Viðskipti innlent

Flestir hækka í byrjun dags

Lýður og Ágúst Guðmundssynir, stærstu hluthafarnir í Existu, rýna í bækur sínar.
Lýður og Ágúst Guðmundssynir, stærstu hluthafarnir í Existu, rýna í bækur sínar. Mynd/GVA

Gengi hlutabréfa í Existu hefur hækkað næstmest í dag, eða um 3,45 prósent. Á eftir fylgir Bakkavör, sem hefur hækkað um 1,78 prósent. Þá hefur gengi bréfa í Glitni hækkað um 1,34 prósent og í Landabankanum um 1,09 prósent.

Á eftir fylgja Kaupþing, Alfesca, Teymi, Atorka og Straumur en gengi þeirra allra hefur hækkað um tæpt prósent.

Ekkert félag hefur lækkað á sama tíma.

Samkvæmt kauptilboði Kaupþings í SPRON sem lagt var fram í gær verður greitt með bréfum í Kaupþingi og Existu. Gengi Existu endaði undir sjö krónum á hlut í gær og hafði aldrei verið lægra. Sömu sögu var að segja um Spron, sem fór í 3,12 krónur á hlut í gær.

Úrvalsvísitalan hefur samkvæmt þessu hækkað um 0,97 prósent og stendur vísitalan í 4.335 stigum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×