Viðskipti innlent

Krónan fellur um þrjú prósent

Evrur hafa aldrei verið dýrari í krónum talið en í dag.
Evrur hafa aldrei verið dýrari í krónum talið en í dag.

Gengi krónunnar féll um þrjú prósent í dag. Það féll um 4,4 prósent þegar verst lét og fór gengisvísitalan yfir 170 stig. Gengið hefur aldrei verið lægra, eða síðan það var sett á flot fyrir sjö árum.

Helstu ástæðurnar fyrir fallinu eru sem fyrr áhættufælni fjárfesta, háir stýrivextir og lítið aðgengi að erlendum gjaldeyri.

Þá hækkaði skuldatryggingarálag bankanna og ríkisins á föstudag. Tölur lágu ekki fyrir um þróunina í dag.

Gengisvísitalan stóð í 168,16 stigum í lok dags.

Bandaríkjadalur kostar nú 84,2 krónur, breskt pund 165 krónur og ein dönsk króna 17,5 krónur. Evran kostar þessu samkvæmt 130,6 krónur. Hún fór yfir 131 krónu í dag og hefur aldrei verið dýrari.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×