Viðskipti innlent

Bakkavör féll um 29 prósent

Ágúst og Lýður Guðmyndssynir, stofnendur og stærstu hluthafar Bakkavarar.
Ágúst og Lýður Guðmyndssynir, stofnendur og stærstu hluthafar Bakkavarar. Mynd/GVA
Gengi hlutabréfa í Bakkavör féll um rúm 29 prósent í Kauphöllinni í dag. Bréf félagsins voru sett á athugunarlista í dag. Á sama tíma rauk gengi bréfa í Century Aluminum, móðurfélagi álversins á grundartanga um 8,37 prósent. Þá hækkaði gengi Eimskipafélagsins um 1,56 prósent og Atorku um 1,54 prósent. Færeyjabanki féll um 3,45 prósent, Marel um 1,27 prósent, Icelandair fór niður um 0,27 prósent og Össur um 0,23 prósent. Úrvalsvísitalan féll um 2,53 prósent og stendur hún í 642 stigum. 59 viðskipti voru á hlutabréfamarkaði í dag upp á rúma sautján milljónir króna.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×