Barrel behavior. pic.twitter.com/YSdmZSsjt0— L nre (@lanrrrre) July 25, 2023 „Ég sagði aldrei að ég væri á móti Messi og myndi aldrei gera það. Messi er frábær fyrirliði landsliðsins okkar og það að ég segi að átrúnaðargoðið mitt og innblástur sé CR7 þýðir ekki að ég hati Messi. Ég er hrifnari af öðrum leikmanni sem heillaði mig. Hvað er vandamálið við það,“ spurði Rodriguez á samfélagsmiðlum. Rodriguez er 25 ára gömul en á sinni fyrstu heimsmeistarakeppni. Ronaldo og Messi eru taldir vera tveir af bestu leikmönnum sögunnar og hafa unnið saman tólf Ballons d'Or eða Gullhnetti eins og við köllum þá. Í níu ár voru Ronaldo og Messi erkifjendur á Spáni með liðum Real Madrid og Barcelona. Nú spilar Messi með Inter Miami í Bandaríkjunum en Ronaldo með í Sádí-Arabíu. Ronaldo vann Evrópumeistaratitilinn 2016 en Messi varð heimsmeistari með Argentínu í desember í fyrra. pic.twitter.com/XoCMThenrP— Yamii Rodriguez (@YamiiRoddriguez) July 25, 2023
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Argentína Mest lesið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Íslenski boltinn Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Íslenski boltinn Fjórtán ára stúlka í langt bann fyrir að dópa Sport Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Handbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Enski boltinn Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann Sport Hannes í leyfi Körfubolti Fólk gapir vestanhafs eftir ótrúleg tilþrif Sport Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Fótbolti Fleiri fréttir Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Birkir hetjan á gamla heimavellinum Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Gísli og Birnir komnir úr fallsæti og Jón Daði í fyrsta sinn með Wrexham Sverrir fékk uppáhalds úrslit miðvarðarins AGF bar sigur úr býtum í Íslendingaslag og fór upp í annað sæti Orri kom inn á í sigri í Andalúsíu Rosengård aftur á beinu brautinni eftir misstig í síðustu umferð Elías fékk fimm mörk á sig í enn einu tapinu gegn Brøndby Olmo mættur aftur með látum Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Mourinho hjálpaði lærisveinum Damiens Duff að verða Írlandsmeistarar Sjá meira