Viðskipti innlent

Harður frostavetur á íslenskum hlutabréfamarkaði

Frost er á íslenskum hlutabréfamarkaði um þessar mundir.
Frost er á íslenskum hlutabréfamarkaði um þessar mundir. Mynd/Valli
Afar fá viðskipti voru með hlutabréf í upphafi dags í Kauphöllinni í morgun. Þau voru þrjú talsins upp á rétt rúmar 101 þúsund krónur. Aðeins gengi bréfa í Marel hreyfðist úr stað, en það lækkaði um 0,71 prósent. Bréf hinna fyrirtækjanna sem viðskipti voru með, Atorka og Bakkavör, hreyfðust ekki neitt. Úrvalsvísitalan lækkaði þessu samkvæmt um 0,07 prósent og stendur hún í 641 stigi.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×