Innlent

Sektaður fyrir að hafa auglýst bjór

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag framkvæmdastjóra Rolf Johansen og Co. til greiðslu sex hundruð þúsund króna fyrir hafa brotið áfengislög með því að birta auglýsingar á áfengum bjór í bæði tímariti og dagblaði á síðasta ári.

Alls var hann ákærður fyrir fimm auglýsingar, fjórar sem birtust í Fréttablaðinu og eina í Gestgjafanum, en það var Lýðheilsustöð sem fór þess á leit við lögregluna að hún rannsakaði málið. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að um fimm brot var að ræða sem framin voru í ávinningsskyni og vörðuðu mikilvæga hagsmuni en þar sem ákærði hafði ekki áður gerst sekur um refsivert athæfi þótt 600 þúsund króna sekt hæfileg refsing.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×