Fótbolti

Ein af stjörnum HM hneig niður á æfingu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Linda Caicedo skoraði eftirminnilegt mark í fyrsta leik Kólumbíu á HM.
Linda Caicedo skoraði eftirminnilegt mark í fyrsta leik Kólumbíu á HM. getty/Joe Prior

Ein af stjörnum heimsmeistaramótsins í fótbolta kvenna féll í yfirlið á æfingu.

Linda Caicedo var á skotskónum þegar Kólumbía sigraði Suður-Kóreu, 2-0, í fyrsta leik sínum á HM á þriðjudaginn.

Hin átján ára Caicedo á sér nokkuð dramatíska sögu því hún sigraðist á krabbameini í eggjastokkum sem hún greindist með þegar hún var aðeins fimmtán ára gömul.

Þátttöku Caicedo á heimsmeistaramótinu gæti þó verið lokið því hún hneig niður á æfingu kólumbíska liðsins. 

Hún var að skokka með samherjum sínum þegar hún stansaði allt í einu, hélt um brjóstið og féll til jarðar. Caicedo var meðvitundarlaus í eina og hálfa mínútu áður en hún var flutt á sjúkrahús.

Caicedo var útskrifuð af sjúkrahúsi en ekki liggur fyrir hvort hún geti tekið þátt í leik Kólumbíu gegn Þýskalandi á sunnudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×