Lög og regla Lögðu hald á um 600 lítra af áfengi í Hafnarfirði Lögreglan í Hafnarfirði lagði gær hald á um 500 lítra af áfengi í framleiðslu og um 100 lítra af fullframleiddu áfengi í húsleit í iðnaðarhúsnæði í bænum. Einnig var lagt hald á tæki og tól til framleiðslu áfengis. Innlent 13.10.2006 17:09 Rannsókn á orkustuldi látin niður falla Ríkissaksóknari hefur tekið ákvörðun um að ljúka máli vegna meints þjófnaðar á orkuforða á Ísafirði. Lögreglu var tilkynnt um málið þegar verið var að vinna að breytingum á götu í bænum en þar kom í ljós að tengingum í rafmagstöflu hafði verið breytt og vaknaði þá grunur um þjófnað á orkuforða. Innlent 13.10.2006 14:24 Níu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir eignaspjöll Karlmaður hefur verið dæmdur í níu mánaða fangelsi, sem er skilorðsbundið til þriggja ára, í Héraðsdómi Reykjaness fyrir eignaspjöll. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa slegið ítrekað í vélarhlíf og framrúðu leigbíls með þeim afleiðingum að vélarhlífin rispaðist og framrúðan brotnaði. Innlent 13.10.2006 13:39 83 teknir fyrir hraðakstur í borginni í gær Lögreglan í Reykjavík tók í gær 83 ökumenn fyrir hraðakstur í borginni. Lögregla var víða við hraðamælingar og nýtti meðal annars myndavélabíl sinn óspart eftir því sem fram kemur á vef hennar. Innlent 12.10.2006 13:49 Fimm ára fangelsi fyrir hrottafengið ofbeldi og nauðganir Karlmaður á sextugsaldri, Jón Pétursson, var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir að hafa ítrekað nauðgað fyrrverandi unnustu sinni og svipt hana frelsi og fyrir að hafa ráðist á aðra fyrrverandi sambýliskonu sína með ofbeldi í þrígang. Innlent 11.10.2006 17:39 Sakfelldur fyrir tilraun til ólöglegra fuglaveiða Héraðsdómur Austurlands svipti í dag karlmann skotvopna- og veiðileyfi í eitt ár og sektaði hann um 70 þúsund krónur fyrir tilraun til ólöglegra fuglaveiða með því að hafa ekið bíl utan vega og merktra slóða til þess að komast nær veiðislóð. Annar maður sem var með honum í för var hins vegar sýknaður af sömu ákæruatriðum. Innlent 11.10.2006 15:46 Sektaður fyrir að hafa auglýst bjór Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag framkvæmdastjóra Rolf Johansen og Co. til greiðslu sex hundruð þúsund króna fyrir hafa brotið áfengislög með því að birta auglýsingar á áfengum bjór í bæði tímariti og dagblaði á síðasta ári. Innlent 11.10.2006 13:36 Alvarlega slasaður eftir árekstur á Kringlumýrarbraut Ökumaður fólksbifreiðar er alvarlega slasaður eftir bílslys á Kringlumýrarbraut í kvöld. Hann er fótbrotinn á báðum fótum en er ekki talinn í lífshættu. Innlent 7.10.2006 21:08 Kringlumýrarbraut lokuð vegna slyss Vegna alvarlegs umferðarslyss hefur lögregla lokað Kringlumýrarbraut til suðurs rétt sunnan við Bústaðabrú. Um bílveltu er að ræða eftir árekstur við annan bíl og er tækjabíll með klippur á vettvangi. Lokun er við gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar til suðurs. Umferð sem kemst inn á brautina er vísað upp á Bústaðaveg eða inna á Hamrahlíð. Búast má við að brautin verði lokuð til kl. 20:30 í minnsta lagi. Lögrgela getur ekki gefið frekari upplýsingar að svo stöddu. Innlent 7.10.2006 19:33 Hlaut áverka á andliti og höfði eftir árás Ráðist var á karlmann á fertugsaldri á veitingastað í miðborg Reykjavíkur í nótt. Karlmaðurinn hlaut talsverða ákverka bæði á andliti og höfði. Tveir menn á þrítugsaldri réðust á manninn á fimmta tímanum í nótt og lömdu bæði og spörkuðu í hann. Innlent 7.10.2006 09:25 Tólf stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í kringum Hvolsvöll Lögreglan á Hvolsvelli hefur haft í nógu að snúast það sem af er degi við að stöðva ökumenn sem hafa keyrt of hratt. Frá klukkan níu í morgun til fjögur í dag voru tólf ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur á Suðurlandsvegi. Innlent 1.10.2006 18:34 65 sinnum stungið af eftir ákeyrslu í september Sextíu og fimm sinnum hafa menn ekið á mannlausa kyrrstæða bíla í september og farið af vettvangi án þess að láta vita. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu í dag. Þetta þýða að jafnaði tvö tilvik á dag. Innlent 1.10.2006 16:27 Aldraður maður lést eftir að hafa fallið af hestbaki Bóndi á níræðisaldri lést eftir að hann datt af hestbaki við smalamennsku ofarlega í Laxárdal í Dalasýslu í gærdag. Svo virðist sem hestur hans hafi hnotið um þúfu með þeim afleiðingum að maðurinn féll af baki. Innlent 1.10.2006 12:33 Talverður erill hjá lögreglunni í Keflavík í nótt Talsverður erill var hjá lögreglunni í Keflavík á næturvaktinni vegna ölvunar, slagsmála og hávaðaútkalla. Tvær minniháttar líkamsárásir voru tilkynntar, önnur á skemmtistaðnum H-punktinum og hin á Njarðabraut í Njarðvík. Innlent 1.10.2006 10:20 Á 137 kílómetra hraða á Sæbraut Lögregla í Reykjavík tók í nótt sex ökumenn grunaða um ölvun við akstur, þar af einn sem ók fram hjá lokunum lögreglu meðan verið var að vinna á vettvangi við banaslys á Miklubraut. Þá voru fimm teknir fyrir of hraðan akstur, einn á 139 kílómetra hraða á Kringlumýrarbraut þar sem hámarkshraði er 80 og annar á Sæbraut við Kleppsveg á 137 km hraða þar sem hámarkshraði var 60. Innlent 1.10.2006 09:58 Banaslys á Miklubraut í nótt Banaslys varð á Miklubraut um klukkan hálffjögur í nótt þegar ekið var á konu á sextugsaldri. Atvikið var með þeim hætti að bifreið var ekið austur Miklubraut að Háaleitisbraut og var konan á gangi á afrein sem liggur af Miklubraut inn á Háaleitisbraut til suðurs. Innlent 1.10.2006 09:52 Fara með Stafafellsdóm til Strassborgar Landeigendur í Stafafelli í Lóni hafa ákveðið að reyna að fara með nýlegan dóm Hæstaréttar fyrir Mannréttindadómstólinn í Strassborg. Hæstiréttur sneri við dómi héraðsdóms sem úrskurðaði að virða ætti þinglýst landamerki sunnan og norðan Jökulsár í Lóni frá árinu 1914. Innlent 30.9.2006 18:44 Velti tengivagni með bílhræjum á Dynjandisheiði Bílhræ liggja nú á víð og dreif á kafla á Dynjandisheiði á Vestfjörðum eftir að tengivagn flutningabíls valt þar í dag. Flutningabíllinn var á leið upp á heiðina þegar vagninn valt í beygju með þeim afleiðingum að samanpressuð bílhræ á vagninum flugu út í móa. Innlent 30.9.2006 16:22 Lærbrotnaði þegar hann klemmdist á milli tveggja bifreiða Sjö ára gamall drengur lærbrotnaði í dag að hann klemmdist á milli tveggja bifreiða. Atvikið var með þeim hætti að móðir hans hafði brugðið sér inn í hús og skilið hann og systur hans eftir í bíl sínum. Annað þeirra náði að losa bifreiðina úr gír og setja í hlutlausan og við það rann bifreiðin af stað. Innlent 30.9.2006 15:36 Þrír teknir fyrir ölvunarakstur á Akranesi Þrír voru teknir grunaðir um ölvunarakstur innanbæjar á Akranesi í nótt. Að sögn lögreglu á staðnum er það óvenjumikill fjöldi í bænum á ekki lengri tíma. Einn þeirra sem tekinn var er jafnframt grunaður um að hafa brotið rúðu í bíl og stolið þaðan hlutum en hann var handtekinn upp úr klukkan eitt í nótt. Innlent 30.9.2006 10:41 Handteknir fyrir rúðubrot og fyrir að veitast að lögreglu Tveir menn gista nú fangageymslur lögreglunnar í Keflavík eftir ölvun og ofstopa í samskiptum við lögreglu. Lögregla var kvödd að húsnæði Tryggingamiðstöðvarinnar við Hafnargötu í nótt eftir að annar þeirra hafði brotið rúðu þar. Innlent 30.9.2006 10:34 Fáklædd í vesturbænum Lögreglan í Reykjavík þurfti að hafa afskipti af nokkrum fáklæddum einstaklingum í vesturbænum í nótt. Hún hafði fyrst afskipti af 16 ára pitli þar sem hann hljóp um á nærbuxunum einum fata og var honum gert að klæða sig og tal haft af foreldrum hans. Innlent 30.9.2006 10:03 Sérsveit Ríkislögreglustjóra kölluð út á Akureyri Sérsveit Ríkislögreglustjóra var kölluð út á Akureyri um fimmleytið í nótt vegna manns í heimahúsi í miðbænum sem hugðist taka sitt eigið líf með skotvopni. Lögregla fékk tilkynningu um málið um hálffimm og var þá allt tiltækt lið sent á vettvang og svæðið í kringum húsið lokað af, eins og alltaf er gert í tilvikum sem þessum. Innlent 30.9.2006 09:54 Festist í lyftu vegna hunda Lögreglan í Reykjavík sinnir ólíklegustu verkefnum, bæði stórum sem smáum, eftir því sem segir á vef hennar. Það sannaðist um kaffileytið í gær. Þá sat liðlega fertugur karlmaður fastur í lyftu í ónefndu fjölbýlishúsi. Hann hafði verið á ferð með tvo hunda og báru þeir ábyrgð á ástandinu. Innlent 28.9.2006 16:27 Á slysadeild eftir árekstur við kyrrstæðan bíl Þrjár fimmtán ára stúlkur þurftu að leita á slysadeild eftir að bíl, sem þær voru farþegar í, var bakkað á kyrrstæðan bíl. Við stýrið var 17 ára drengur og var áreksturinn svo harður að fjarlægja varð kyrrstæða bílinn af vettvangi vegna skemmda. Innlent 28.9.2006 15:14 Þriggja mánaða fangelsi fyrir hótanir í garð fyrrverandi sambýliskonu Tæplega fertugur karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir alvarlegar hótanir í garð fyrrverandi sambýliskonu sinnar fyrr á þessu ári. Innlent 28.9.2006 14:19 Máli dagföður vísað frá Mannréttindadómstól Mannréttindadómstóllinn í Strassborg hefur vísað frá máli íslensks dagföður sem dæmdur var fyrir hrista níu mánaða gamlan dreng með þeim afleiðingum að hann lést. Innlent 27.9.2006 17:28 Drýgði metamfetamín með mjólkursykri og seldi Karlmaður hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir vörslu á metamfetamíni sem ætlað var til sölu og dreifingar og fyrir að hafa í nokkrum tilvikum selt samtals 100 grömm af metamfetamíni fyrir 500.000 krónur. Innlent 27.9.2006 17:05 Skráningarnúmer klippt af ógrynni ökutækja Skráningarnúmer voru klippt af tíu ökutækjum í borginni í gær sökum þess að eigendur þeirra höfðu ekki staðið skil á vátryggingu. Fram kemur á vef lögreglunna að á síðustu vikum og mánuðum hafi lögreglan klippt skrásetningarnúmer af ógrynni ökutækja og er það ýmist vegna þess að þau eru óskoðuð eða ótryggð. Innlent 27.9.2006 12:27 Sekt og svipting skotvopnaleyfis fyrir veiðilagabrot Karlmaður var í Héraðsdómi Austurlands í dag dæmdur til að greiða 70 þúsund króna sekt og var sviptur skotvopnaleyfi í eitt ár vegna ólöglegra veiða. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa brotið veiðilög með því að hafa skotið sex grágæsir og eina heiðagæsir innan sveitarfélagsins Hornafjarðar þrátt fyrir að fuglarnir væru friðaðir. Innlent 26.9.2006 17:12 « ‹ 5 6 7 8 9 10 11 12 13 … 120 ›
Lögðu hald á um 600 lítra af áfengi í Hafnarfirði Lögreglan í Hafnarfirði lagði gær hald á um 500 lítra af áfengi í framleiðslu og um 100 lítra af fullframleiddu áfengi í húsleit í iðnaðarhúsnæði í bænum. Einnig var lagt hald á tæki og tól til framleiðslu áfengis. Innlent 13.10.2006 17:09
Rannsókn á orkustuldi látin niður falla Ríkissaksóknari hefur tekið ákvörðun um að ljúka máli vegna meints þjófnaðar á orkuforða á Ísafirði. Lögreglu var tilkynnt um málið þegar verið var að vinna að breytingum á götu í bænum en þar kom í ljós að tengingum í rafmagstöflu hafði verið breytt og vaknaði þá grunur um þjófnað á orkuforða. Innlent 13.10.2006 14:24
Níu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir eignaspjöll Karlmaður hefur verið dæmdur í níu mánaða fangelsi, sem er skilorðsbundið til þriggja ára, í Héraðsdómi Reykjaness fyrir eignaspjöll. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa slegið ítrekað í vélarhlíf og framrúðu leigbíls með þeim afleiðingum að vélarhlífin rispaðist og framrúðan brotnaði. Innlent 13.10.2006 13:39
83 teknir fyrir hraðakstur í borginni í gær Lögreglan í Reykjavík tók í gær 83 ökumenn fyrir hraðakstur í borginni. Lögregla var víða við hraðamælingar og nýtti meðal annars myndavélabíl sinn óspart eftir því sem fram kemur á vef hennar. Innlent 12.10.2006 13:49
Fimm ára fangelsi fyrir hrottafengið ofbeldi og nauðganir Karlmaður á sextugsaldri, Jón Pétursson, var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir að hafa ítrekað nauðgað fyrrverandi unnustu sinni og svipt hana frelsi og fyrir að hafa ráðist á aðra fyrrverandi sambýliskonu sína með ofbeldi í þrígang. Innlent 11.10.2006 17:39
Sakfelldur fyrir tilraun til ólöglegra fuglaveiða Héraðsdómur Austurlands svipti í dag karlmann skotvopna- og veiðileyfi í eitt ár og sektaði hann um 70 þúsund krónur fyrir tilraun til ólöglegra fuglaveiða með því að hafa ekið bíl utan vega og merktra slóða til þess að komast nær veiðislóð. Annar maður sem var með honum í för var hins vegar sýknaður af sömu ákæruatriðum. Innlent 11.10.2006 15:46
Sektaður fyrir að hafa auglýst bjór Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag framkvæmdastjóra Rolf Johansen og Co. til greiðslu sex hundruð þúsund króna fyrir hafa brotið áfengislög með því að birta auglýsingar á áfengum bjór í bæði tímariti og dagblaði á síðasta ári. Innlent 11.10.2006 13:36
Alvarlega slasaður eftir árekstur á Kringlumýrarbraut Ökumaður fólksbifreiðar er alvarlega slasaður eftir bílslys á Kringlumýrarbraut í kvöld. Hann er fótbrotinn á báðum fótum en er ekki talinn í lífshættu. Innlent 7.10.2006 21:08
Kringlumýrarbraut lokuð vegna slyss Vegna alvarlegs umferðarslyss hefur lögregla lokað Kringlumýrarbraut til suðurs rétt sunnan við Bústaðabrú. Um bílveltu er að ræða eftir árekstur við annan bíl og er tækjabíll með klippur á vettvangi. Lokun er við gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar til suðurs. Umferð sem kemst inn á brautina er vísað upp á Bústaðaveg eða inna á Hamrahlíð. Búast má við að brautin verði lokuð til kl. 20:30 í minnsta lagi. Lögrgela getur ekki gefið frekari upplýsingar að svo stöddu. Innlent 7.10.2006 19:33
Hlaut áverka á andliti og höfði eftir árás Ráðist var á karlmann á fertugsaldri á veitingastað í miðborg Reykjavíkur í nótt. Karlmaðurinn hlaut talsverða ákverka bæði á andliti og höfði. Tveir menn á þrítugsaldri réðust á manninn á fimmta tímanum í nótt og lömdu bæði og spörkuðu í hann. Innlent 7.10.2006 09:25
Tólf stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í kringum Hvolsvöll Lögreglan á Hvolsvelli hefur haft í nógu að snúast það sem af er degi við að stöðva ökumenn sem hafa keyrt of hratt. Frá klukkan níu í morgun til fjögur í dag voru tólf ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur á Suðurlandsvegi. Innlent 1.10.2006 18:34
65 sinnum stungið af eftir ákeyrslu í september Sextíu og fimm sinnum hafa menn ekið á mannlausa kyrrstæða bíla í september og farið af vettvangi án þess að láta vita. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu í dag. Þetta þýða að jafnaði tvö tilvik á dag. Innlent 1.10.2006 16:27
Aldraður maður lést eftir að hafa fallið af hestbaki Bóndi á níræðisaldri lést eftir að hann datt af hestbaki við smalamennsku ofarlega í Laxárdal í Dalasýslu í gærdag. Svo virðist sem hestur hans hafi hnotið um þúfu með þeim afleiðingum að maðurinn féll af baki. Innlent 1.10.2006 12:33
Talverður erill hjá lögreglunni í Keflavík í nótt Talsverður erill var hjá lögreglunni í Keflavík á næturvaktinni vegna ölvunar, slagsmála og hávaðaútkalla. Tvær minniháttar líkamsárásir voru tilkynntar, önnur á skemmtistaðnum H-punktinum og hin á Njarðabraut í Njarðvík. Innlent 1.10.2006 10:20
Á 137 kílómetra hraða á Sæbraut Lögregla í Reykjavík tók í nótt sex ökumenn grunaða um ölvun við akstur, þar af einn sem ók fram hjá lokunum lögreglu meðan verið var að vinna á vettvangi við banaslys á Miklubraut. Þá voru fimm teknir fyrir of hraðan akstur, einn á 139 kílómetra hraða á Kringlumýrarbraut þar sem hámarkshraði er 80 og annar á Sæbraut við Kleppsveg á 137 km hraða þar sem hámarkshraði var 60. Innlent 1.10.2006 09:58
Banaslys á Miklubraut í nótt Banaslys varð á Miklubraut um klukkan hálffjögur í nótt þegar ekið var á konu á sextugsaldri. Atvikið var með þeim hætti að bifreið var ekið austur Miklubraut að Háaleitisbraut og var konan á gangi á afrein sem liggur af Miklubraut inn á Háaleitisbraut til suðurs. Innlent 1.10.2006 09:52
Fara með Stafafellsdóm til Strassborgar Landeigendur í Stafafelli í Lóni hafa ákveðið að reyna að fara með nýlegan dóm Hæstaréttar fyrir Mannréttindadómstólinn í Strassborg. Hæstiréttur sneri við dómi héraðsdóms sem úrskurðaði að virða ætti þinglýst landamerki sunnan og norðan Jökulsár í Lóni frá árinu 1914. Innlent 30.9.2006 18:44
Velti tengivagni með bílhræjum á Dynjandisheiði Bílhræ liggja nú á víð og dreif á kafla á Dynjandisheiði á Vestfjörðum eftir að tengivagn flutningabíls valt þar í dag. Flutningabíllinn var á leið upp á heiðina þegar vagninn valt í beygju með þeim afleiðingum að samanpressuð bílhræ á vagninum flugu út í móa. Innlent 30.9.2006 16:22
Lærbrotnaði þegar hann klemmdist á milli tveggja bifreiða Sjö ára gamall drengur lærbrotnaði í dag að hann klemmdist á milli tveggja bifreiða. Atvikið var með þeim hætti að móðir hans hafði brugðið sér inn í hús og skilið hann og systur hans eftir í bíl sínum. Annað þeirra náði að losa bifreiðina úr gír og setja í hlutlausan og við það rann bifreiðin af stað. Innlent 30.9.2006 15:36
Þrír teknir fyrir ölvunarakstur á Akranesi Þrír voru teknir grunaðir um ölvunarakstur innanbæjar á Akranesi í nótt. Að sögn lögreglu á staðnum er það óvenjumikill fjöldi í bænum á ekki lengri tíma. Einn þeirra sem tekinn var er jafnframt grunaður um að hafa brotið rúðu í bíl og stolið þaðan hlutum en hann var handtekinn upp úr klukkan eitt í nótt. Innlent 30.9.2006 10:41
Handteknir fyrir rúðubrot og fyrir að veitast að lögreglu Tveir menn gista nú fangageymslur lögreglunnar í Keflavík eftir ölvun og ofstopa í samskiptum við lögreglu. Lögregla var kvödd að húsnæði Tryggingamiðstöðvarinnar við Hafnargötu í nótt eftir að annar þeirra hafði brotið rúðu þar. Innlent 30.9.2006 10:34
Fáklædd í vesturbænum Lögreglan í Reykjavík þurfti að hafa afskipti af nokkrum fáklæddum einstaklingum í vesturbænum í nótt. Hún hafði fyrst afskipti af 16 ára pitli þar sem hann hljóp um á nærbuxunum einum fata og var honum gert að klæða sig og tal haft af foreldrum hans. Innlent 30.9.2006 10:03
Sérsveit Ríkislögreglustjóra kölluð út á Akureyri Sérsveit Ríkislögreglustjóra var kölluð út á Akureyri um fimmleytið í nótt vegna manns í heimahúsi í miðbænum sem hugðist taka sitt eigið líf með skotvopni. Lögregla fékk tilkynningu um málið um hálffimm og var þá allt tiltækt lið sent á vettvang og svæðið í kringum húsið lokað af, eins og alltaf er gert í tilvikum sem þessum. Innlent 30.9.2006 09:54
Festist í lyftu vegna hunda Lögreglan í Reykjavík sinnir ólíklegustu verkefnum, bæði stórum sem smáum, eftir því sem segir á vef hennar. Það sannaðist um kaffileytið í gær. Þá sat liðlega fertugur karlmaður fastur í lyftu í ónefndu fjölbýlishúsi. Hann hafði verið á ferð með tvo hunda og báru þeir ábyrgð á ástandinu. Innlent 28.9.2006 16:27
Á slysadeild eftir árekstur við kyrrstæðan bíl Þrjár fimmtán ára stúlkur þurftu að leita á slysadeild eftir að bíl, sem þær voru farþegar í, var bakkað á kyrrstæðan bíl. Við stýrið var 17 ára drengur og var áreksturinn svo harður að fjarlægja varð kyrrstæða bílinn af vettvangi vegna skemmda. Innlent 28.9.2006 15:14
Þriggja mánaða fangelsi fyrir hótanir í garð fyrrverandi sambýliskonu Tæplega fertugur karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir alvarlegar hótanir í garð fyrrverandi sambýliskonu sinnar fyrr á þessu ári. Innlent 28.9.2006 14:19
Máli dagföður vísað frá Mannréttindadómstól Mannréttindadómstóllinn í Strassborg hefur vísað frá máli íslensks dagföður sem dæmdur var fyrir hrista níu mánaða gamlan dreng með þeim afleiðingum að hann lést. Innlent 27.9.2006 17:28
Drýgði metamfetamín með mjólkursykri og seldi Karlmaður hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir vörslu á metamfetamíni sem ætlað var til sölu og dreifingar og fyrir að hafa í nokkrum tilvikum selt samtals 100 grömm af metamfetamíni fyrir 500.000 krónur. Innlent 27.9.2006 17:05
Skráningarnúmer klippt af ógrynni ökutækja Skráningarnúmer voru klippt af tíu ökutækjum í borginni í gær sökum þess að eigendur þeirra höfðu ekki staðið skil á vátryggingu. Fram kemur á vef lögreglunna að á síðustu vikum og mánuðum hafi lögreglan klippt skrásetningarnúmer af ógrynni ökutækja og er það ýmist vegna þess að þau eru óskoðuð eða ótryggð. Innlent 27.9.2006 12:27
Sekt og svipting skotvopnaleyfis fyrir veiðilagabrot Karlmaður var í Héraðsdómi Austurlands í dag dæmdur til að greiða 70 þúsund króna sekt og var sviptur skotvopnaleyfi í eitt ár vegna ólöglegra veiða. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa brotið veiðilög með því að hafa skotið sex grágæsir og eina heiðagæsir innan sveitarfélagsins Hornafjarðar þrátt fyrir að fuglarnir væru friðaðir. Innlent 26.9.2006 17:12
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent