Viðskipti innlent

Krónan fellur um 4,6 prósent

Gengi íslensku krónunnar féll óvænt um 4,6 prósent á gjaldeyrismarkaði í dag og rauk gengisvísitalan upp í 217 stig áður en hún tók að gefa lítillega eftir. Til marks um hreyfinguna stóð gengisvísitalan í kringum 207 stig frameftir degi og þar til hún skaust upp á við eftir hádegið. Einn Bandaríkjadalur kostar nú 125,4 krónur, ein evra 160,7 krónur, eitt breskt pund 200,8 krónur og ein dönsk króna 21,5 íslenskar. Þá kostar eitt japanskt jen 1,2 krónum. Gengisvísitala krónunnar stóð í 119,7 stigum um síðustu áramót og hefur gengi krónunnar fallið um 45 prósent síðan þá.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×