Viðskipti erlent

Hlutabréfin leita upp í Evrópu

Úr OMX-kauphöllinni í Kaupmannahöfn.
Úr OMX-kauphöllinni í Kaupmannahöfn.

Gengi hlutabréfa hefur almennt hækkað í evrópskum hlutabréfamörkuðum í dag eftir skell í gær.

FTSE-vísitalan hefur hækkað um rétt rúmt prósent, Dax-vísitalan í Þýskalandi um 0,68 prósent og Cac-vísitalan í Frakklandi um 0,58 prósent. Hækkun hefur sömuleiðis verið á öðrum hlutabréfamörkuðum í Evrópu.

Þá hefur samnorræna hlutabréfavísitalan OMX-40 hækkað um 1,83 prósent. Hún lækkaði verulega í gær. Hlutabréfaísitalan í Helsinki í Finnlandi féll um rúm tvö prósent í gær. Hún hefur nú hækkað um 1,68 prósent. Mesta hækkunin það sem af er dags er hins vegar í Svíþjóð en hlutabréfavísitalan þar hefur hækkað um 2,14 prósent.

Viðskipti er rétt að hefjast í Kauphöll Íslands.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×