DeCode fellur eftir flug 24. júní 2008 21:13 Kári Stefánsson, forstjóri DeCode. Gengi hlutabréfa í DeCode, móðurfélagi Íslenskrar erfðagreiningar, féll um rúm 5,3 prósent og fór í 0,89 dali á hlut á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag. Bréfin hækkuðu um tólf prósent í gær. Gengi hlutabréfa lækkaði almennt í verði. Svartsýni í skugga hás olíuverðs setti mark sitt á daginn á bandarískum hlutabréfamarkaði.Líkt og greiningardeild Kaupþings benti á í dag var svartsýni neytenda vestanhafs í raun meiri en reiknað hafði verið með. Væntingarnar eru nú í algjöru lágmarki vegna aðstæðna í efnahagslífinu.Væntingarvísitalan mældist 50,4 stig en reiknað hafði verið með að hún færi í 56,5 stig.Miklu munar um að bandarísk stórfyrirtæki segja nú að aðstæður í efnahagslífinu, ekki síst verðlagning á hráolíu og lágt gengi bandaríkjadals gagnvart helstu gjaldmiðlum, muni setja strik í afkomutölur fyrirtækjanna. Verðið hækkaði frekar í dag og fór í rúma 137 dali á tunnu.Stýrivaxtadagur er vestanhafs á morgun og reikna flestir fjármálasérfræðingar með því að bandaríski seðlabankinn muni halda vöxtum óbreyttum í tveimur prósentum. Almennt var talið áður að vextirnir gætu farið allt niður í eitt prósent. Sú ályktun var fyrir bí fyrir nokkru enda taldar líkur á að bankinn þoki vöxtunum upp á við með haustinu.Dow Jones hlutabréfavísitalan lækkaði um 0,29 prósent og Nasdaq-vísitalan lækkaði um 0,73 prósent. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Gengi hlutabréfa í DeCode, móðurfélagi Íslenskrar erfðagreiningar, féll um rúm 5,3 prósent og fór í 0,89 dali á hlut á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag. Bréfin hækkuðu um tólf prósent í gær. Gengi hlutabréfa lækkaði almennt í verði. Svartsýni í skugga hás olíuverðs setti mark sitt á daginn á bandarískum hlutabréfamarkaði.Líkt og greiningardeild Kaupþings benti á í dag var svartsýni neytenda vestanhafs í raun meiri en reiknað hafði verið með. Væntingarnar eru nú í algjöru lágmarki vegna aðstæðna í efnahagslífinu.Væntingarvísitalan mældist 50,4 stig en reiknað hafði verið með að hún færi í 56,5 stig.Miklu munar um að bandarísk stórfyrirtæki segja nú að aðstæður í efnahagslífinu, ekki síst verðlagning á hráolíu og lágt gengi bandaríkjadals gagnvart helstu gjaldmiðlum, muni setja strik í afkomutölur fyrirtækjanna. Verðið hækkaði frekar í dag og fór í rúma 137 dali á tunnu.Stýrivaxtadagur er vestanhafs á morgun og reikna flestir fjármálasérfræðingar með því að bandaríski seðlabankinn muni halda vöxtum óbreyttum í tveimur prósentum. Almennt var talið áður að vextirnir gætu farið allt niður í eitt prósent. Sú ályktun var fyrir bí fyrir nokkru enda taldar líkur á að bankinn þoki vöxtunum upp á við með haustinu.Dow Jones hlutabréfavísitalan lækkaði um 0,29 prósent og Nasdaq-vísitalan lækkaði um 0,73 prósent.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira