Bretland

Fréttamynd

Þrettán ára drengur stunginn til bana með sverði

Einn þeirra fimm sem særðust þegar maður vopnaður sverði gekk berserksgang í úthverfi Lundúna í morgun er látinn. Sá var þrettán ára drengur sem lést af sárum sínum á sjúkrahúsi eftir að hann var stunginn.

Erlent
Fréttamynd

Særði minnst fimm með sverði í Lundúnum

Maður vopnaður sverði af japönskum stíl særði minnst fimm manns í Lundúnum í morgun. Maðurinn réðst á fólk í við Hainault lestarstöðina í úthverfi í norðausturhluta Lundúna, og var hann handtekinn í kjölfarið. Ekki er talið að um hryðjuverk hafi verið að ræða.

Erlent
Fréttamynd

Karl konungur snýr aftur úr veikinda­leyfi

Karl Bretakonungur mun nú aftur sinna konunglegum skyldum sínum samhliða krabbameinsferðinni. Karl Bretakonungur tilkynnti í febrúar síðastliðinni að hann hefði verið greindur með krabbamein og að hann myndi því ekki geta sinnt öllum sínum skyldum.

Lífið
Fréttamynd

Kynferðisafbrotamanni bannað að nota gervi­greind

Breskur dómstóll hefur bannað kynferðisafbrotamanni að nota gervigreind til að framleiða myndir í fimm ár vegna þess að hann nýtti sér hana til að búa til meira en þúsund klúrar myndir af fólki án leyfis.

Erlent
Fréttamynd

Eigin­maður Stur­geon á­kærður fyrir fjár­drátt

Peter Murrell, eiginmaður Nicolu Sturgeon, fyrrverandi oddvita skosku heimastjórnarinnar, var ákærður í tengslum við fjárfrátt hjá Skoska þjóðarflokknum í dag. Sturgeon sagði af sér skömmu áður en Murrell var handtekinn í fyrra.

Erlent
Fréttamynd

Samantha Davis er látin

Samantha Davis, góðgerðarfrömuður og leikkona er látin. Hún var 53 ára gömul og var eiginkona leikarans Warwick Davis.

Lífið
Fréttamynd

Ísraelar sagðir búnir að á­kveða að svara fyrir sig

Utanríkisráðherra Bretlands segir ljóst að ísraelsk stjórnvöld séu búin að ákveða að grípa til aðgerða gegn Íran eftir drónaárásina um helgina. Erlendir erindrekar hvetja Ísraela til að sýna hófsemd til þess að kveikja ekki frekara ófriðarbál í heimshlutanum.

Erlent
Fréttamynd

Fengu sér miðnætursnarl í Skot­landi

Eliza Reid forsetafrú og Una Sighvatsdóttir sérfræðingur forsetaembættisins fengu sér miðnætursnarl í opinberri ferð forseta Íslands til Skotlands í gærkvöldi. Una sló á létta strengi og birti mynd af þeim Elizu með sérfræðingi forsætisráðherra Skotlands.

Lífið
Fréttamynd

„Lætur þig óska þess að hafa aldrei fæðst“

Parkinson-sjúkdómurinn er þannig að hann „lætur þig óska þess að hafa aldrei fæðst“, segir fjölmiðlamaðurinn Jeremy Paxman. Ummælin lét hann falla er hann afhenti stjórnvöldum áskorun um að ráðast í átak til að bæta þjónustu vegna sjúkdómsins.

Erlent
Fréttamynd

Uppljóstrar um hálfrar aldar gamalt fram­hjá­hald fyrrum for­sætis­ráð­herra

96 ára gamall maður að nafni Joe Haines, sem starfaði um árabil sem fjölmiðlafulltrúi forsætisráðuneytis Bretlands, hefur nú opinberað framhjáhald Harolds Wilson fyrrum forsætisráðherra Breta. Að sögn Haines hélt ráðherrann við Janet Hewlett-Davies, sem var aðstoðarfjölmiðlafulltrúi í Downingstræti 10, og var 22 árum yngri en Wilson. Þau voru bæði gift.

Erlent
Fréttamynd

Nóbels­verð­launa­hafinn Peter Higgs fallinn frá

Breski Nóbelsverðlaunahafinn Peter Higgs er látinn 94 ára að aldri. Hann hlaut Nóbelsverðlaun árið 2013 fyrir rannsóknir sínar frá sjöunda áratugi síðustu aldar sem leiddu í ljós tilvist hinnar svokallaðrar Higgs-bóseindar, sem einnig hefur verið kölluð „guðseindin“.

Erlent
Fréttamynd

Ca­meron fundar með Trump í Flórída

David Cameron, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands og núverandi utanríkisráðherra, mun funda með Donald Trump, fyrrverandi forseta og núverandi forsetaframbjóðanda, í opinberri heimsókn sinni til Bandaríkjanna.

Erlent
Fréttamynd

Sóða­legum skila­boðum rignir yfir breska þing­menn

Háttsettur þingmaður í Íhaldsmannaflokki Bretlands hefur viðurkennt að senda ókunnugum aðila á stefnumótaforriti persónuupplýsingar þingmanna og annarra. William Wragg, umræddur þingmaður, lét símanúmar annarra þingmanna af hendi eftir að hann sendi nektarmyndir af sjálfum sér á óprútna aðila.

Erlent
Fréttamynd

Fyrr­verandi dómarar saka Breta um brot á al­þjóða­lögum

Fyrrverandi dómarar við Hæstarétt Bretlands, þar á meðal fyrrverandi forseti réttarins, eru á meðal 600 lögfræðinga á Bretlandseyjum sem hafa undirritað bréf til stjórnvalda þar sem því er haldið fram að Bretar brjóti alþjóðalög með því að selja Ísraelum vopn.

Erlent
Fréttamynd

Tón­leika­höllin var nefnd sem mögu­legt skot­mark ISKP

Bandarískir embættismenn vöruðu rússneska kollega sína við því að tónleikahöllin í Crocus væri mögulegt skotmark vígamann Íslamska ríkisins í Khorasan, eða ISKP, rúmum tveimur vikum áður en fjórir menn myrtu þar minnst 144. Ráðamenn í Rússlandi hunsuðu viðvörunina og Vladimír Pútín, forseti, sagði nokkrum dögum fyrir árásina að Vesturlönd væru að reyna að kúga Rússland.

Erlent