Viðskipti innlent

Krónan rís hratt upp úr gröfinni

Gengi krónunnar hefur risið hratt í dag en hún hefur nú styrkst um rúm 3,7 prósent. Til samanburðar hafði hún styrkst um 2,6 prósent um hádegisbil.

Gengivísitalan stendur í 161,5 stigum. Hún rauf 170 stiga múrinn á mánudag.

Bandaríkjadalur kostar nú 80,5 krónur, breskt pund 159 krónur og ein dönsk króna 16,8 krónur. Þá kostar evra 125,8 krónur. Hún fór í rúmar 130 krónur í vikubyrjun og hafði aldrei verið dýrari.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×