Northvolt í þrot Atli Ísleifsson skrifar 12. mars 2025 08:12 Um fimm þúsund starfsmenn Northvolt missa vinnuna, flestir í Skellefteå. Vísir/NTB Sænski rafhlöðuframleiðandinn Northvolt hefur lýst yfir gjaldþroti. Starfsfólki var tilkynnt um þetta í morgun. Miklar vonir voru á sínum tíma gerðar til félagsins þegar kom að orkuskiptum, en vegna mikilla fjárhagsvandræða hefur gjaldþrot verið yfirvofandi síðustu misserin. Sænska ríkisútvarpið greinir frá því að stjórn félagsins hafi skilað inn gögnum til héraðsdóms í Stokkhólmi um gjaldþrot félagsins í Svíþjóð. Ákvörðunin var tekin á aukastjórnarfundi í gærkvöldi. „Þetta er ótrúlega erfiður dagur fyrir alla í Northvolt,“ segir Tom Johnstone, bráðabirgðaforstjóri félagsins við SVT. Um fimm þúsund manns starfa hjá Northvolt í Svíþjóð, flestir í Skellefteå í Norður-Svíþjóð, en einnig í Västerås og Stokkhólmi. Í yfirlýsingu segir að félagið hafi velt öllum steinum – sótt um greiðsluskjól, reynt að endurfjármagna og semja við lánardrottna – en að niðurstaðan sé að félagið geti ekki starfað lengur í núverandi mynd. Gjaldþrotið nær til Northvolt AB, Northvolt Ett AB, Northvolt Labs AB, Northvolt Revolt AB og Northvolt Systems AB, en ekki Northvolt Germany og Northvolt North America. Reksturinn hefur gengið erfiðlega þar sem ekki hefur tekist að koma framleiðslunni á rafhlöðunum almennilega á skrið. Vonast var til að rafhlöður Northvolt gæti hafið almennilega innreið á evrópskum rafbílamarkaði og þannig dregið úr innflutningi á rafhlöðum frá Kína. Hafði félagið sótt margra milljarða dala í fjármögnun frá félögum á borð við Goldman Sachs, Siemens og Volkswagen. Northvolt hafði verið í greiðslustöðvun í Bandaríkjunum síðan í nóvember. Áður hafði það sótt um gjaldþrotavernd samkvæmt 11. kafla gjaldþrotaskiptalaga Bandaríkjanna eftir að viðræður um fjármögnun til skamms tíma sigldu í strand. Svíþjóð Tengdar fréttir Segja nýja sænska rafhlöðu byltingarkennda Forsvarsmenn eina framleiðanda rafhlaðna í Evrópu, sænska fyrirtækisins Northvolt, segjast hafa fundið upp nýja tegund rafhlöðu sem í framtíðinni geti meðal annars nýst í framleiðslu á rafbílum. 21. nóvember 2023 22:55 Mest lesið Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Sjá meira
Sænska ríkisútvarpið greinir frá því að stjórn félagsins hafi skilað inn gögnum til héraðsdóms í Stokkhólmi um gjaldþrot félagsins í Svíþjóð. Ákvörðunin var tekin á aukastjórnarfundi í gærkvöldi. „Þetta er ótrúlega erfiður dagur fyrir alla í Northvolt,“ segir Tom Johnstone, bráðabirgðaforstjóri félagsins við SVT. Um fimm þúsund manns starfa hjá Northvolt í Svíþjóð, flestir í Skellefteå í Norður-Svíþjóð, en einnig í Västerås og Stokkhólmi. Í yfirlýsingu segir að félagið hafi velt öllum steinum – sótt um greiðsluskjól, reynt að endurfjármagna og semja við lánardrottna – en að niðurstaðan sé að félagið geti ekki starfað lengur í núverandi mynd. Gjaldþrotið nær til Northvolt AB, Northvolt Ett AB, Northvolt Labs AB, Northvolt Revolt AB og Northvolt Systems AB, en ekki Northvolt Germany og Northvolt North America. Reksturinn hefur gengið erfiðlega þar sem ekki hefur tekist að koma framleiðslunni á rafhlöðunum almennilega á skrið. Vonast var til að rafhlöður Northvolt gæti hafið almennilega innreið á evrópskum rafbílamarkaði og þannig dregið úr innflutningi á rafhlöðum frá Kína. Hafði félagið sótt margra milljarða dala í fjármögnun frá félögum á borð við Goldman Sachs, Siemens og Volkswagen. Northvolt hafði verið í greiðslustöðvun í Bandaríkjunum síðan í nóvember. Áður hafði það sótt um gjaldþrotavernd samkvæmt 11. kafla gjaldþrotaskiptalaga Bandaríkjanna eftir að viðræður um fjármögnun til skamms tíma sigldu í strand.
Svíþjóð Tengdar fréttir Segja nýja sænska rafhlöðu byltingarkennda Forsvarsmenn eina framleiðanda rafhlaðna í Evrópu, sænska fyrirtækisins Northvolt, segjast hafa fundið upp nýja tegund rafhlöðu sem í framtíðinni geti meðal annars nýst í framleiðslu á rafbílum. 21. nóvember 2023 22:55 Mest lesið Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Sjá meira
Segja nýja sænska rafhlöðu byltingarkennda Forsvarsmenn eina framleiðanda rafhlaðna í Evrópu, sænska fyrirtækisins Northvolt, segjast hafa fundið upp nýja tegund rafhlöðu sem í framtíðinni geti meðal annars nýst í framleiðslu á rafbílum. 21. nóvember 2023 22:55