Viðskipti

Fréttamynd

Hagnaður Færeyjabanka eykst um 100%

Færeyjabanki hagnaðist um 48,8 milljónir danskra króna, jafnvirði eins milljarðs króna, á þriðja ársfjórðungi. Á sama tíma í fyrra nam hagnaðurinn 22,2 milljónum króna og hefur hann því aukist um 119 prósent á milli ára.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hlutabréf beggja vegna núllsins

Helstu hlutabréfavísitölur í Bandaríkjunum enduðu beggja vegna núllsins á fyrsta viðskiptdegi nýs mánaðar. Eins og fram kom á föstudag var október einn versti mánuður sem bandarískir fjárfestar hafa séð síðan í október fyrir 21 ári síðan.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Century Aluminum hækkaði mest

Gengi hlutabréfa í Century Aluminum, móðurfélagi álversins á Grundartanga, hækkaði um 19,46 prósent í Kauphöllinni í dag og er það mesta hækkun dagsins. Á eftir fylgdi gengi bréfa í hinum færeyska Eik banka, sem fór upp um 2,77 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Krónan fellur um 4,6 prósent

Gengi íslensku krónunnar féll óvænt um 4,6 prósent á gjaldeyrismarkaði í dag og rauk gengisvísitalan upp í 217 stig áður en hún tók að gefa lítillega eftir. Til marks um hreyfinguna stóð gengisvísitalan í kringum 207 stig frameftir degi og þar til hún skaust upp á við eftir hádegið.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bakkavör hækkar á rólegum degi

Gengi hlutabréfa í Bakkavör hækkaði um 1,35 prósent í einum viðskiptum upp á 40 þúsund krónur í Kauphöllinni í dag. Þetta er jafnframt eina hreyfingin á íslenskum hlutabréfamarkaði.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Þeir ríku verða ríkari …

„Mun þessi vinningur hafa merkjanleg áhrif á líf mitt? Nei,“ sagði Keenan Altunis, 33 ára, þegar hann tók við fyrstu greiðslunni af „Ein milljón á ári“-vinningi ríkishappdrættis New York. Altunis, sem vinnur hjá fjárfestingarbanka í London og er margmilljónamæringur, mun héðan í frá þiggja eina milljón í viðbót, á ári.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Icesave-peningar fóru ekki í kaup á Stork

Inneignir af Icesave-reikningum í Hollandi fóru ekki í að fjármagna kaup Marel Food Systems á Stork Food Systems þar í landi. Hörður Arnarson, forstjóri Marel Food Systems, segir fullyrðingar um annað í hollenska blaðinu Volkskrant vera rangar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bakkavör hækkar mest í byrjun dags

Bakkavör hefur hækkað um 3,16 prósent í dag og er það mesta hækkun dagsins. Gengið stendur í 4,9 krónum á hlut sem er um tíu aurum undir útboðsgengi bréfa í félaginu fyrir átta árum. Þá hefur Marel hækkað um tæp tvö prósent og bréf Eimskipafélagsins um 0,75 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gengi álfélagsins hækkaði mest í dag

Gengi hlutabréfa í Century Aluminum, móðurfélagi álversins á Grundartanga, hækkaði um 8,51 prósent í Kauphöllinni í dag. Á eftir fylgdi Össur, sem fór upp um 1,17 prósent og Marel, sem hækkaði um 0,14 prósent. Á sama tíma féll gengi bréfa í færeyska bankanum Eik banka um 30,76 prósent í einum viðskiptum upp á 900 danskar krónur.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kínverjar lækka stýrivexti

Kínverski seðlabankinn lækkaði vexti um 27 punkta í dag til að takast á við þrengingar í efnahagslífinu. Þetta er þriðja vaxtalækkun bankans á einum og hálfum mánuði en vextirnir eru nú í 6,66 prósentum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Harður frostavetur á íslenskum hlutabréfamarkaði

Afar fá viðskipti voru með hlutabréf í upphafi dags í Kauphöllinni í morgun. Þau voru þrjú talsins upp á rétt rúmar 101 þúsund krónur. Aðeins gengi bréfa í Marel hreyfðist úr stað, en það lækkaði um 0,71 prósent. Bréf hinna fyrirtækjanna sem viðskipti voru með, Atorka og Bakkavör, hreyfðust ekki neitt.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sjaldséð hækkun á bandarískum hlutabréfamörkuðum

Gengi hlutabréfa rauk upp á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag. Fjármálaskýrendur eru ekki á einu máli hvað skýri mikil hlutabréfakaup. Sumir segja fjárfesta vænta þess að bandaríski seðlabankinn lækki stýrivexti um allt að eitt prósentustig á morgun á meðan aðrir telji hlutabréfaverð einfaldlega mjög lágt um þessar mundir eftir snarpa lækkun upp á síðkastið.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Marel hækkaði mest í dag

Gengi hlutabréfa í Marel Food Systems hækkaði um 1,29 prósent í Kauphöllinni í dag. Á eftir fylgdi Century Aluminum, sem hækkaði um 1,22 prósent og Össur, sem hækkaði um 0,95 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Atorka hækkar mest í Kauphöllinni á rólegum degi

Gengi hlutabréfa í Atorku hækkaði um 4,55 prósent í Kauphöllinni á fyrsta stundarfjórðungi dagsins. Þá fór gengi bréfa í stoðtækjafyrirtækinu Össuri upp um 1,07 prósent og í Eimskipafélaginu um 0,76 prósent. Sex viðskipti hafa átt sér stað upp á rétt rúma 1,3 milljónir króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Japanir tapa á Samúræjabréfum Kaupþings

Japanska fjárfestingabankinn Nomura Holdings, tapaði 40 milljörðum jena, jafnvirði 52 milljarða króna, á svokölluðum samúræjabréfum á síðasta ársfjórðungi. Bréfin eru skuldabréf sem bankinn keypti af Kaupþingi á síðastliðnum tveimur árum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Hlutabréf féllu í Bandaríkjunum

Gengi hlutabréfa féll á bandarískum hlutabréfmörkuðum rétt undir lok viðskiptadagsins á Wall Street í dag. Helsta skýringin á falli dagsins eru veðköll og nauðungarsala á hendur vogunarsjóða og annarra fjárfesta.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Bakkavör féll mest

Gengi bréfa í Bakkavör féll um rúm 29 prósent í Kauphöllinni í dag. Á eftir fylgdi Færeyjabanki, sem fór niður um 3,45 prósent, Össur lækkaði um 1,52 prósent, Marel um 1,27 prósent og Icelandair Group um 0,37 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bakkavör féll um 29 prósent

Gengi hlutabréfa í Bakkavör féll um rúm 29 prósent í Kauphöllinni í dag. Bréf félagsins voru sett á athugunarlista í dag. Á sama tíma rauk gengi bréfa í Century Aluminum, móðurfélagi álversins á grundartanga um 8,37 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Eimskip enn á uppleið en Bakkavör féll

Gengi hlutabréfa í Bakkavör skall niður um 23,4 prósent í einum viðskiptum upp á rétt rúm 40 þúsund krónur í Kauphöllinni í dag. Á eftir fylgdi Century Aluminum, sem féll um 16,7 próent, Icelandair fór niður um 2,75 prósent og Færeyjabanki um 2,69 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Krónan styrkist eftir aðkomu IMF

Krónan tók kipp eftir að tilkynnt var að ríkisstjórnin hafi formlega óskað eftir samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn til að koma á efnahagslegum stöðugleika á Íslandi. Krónan styrktist um tvö prósent eftir veikingu í morgun.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Mikið fall á bandarískum hlutabréfamarkaði

Gengi hlutabréfa hríðféll í blóðrauðri byrjun viðskiptadagsins á Wall Street í Bandaríkjunum í dag. Skelfingin stafar fyrst og fremst af sterkum orðrómi um að gjaldþrot sé nú yfirvofandi hjá bandaríska bílaframleiðandanum General Motors (GM). Vart er á bætandi ótta fjárfesta að fjármálavandinn geti valdið efnahagskreppu víða um heim.

Viðskipti erlent