Fótbolti

Nýja-Sjá­land þurfti að yfir­gefa hótel sitt vegna elds­voða

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Byrjunarlið Nýja-Sjálands gegn Noregi.
Byrjunarlið Nýja-Sjálands gegn Noregi. AP Photo/Andrew Cornaga

Nýsjálenska kvennalandsliðið í knattspyrnu þurfti að yfirgefa hótel sitt vegna eldsvoða í gær, laugardag. Talið er að um íkveikju sé að ræða. Ekki er vitað hvort atvikið tengist skotárás skömmu áður en HM í knattspyrnu hófst.

HM kvenna í knattspyrnu fer um þessar mundir fram í Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Skömmu fyrir mót átti sér stað skotárás í Auckland í Nýja-Sjálandi.

Ekki hefur verið staðfest hvort málin tengist. Samkvæmt AP fréttastofunni hefur lögreglan í Auckland hefur handtekið 34 ára gamlan mann vegna eldsvoðans. Hann mætir fyrir rétt á mánudag þar sem hann er kærður fyrir innbrot og eldsvoða.

Enginn virðist hafa slasast í eldsvoðanum og hrósuðu leikmenn Nýja-Sjálands öryggisvörðum liðsins sem leiddu þær örugglega út af hótelinu.

Nýja-Sjáland hóf HM með óvæntum 1-0 sigri á Noregi. Næsti leikur liðsins er gegn Filippseyjum á þriðjudaginn kemur, 25. júlí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×