Bretland „Mun ekki halla mér aftur og leyfa deyjandi sjónvarpsstöð að ráðast á mig“ Hollywood-leikarinn Kevin Spacey hjólar í bresku sjónvarpsstöðina Channel 4 sem framleiðir um þessar myndir heimildarmynd um ásakanir á hendur honum um kynferðisofbeldi. Erlent 2.5.2024 23:20 Hljómborðsleikari ELO fallinn frá Richard Tandy, hljómborðsleikari bresku sveitarinnar Electric Light Orchestra (ELO), er látinn, 76 ára að aldri. Lífið 2.5.2024 08:49 Yfirstandandi kosningar á Englandi prófsteinn fyrir Íhaldsflokkinn Kosningar eru hafnar á Englandi þar sem Íhaldsflokkurinn gæti mögulega tapað um 500 sveitarstjórnarsætum. Niðurstöðurnar eru sagðar munu gefa nokkuð góða mynd af því hvort Íhaldsflokkurinn hefur tapað jafn miklu fylgi og kannanir benda til. Erlent 2.5.2024 07:40 Þrettán ára drengur stunginn til bana með sverði Einn þeirra fimm sem særðust þegar maður vopnaður sverði gekk berserksgang í úthverfi Lundúna í morgun er látinn. Sá var þrettán ára drengur sem lést af sárum sínum á sjúkrahúsi eftir að hann var stunginn. Erlent 30.4.2024 12:14 Eltihrellirinn í Baby Reindeer íhugar að leita réttar síns Eltihrellirinn sem elti breska leikarann Richard Gadd á röndum fyrir um tíu árum síðan segist nú íhuga að leita réttar síns vegna sjónvarpsþáttaraðarinnar Baby Reindeer sem slegið hefur í gegn á Netflix. Hún segist hafa fengið líflátshótanir í kjölfar þáttanna. Bíó og sjónvarp 30.4.2024 10:24 Særði minnst fimm með sverði í Lundúnum Maður vopnaður sverði af japönskum stíl særði minnst fimm manns í Lundúnum í morgun. Maðurinn réðst á fólk í við Hainault lestarstöðina í úthverfi í norðausturhluta Lundúna, og var hann handtekinn í kjölfarið. Ekki er talið að um hryðjuverk hafi verið að ræða. Erlent 30.4.2024 09:19 Yousaf segir af sér sem ráðherra og formaður Skoska þjóðarflokksins Humza Yousaf, fyrsti ráðherra Skotlands, hefur ákveðið að segja af sér. Yousaf átti yfir höfði sér vantraustsyfirlýsingu vegna ákvörðunar hans um að rjúfa samstarf Skoska þjóðarflokksins og Græningja. Erlent 29.4.2024 13:08 Atli Örvarsson hlaut BAFTA verðlaunin Atli Örvarsson vann í gærkvöldi BAFTA-verðlaun fyrir tónlist sína í þáttunum Silo. Verðlaunin voru afhent í London í gær. Lífið 29.4.2024 07:34 Karl konungur snýr aftur úr veikindaleyfi Karl Bretakonungur mun nú aftur sinna konunglegum skyldum sínum samhliða krabbameinsferðinni. Karl Bretakonungur tilkynnti í febrúar síðastliðinni að hann hefði verið greindur með krabbamein og að hann myndi því ekki geta sinnt öllum sínum skyldum. Lífið 27.4.2024 09:37 Trúlofuðust á gjörgæslunni eftir bílslys á Íslandi Litlu mátti muna þegar breskir ferðamenn lentu í bílslysi hér á landi fyrir rúmri viku. Annar þeirra liggur enn á spítala en á meðan tóku þeir ákvörðun um að trúlofast. Lífið 26.4.2024 23:51 Umdeildur flutningur á hælisleitendum til Rúanda samþykktur Frumvarp sem leyfir breskum stjórnvöldum að senda suma hælisleitendur til Rúanda var samþykkt endanlega á þinginu þar í nótt. Alþjóðleg mannréttindasamtök og stofnanir fordæma lögin og hvetja bresk stjórnvöld til þess að sjá að sér. Erlent 23.4.2024 10:55 Stjörnum hlaðið partý: Viktoría Beckham á hækjum í fimmtugsafmælinu Viktoría Beckkham kryddpía með meiru fagnaði fimmtugsafmælinu sínu um helgina. Hún var á hækjum en söngkonan fótbrotnaði í febrúar síðastliðnum. Allar kryddpíurnar mættu í partýið sem svo sannarlega má segja að hafi verið stjörnum hlaðið. Lífið 22.4.2024 09:57 Kynferðisafbrotamanni bannað að nota gervigreind Breskur dómstóll hefur bannað kynferðisafbrotamanni að nota gervigreind til að framleiða myndir í fimm ár vegna þess að hann nýtti sér hana til að búa til meira en þúsund klúrar myndir af fólki án leyfis. Erlent 21.4.2024 18:46 Eiginmaður Sturgeon ákærður fyrir fjárdrátt Peter Murrell, eiginmaður Nicolu Sturgeon, fyrrverandi oddvita skosku heimastjórnarinnar, var ákærður í tengslum við fjárfrátt hjá Skoska þjóðarflokknum í dag. Sturgeon sagði af sér skömmu áður en Murrell var handtekinn í fyrra. Erlent 18.4.2024 20:19 Samantha Davis er látin Samantha Davis, góðgerðarfrömuður og leikkona er látin. Hún var 53 ára gömul og var eiginkona leikarans Warwick Davis. Lífið 18.4.2024 09:42 Höfundur Kaupalkabókanna með krabbamein í heila Breski rithöfundurinn Sophie Kinsella, sem þekktust er fyrir Shopaholic-bækur sínar, hefur greinst með skætt krabbamein í heila. Lífið 18.4.2024 08:55 Ísraelar sagðir búnir að ákveða að svara fyrir sig Utanríkisráðherra Bretlands segir ljóst að ísraelsk stjórnvöld séu búin að ákveða að grípa til aðgerða gegn Íran eftir drónaárásina um helgina. Erlendir erindrekar hvetja Ísraela til að sýna hófsemd til þess að kveikja ekki frekara ófriðarbál í heimshlutanum. Erlent 17.4.2024 14:09 Fengu sér miðnætursnarl í Skotlandi Eliza Reid forsetafrú og Una Sighvatsdóttir sérfræðingur forsetaembættisins fengu sér miðnætursnarl í opinberri ferð forseta Íslands til Skotlands í gærkvöldi. Una sló á létta strengi og birti mynd af þeim Elizu með sérfræðingi forsætisráðherra Skotlands. Lífið 17.4.2024 11:41 Ítarleg úttekt á þjónustu við börn með kynama þungur áfellisdómur Ný skýrsla Dr. Hilary Cass um þjónustu við börn með kynmisræmi og/eða kynama á Bretlandi er þungur áfellisdómur yfir kerfinu. Cass segir langa biðlista og ógagnreyndar meðferðir hafa komið harkalega niður á börnum og ráðleggur víðtækar breytingar. Erlent 17.4.2024 07:30 „Lætur þig óska þess að hafa aldrei fæðst“ Parkinson-sjúkdómurinn er þannig að hann „lætur þig óska þess að hafa aldrei fæðst“, segir fjölmiðlamaðurinn Jeremy Paxman. Ummælin lét hann falla er hann afhenti stjórnvöldum áskorun um að ráðast í átak til að bæta þjónustu vegna sjúkdómsins. Erlent 12.4.2024 08:16 Uppljóstrar um hálfrar aldar gamalt framhjáhald fyrrum forsætisráðherra 96 ára gamall maður að nafni Joe Haines, sem starfaði um árabil sem fjölmiðlafulltrúi forsætisráðuneytis Bretlands, hefur nú opinberað framhjáhald Harolds Wilson fyrrum forsætisráðherra Breta. Að sögn Haines hélt ráðherrann við Janet Hewlett-Davies, sem var aðstoðarfjölmiðlafulltrúi í Downingstræti 10, og var 22 árum yngri en Wilson. Þau voru bæði gift. Erlent 11.4.2024 11:07 Biden segist vera að íhuga að falla frá málinu gegn Assange Joe Biden Bandaríkjaforseti staðfesti í gær að yfirvöld vestanhafs væru að íhuga að verða við beiðni stjórnvalda í Ástralíu um að fella niður ákærur á hendur Julian Assange. Erlent 11.4.2024 07:24 Nóbelsverðlaunahafinn Peter Higgs fallinn frá Breski Nóbelsverðlaunahafinn Peter Higgs er látinn 94 ára að aldri. Hann hlaut Nóbelsverðlaun árið 2013 fyrir rannsóknir sínar frá sjöunda áratugi síðustu aldar sem leiddu í ljós tilvist hinnar svokallaðrar Higgs-bóseindar, sem einnig hefur verið kölluð „guðseindin“. Erlent 9.4.2024 17:18 Cameron fundar með Trump í Flórída David Cameron, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands og núverandi utanríkisráðherra, mun funda með Donald Trump, fyrrverandi forseta og núverandi forsetaframbjóðanda, í opinberri heimsókn sinni til Bandaríkjanna. Erlent 9.4.2024 07:23 Maðurinn sem hljóp þvert yfir alla Afríku Bretinn Russ Cook lauk því ótrúlega afreki í dag að hlaupa þvert yfir alla Afríku. Það gerði hann á 352 dögum í þágu góðgerðarstarfs. Erlent 7.4.2024 18:35 Líkamsleifar fundust nærri æfingasvæði Manchester United Lögreglan í Manchester á Englandi hefur sett af stað morðrannsókn eftir að líkamsleifar af manneskju, vafnar inn í plast, fundust nærri æfingasvæði úrvalsdeildarfélagsins Manchester United í gær. Erlent 5.4.2024 18:23 Sóðalegum skilaboðum rignir yfir breska þingmenn Háttsettur þingmaður í Íhaldsmannaflokki Bretlands hefur viðurkennt að senda ókunnugum aðila á stefnumótaforriti persónuupplýsingar þingmanna og annarra. William Wragg, umræddur þingmaður, lét símanúmar annarra þingmanna af hendi eftir að hann sendi nektarmyndir af sjálfum sér á óprútna aðila. Erlent 5.4.2024 09:53 Fyrrverandi dómarar saka Breta um brot á alþjóðalögum Fyrrverandi dómarar við Hæstarétt Bretlands, þar á meðal fyrrverandi forseti réttarins, eru á meðal 600 lögfræðinga á Bretlandseyjum sem hafa undirritað bréf til stjórnvalda þar sem því er haldið fram að Bretar brjóti alþjóðalög með því að selja Ísraelum vopn. Erlent 4.4.2024 08:33 Tónleikahöllin var nefnd sem mögulegt skotmark ISKP Bandarískir embættismenn vöruðu rússneska kollega sína við því að tónleikahöllin í Crocus væri mögulegt skotmark vígamann Íslamska ríkisins í Khorasan, eða ISKP, rúmum tveimur vikum áður en fjórir menn myrtu þar minnst 144. Ráðamenn í Rússlandi hunsuðu viðvörunina og Vladimír Pútín, forseti, sagði nokkrum dögum fyrir árásina að Vesturlönd væru að reyna að kúga Rússland. Erlent 3.4.2024 13:00 Rowling ekki sótt til saka fyrir að kalla trans konur „karlmenn“ Lögregluyfirvöld í Skotlandi segja rithöfundinn JK Rowling ekki hafa brotið lög þegar hún kallaði trans konur „karlmenn“ á X/Twitter. Rowling var að gagnrýna nýja haturslöggjöf sem tók gildi á mánudag og sagði hana aðför að tjáningarfrelsinu í Skotlandi. Erlent 3.4.2024 07:16 « ‹ 7 8 9 10 11 12 13 14 15 … 130 ›
„Mun ekki halla mér aftur og leyfa deyjandi sjónvarpsstöð að ráðast á mig“ Hollywood-leikarinn Kevin Spacey hjólar í bresku sjónvarpsstöðina Channel 4 sem framleiðir um þessar myndir heimildarmynd um ásakanir á hendur honum um kynferðisofbeldi. Erlent 2.5.2024 23:20
Hljómborðsleikari ELO fallinn frá Richard Tandy, hljómborðsleikari bresku sveitarinnar Electric Light Orchestra (ELO), er látinn, 76 ára að aldri. Lífið 2.5.2024 08:49
Yfirstandandi kosningar á Englandi prófsteinn fyrir Íhaldsflokkinn Kosningar eru hafnar á Englandi þar sem Íhaldsflokkurinn gæti mögulega tapað um 500 sveitarstjórnarsætum. Niðurstöðurnar eru sagðar munu gefa nokkuð góða mynd af því hvort Íhaldsflokkurinn hefur tapað jafn miklu fylgi og kannanir benda til. Erlent 2.5.2024 07:40
Þrettán ára drengur stunginn til bana með sverði Einn þeirra fimm sem særðust þegar maður vopnaður sverði gekk berserksgang í úthverfi Lundúna í morgun er látinn. Sá var þrettán ára drengur sem lést af sárum sínum á sjúkrahúsi eftir að hann var stunginn. Erlent 30.4.2024 12:14
Eltihrellirinn í Baby Reindeer íhugar að leita réttar síns Eltihrellirinn sem elti breska leikarann Richard Gadd á röndum fyrir um tíu árum síðan segist nú íhuga að leita réttar síns vegna sjónvarpsþáttaraðarinnar Baby Reindeer sem slegið hefur í gegn á Netflix. Hún segist hafa fengið líflátshótanir í kjölfar þáttanna. Bíó og sjónvarp 30.4.2024 10:24
Særði minnst fimm með sverði í Lundúnum Maður vopnaður sverði af japönskum stíl særði minnst fimm manns í Lundúnum í morgun. Maðurinn réðst á fólk í við Hainault lestarstöðina í úthverfi í norðausturhluta Lundúna, og var hann handtekinn í kjölfarið. Ekki er talið að um hryðjuverk hafi verið að ræða. Erlent 30.4.2024 09:19
Yousaf segir af sér sem ráðherra og formaður Skoska þjóðarflokksins Humza Yousaf, fyrsti ráðherra Skotlands, hefur ákveðið að segja af sér. Yousaf átti yfir höfði sér vantraustsyfirlýsingu vegna ákvörðunar hans um að rjúfa samstarf Skoska þjóðarflokksins og Græningja. Erlent 29.4.2024 13:08
Atli Örvarsson hlaut BAFTA verðlaunin Atli Örvarsson vann í gærkvöldi BAFTA-verðlaun fyrir tónlist sína í þáttunum Silo. Verðlaunin voru afhent í London í gær. Lífið 29.4.2024 07:34
Karl konungur snýr aftur úr veikindaleyfi Karl Bretakonungur mun nú aftur sinna konunglegum skyldum sínum samhliða krabbameinsferðinni. Karl Bretakonungur tilkynnti í febrúar síðastliðinni að hann hefði verið greindur með krabbamein og að hann myndi því ekki geta sinnt öllum sínum skyldum. Lífið 27.4.2024 09:37
Trúlofuðust á gjörgæslunni eftir bílslys á Íslandi Litlu mátti muna þegar breskir ferðamenn lentu í bílslysi hér á landi fyrir rúmri viku. Annar þeirra liggur enn á spítala en á meðan tóku þeir ákvörðun um að trúlofast. Lífið 26.4.2024 23:51
Umdeildur flutningur á hælisleitendum til Rúanda samþykktur Frumvarp sem leyfir breskum stjórnvöldum að senda suma hælisleitendur til Rúanda var samþykkt endanlega á þinginu þar í nótt. Alþjóðleg mannréttindasamtök og stofnanir fordæma lögin og hvetja bresk stjórnvöld til þess að sjá að sér. Erlent 23.4.2024 10:55
Stjörnum hlaðið partý: Viktoría Beckham á hækjum í fimmtugsafmælinu Viktoría Beckkham kryddpía með meiru fagnaði fimmtugsafmælinu sínu um helgina. Hún var á hækjum en söngkonan fótbrotnaði í febrúar síðastliðnum. Allar kryddpíurnar mættu í partýið sem svo sannarlega má segja að hafi verið stjörnum hlaðið. Lífið 22.4.2024 09:57
Kynferðisafbrotamanni bannað að nota gervigreind Breskur dómstóll hefur bannað kynferðisafbrotamanni að nota gervigreind til að framleiða myndir í fimm ár vegna þess að hann nýtti sér hana til að búa til meira en þúsund klúrar myndir af fólki án leyfis. Erlent 21.4.2024 18:46
Eiginmaður Sturgeon ákærður fyrir fjárdrátt Peter Murrell, eiginmaður Nicolu Sturgeon, fyrrverandi oddvita skosku heimastjórnarinnar, var ákærður í tengslum við fjárfrátt hjá Skoska þjóðarflokknum í dag. Sturgeon sagði af sér skömmu áður en Murrell var handtekinn í fyrra. Erlent 18.4.2024 20:19
Samantha Davis er látin Samantha Davis, góðgerðarfrömuður og leikkona er látin. Hún var 53 ára gömul og var eiginkona leikarans Warwick Davis. Lífið 18.4.2024 09:42
Höfundur Kaupalkabókanna með krabbamein í heila Breski rithöfundurinn Sophie Kinsella, sem þekktust er fyrir Shopaholic-bækur sínar, hefur greinst með skætt krabbamein í heila. Lífið 18.4.2024 08:55
Ísraelar sagðir búnir að ákveða að svara fyrir sig Utanríkisráðherra Bretlands segir ljóst að ísraelsk stjórnvöld séu búin að ákveða að grípa til aðgerða gegn Íran eftir drónaárásina um helgina. Erlendir erindrekar hvetja Ísraela til að sýna hófsemd til þess að kveikja ekki frekara ófriðarbál í heimshlutanum. Erlent 17.4.2024 14:09
Fengu sér miðnætursnarl í Skotlandi Eliza Reid forsetafrú og Una Sighvatsdóttir sérfræðingur forsetaembættisins fengu sér miðnætursnarl í opinberri ferð forseta Íslands til Skotlands í gærkvöldi. Una sló á létta strengi og birti mynd af þeim Elizu með sérfræðingi forsætisráðherra Skotlands. Lífið 17.4.2024 11:41
Ítarleg úttekt á þjónustu við börn með kynama þungur áfellisdómur Ný skýrsla Dr. Hilary Cass um þjónustu við börn með kynmisræmi og/eða kynama á Bretlandi er þungur áfellisdómur yfir kerfinu. Cass segir langa biðlista og ógagnreyndar meðferðir hafa komið harkalega niður á börnum og ráðleggur víðtækar breytingar. Erlent 17.4.2024 07:30
„Lætur þig óska þess að hafa aldrei fæðst“ Parkinson-sjúkdómurinn er þannig að hann „lætur þig óska þess að hafa aldrei fæðst“, segir fjölmiðlamaðurinn Jeremy Paxman. Ummælin lét hann falla er hann afhenti stjórnvöldum áskorun um að ráðast í átak til að bæta þjónustu vegna sjúkdómsins. Erlent 12.4.2024 08:16
Uppljóstrar um hálfrar aldar gamalt framhjáhald fyrrum forsætisráðherra 96 ára gamall maður að nafni Joe Haines, sem starfaði um árabil sem fjölmiðlafulltrúi forsætisráðuneytis Bretlands, hefur nú opinberað framhjáhald Harolds Wilson fyrrum forsætisráðherra Breta. Að sögn Haines hélt ráðherrann við Janet Hewlett-Davies, sem var aðstoðarfjölmiðlafulltrúi í Downingstræti 10, og var 22 árum yngri en Wilson. Þau voru bæði gift. Erlent 11.4.2024 11:07
Biden segist vera að íhuga að falla frá málinu gegn Assange Joe Biden Bandaríkjaforseti staðfesti í gær að yfirvöld vestanhafs væru að íhuga að verða við beiðni stjórnvalda í Ástralíu um að fella niður ákærur á hendur Julian Assange. Erlent 11.4.2024 07:24
Nóbelsverðlaunahafinn Peter Higgs fallinn frá Breski Nóbelsverðlaunahafinn Peter Higgs er látinn 94 ára að aldri. Hann hlaut Nóbelsverðlaun árið 2013 fyrir rannsóknir sínar frá sjöunda áratugi síðustu aldar sem leiddu í ljós tilvist hinnar svokallaðrar Higgs-bóseindar, sem einnig hefur verið kölluð „guðseindin“. Erlent 9.4.2024 17:18
Cameron fundar með Trump í Flórída David Cameron, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands og núverandi utanríkisráðherra, mun funda með Donald Trump, fyrrverandi forseta og núverandi forsetaframbjóðanda, í opinberri heimsókn sinni til Bandaríkjanna. Erlent 9.4.2024 07:23
Maðurinn sem hljóp þvert yfir alla Afríku Bretinn Russ Cook lauk því ótrúlega afreki í dag að hlaupa þvert yfir alla Afríku. Það gerði hann á 352 dögum í þágu góðgerðarstarfs. Erlent 7.4.2024 18:35
Líkamsleifar fundust nærri æfingasvæði Manchester United Lögreglan í Manchester á Englandi hefur sett af stað morðrannsókn eftir að líkamsleifar af manneskju, vafnar inn í plast, fundust nærri æfingasvæði úrvalsdeildarfélagsins Manchester United í gær. Erlent 5.4.2024 18:23
Sóðalegum skilaboðum rignir yfir breska þingmenn Háttsettur þingmaður í Íhaldsmannaflokki Bretlands hefur viðurkennt að senda ókunnugum aðila á stefnumótaforriti persónuupplýsingar þingmanna og annarra. William Wragg, umræddur þingmaður, lét símanúmar annarra þingmanna af hendi eftir að hann sendi nektarmyndir af sjálfum sér á óprútna aðila. Erlent 5.4.2024 09:53
Fyrrverandi dómarar saka Breta um brot á alþjóðalögum Fyrrverandi dómarar við Hæstarétt Bretlands, þar á meðal fyrrverandi forseti réttarins, eru á meðal 600 lögfræðinga á Bretlandseyjum sem hafa undirritað bréf til stjórnvalda þar sem því er haldið fram að Bretar brjóti alþjóðalög með því að selja Ísraelum vopn. Erlent 4.4.2024 08:33
Tónleikahöllin var nefnd sem mögulegt skotmark ISKP Bandarískir embættismenn vöruðu rússneska kollega sína við því að tónleikahöllin í Crocus væri mögulegt skotmark vígamann Íslamska ríkisins í Khorasan, eða ISKP, rúmum tveimur vikum áður en fjórir menn myrtu þar minnst 144. Ráðamenn í Rússlandi hunsuðu viðvörunina og Vladimír Pútín, forseti, sagði nokkrum dögum fyrir árásina að Vesturlönd væru að reyna að kúga Rússland. Erlent 3.4.2024 13:00
Rowling ekki sótt til saka fyrir að kalla trans konur „karlmenn“ Lögregluyfirvöld í Skotlandi segja rithöfundinn JK Rowling ekki hafa brotið lög þegar hún kallaði trans konur „karlmenn“ á X/Twitter. Rowling var að gagnrýna nýja haturslöggjöf sem tók gildi á mánudag og sagði hana aðför að tjáningarfrelsinu í Skotlandi. Erlent 3.4.2024 07:16
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti