Fótbolti

Gríðar­legir yfir­burðir Frakkar en marka­laust jafn­tefli niður­staðan

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Hvorugu liðinu tókst að brjóta ísinn.
Hvorugu liðinu tókst að brjóta ísinn. Cameron Spencer/Getty Images

Frakkland og Jamaíka gerðu markalaust jafntefli í síðasta leik dagsins á HM kvenna í knattspyrnu sem nú fer fram í Ástralíu og Nýja-Sjálandi.

Yfirburðir Frakklands voru gríðarlegir en liðið var með xG (í. vænt mörk) upp á 1.21, var 67 prósent með boltann og átti alls 15 marktilraunir. Næst komust þær því að skora þegar boltinn endaði í þverslánni eftir skalla Kadidiatou Diani undir lok venjulegs leiktíma. Boltinn fór í slána og stöngina áður en hann skoppaði út.

Undir lok leiks varð Jamaíka fyrir miklu áfalli þegar þeirra langbesti leikmaður, Khadija Shaw – sóknarmaður Manchester City, fékk sitt annað gula spjald fyrir litlar sakir. Hún missir því af næsta leik. Jamaíka hélt þó út og náði í sitt fyrsta stig í sögu HM, lokatölur 0-0.

Bæði lið því með 1 stig en Brasilía og Panama hafa ekki enn hafið leik.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×