Viðskipti innlent

Icesave-peningar fóru ekki í kaup á Stork

Hörður Arnarson, forstjóri Marel Food Systems.
Hörður Arnarson, forstjóri Marel Food Systems. Mynd/GVA
Inneignir af Icesave-reikningum í Hollandi fóru ekki í að fjármagna kaup Marel Food Systems á Stork Food Systems þar í landi. Hörður Arnarson, forstjóri Marel Food Systems, segir fullyrðingar um annað í hollenska blaðinu Volkskrant vera rangar. „Fyrst er á það að benda að kaupin voru að 50 prósentum fjármögnuð með eigin fé og svo með sambankaláni átta evrópskra banka,“ segir hann og bendir á að í ofanálag hafi fjármögnunin átt sér stað á síðasta ári, fyrir tilkomu Icesave-reikningsins. Hörður segir þegar hafa verið farið fram á að leiðréttingu í Hollandi, en fréttin hefur einnig verið tekin upp á miðlum hér innanlands.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×