Viðskipti innlent

Gengi krónu styrkist frekar

Evrur hafa ekki verið ódýrari síðan um miðjan síðasta mánuð.
Evrur hafa ekki verið ódýrari síðan um miðjan síðasta mánuð.

Gengi íslensku krónunnar styrktist jafnt og þétt í dag og endaði í 1,7 prósenta hækkun.

Gengisvísitalan endaði í 156,8 stigum og hefur krónan ekki verið sterkari síðan um miðjan síðasta mánuð.

Bandaríkjadalur kostar þessu samkvæmt 77,9 krónur, eitt breskt pund 153,4 krónur og ein dönsk króna 16,4 íslenskar. Þá er evran komin niður í rúmar 122,2 krónur en hún hefur ekki verið ódýrari síðan um miðjan júní.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×