Viðskipti innlent

Gengi álfélagsins hækkaði mest í dag

Úr álverinu á Grundartanga.
Úr álverinu á Grundartanga.
Gengi hlutabréfa í Century Aluminum, móðurfélagi álversins á Grundartanga, hækkaði um 8,51 prósent í Kauphöllinni í dag. Á eftir fylgdi Össur, sem fór upp um 1,17 prósent og Marel, sem hækkaði um 0,14 prósent. Á sama tíma féll gengi bréfa í færeyska bankanum Eik banka um 30,76 prósent í einum viðskiptum upp á 900 danskar krónur. Aðrar hreyfingar voru ekki í Kauphöllinni í dag. 34 viðskipti voru með hlutabréf í Kauphöllinni fyrir rétt rúma 20 milljónir króna. Úrvalsvísitalan hreyfðist lítillega, um 0,09 prósent og stendur í 642 stigum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×