Viðskipti erlent

Sjaldséð hækkun á bandarískum hlutabréfamörkuðum

Bandarískir miðlarar á hlutabréfamarkaði í fjármálahverfinu Wall Street vestanhafs í dag.
Bandarískir miðlarar á hlutabréfamarkaði í fjármálahverfinu Wall Street vestanhafs í dag. Mynd/AFP
Gengi hlutabréfa rauk upp á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag. Fjármálaskýrendur eru ekki á einu máli hvað skýri mikil hlutabréfakaup. Sumir segja fjárfesta vænta þess að bandaríski seðlabankinn lækki stýrivexti um allt að eitt prósentustig á morgun á meðan aðrir telji hlutabréfaverð einfaldlega mjög lágt um þessar mundir eftir snarpa lækkun upp á síðkastið. Dow Jones-hlutabréfavísitalan, sem fór niður í rétt rúm 8.100 stig í gær, rauk upp um tæp 900 stig í dag, 10,88 prósent og slefaði yfir 9.000 stigin. Þetta var næstmesta hækkun vísitölunnar í sögunni, samkvæmt upplýsingum Associated Press-fréttastofunnar. Þá rauk Nasdaq-tæknivísitalan upp úm 9,53 prósent og endaði vísitalan í rúmum 1.649 stigum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×