Viðskipti erlent

Mikið fall á bandarískum hlutabréfamarkaði

Fjárfestar á Wall Street.
Fjárfestar á Wall Street. Mynd/AP
Gengi hlutabréfa hríðféll í blóðrauðri byrjun viðskiptadagsins á Wall Street í Bandaríkjunum í dag. Skelfingin stafar fyrst og fremst af sterkum orðrómi um að gjaldþrot sé nú yfirvofandi hjá bandaríska bílaframleiðandanum General Motors (GM). Vart er á bætandi ótta fjárfesta að fjármálavandinn geti valdið efnahagskreppu víða um heim. Dow Jones-hlutabréfavísitalan féll um rúm fjögur prósent við upphaf dags en Nasdaq-tæknivísitalan um sex prósent.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×