Viðskipti

Fréttamynd

Century Aluminum skellur til jarðar

Gengi hlutabréfa í Century Aluminum, móðurfélagi álversins á Grundartanga, féll um 7,65 prósent í Kauphöll Íslands í dag. Þetta er jafnframt mesta fallið. Á eftir fylgdi Teymi, sem féll um 3,5 prósent. Gengi Bakkavarar og Atorku féll sömuleiðis um rúm tvö prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Rauður litur ráðandi í Kauphöllinni

Gengi Century Aluminum, móðurfélags álversins á Grundartanga, féll um 4,76 prósent í upphafi viðskiptadagsins í Kauphöllinni í dag. Gengi bréfa í Landsbankanum lækkaði um 1,3 prósent og í Spron um 1,2 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Teymi hækkaði mest í dag

Gengi hlutabréfa í Teymi og Spron hækkaði mest allra fyrirtækja í Kauphöll Íslands í dag, eða um 4,7 prósent. Á eftir fylgdi gengi bréfa í Existu, sem fór upp um 3,16 prósent auk Glitnis og færeyska olíuleitarfélagsins Atlantic Petroleum, sem bæði hækkuðu um tæpt prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Flestir hækka í byrjun dags

Gengi hlutabréfa í Existu hefur hækkað næstmest í dag, eða um 3,45 prósent. Á eftir fylgir Bakkavör, sem hefur hækkað um 1,78 prósent. Þá hefur gengi bréfa í Glitni hækkað um 1,34 prósent og í Landabankanum um 1,09 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Óveður í aðsigi í breski smásöluverslun

Gengi bréfa í bresku verslanakeðjunni Marks & Spencer hrundi um rúm tuttugu prósent í bresku kauphöllinni í dag eftir sir Stuart Rose, forstjóri verslunarinnar, lýsti því yfir að óveður væri í aðsigi í breska smásölugeiranum. Muni það koma harkalega niður á afkomu verslana.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Hlutabréf féllu í Evrópu

Gengi hlutabréfa féll almennt á evrópskum mörkuðum á þessum fyrsta viðskiptadegi fjórðungsins sem jafnframt markar seinni hluta ársins. Lækkun er sömuleiðis á bandarískum hlutabréfamörkuðum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Hlutabréf tóku dýfu á nýjum fjórðungi

Það er ekki hægt að segja annað en að þriðji ársfjórðungur hafi byrjað með skelli í Kauphöll Íslands í dag. Gengi hlutabréfa í Century Aluminum, móðurfélagi álversins á Grundartanga, féll um 7,7 prósent og Existu um 7,45 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bandaríkjadalur að snúa við

Gengi bandaríkjadals gagnvart öðrum gjaldmiðlum er að nálgast lægsta gildi og mun hækka fljótlega á ný. Þetta sagði David Darst, forstöðumaður hjá bandaríska fjárfestingabankanum Morgan Stanley á viðskiptafréttastöðinni CNBC í dag.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Færeyingar rísa og falla

Gengi hlutabréfa í Færeyjabanka hækkaði um 3,85 prósent í Kauphöll Íslands í dag en það er jafnframt mesta hækkunin. Á sama tíma féll gengi bréfa í Eik banka um 6,93 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Evran komin undir 130 krónurnar

Gengi krónunnar hefur styrkst um 0,97 prósent í upphafi dags á gjaldeyrismarkaði og stendur vísitala hennar í 166,2 stigum. Gengið hefur veikst um fjörutíu prósent frá áramótum. Þar af um tíu prósent frá mánaðamótum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

DeCode fellur eftir flug

Gengi hlutabréfa í DeCode, móðurfélagi Íslenskrar erfðagreiningar, féll um rúm 5,3 prósent og fór í 0,89 dali á hlut á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag. Gengi hlutabréfa lækkaði almennt í verði. Svartsýni í skugga hás olíuverðs setti mark sitt á daginn á bandarískum hlutabréfamarkaði.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Krónan styrktist í enda dags

Gengi krónunnar styrktist um 0,16 prósent síðla dags og stendur vísitalan í 167,8 stigum. Vísitalan fór yfir 170 stiga múrinn í gær og hafði hún aldrei verið lægri.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Icelandair enn á flugi

Gengi hlutabréfa í Icelandair hélt áfram langfluginu í dag. Það hækkaði um 1,61 prósent og endaði í 15,75 krónum á hlut. Einungis Kaupþing hækkaði á sama tíma um 0,0,38 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Enn flýgur Icelandair

Gengi hlutabréfa í Icelandair hefur hækkað umm 1,29 prósent frá því viðskipti hófust á hlutabréfamarkaði í Kauphöll Íslands í dag. Þetta er jafnframt eina félagið sem hefur hækkað í dag.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Krónan fellur um þrjú prósent

Gengi krónunnar féll um þrjú prósent í dag. Það féll um 4,4 prósent þegar verst lét og fór gengisvísitalan yfir 170 stig. Gengið hefur aldrei verið lægra, eða síðan það var sett á flot fyrir sjö árum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Century Aluminum hækkaði mest í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa í Century Aluminum, móðurfélagi álversins á Grundartanga, hækkaði um rúm fimm prósent í Kauphöll Íslands í dag. Bréf í Icelandair hækkaði um 1,64 prósent og Atlantic Petroleum um 1,54 prósent. Gengi bréfa í Eimskipafélaginu, Kaupþingi, Straumi, Færeyjabanka og Bakkavör hækkaði um tæpt prósent.

Viðskipti innlent