Erlent

Flytja inn sér­hæfða leitar­hunda í leitinni að Slater

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Síðast þegar vitað var af Bretanum Slater ætlaði hann að ganga heim yfir hrjóstrugt landslag eyjunnar mánudagsmorguninn 17. júní. Gangan hefði tekið hann tíu klukkustundir. 
Síðast þegar vitað var af Bretanum Slater ætlaði hann að ganga heim yfir hrjóstrugt landslag eyjunnar mánudagsmorguninn 17. júní. Gangan hefði tekið hann tíu klukkustundir. 

Enn hefur ekkert spurst til hins nítján ára gamla Jay Slater sem hefur verið týndur í níu daga á ferðamannaeyjunni Tenerife á Kanaríeyjum. Leitarhundar frá Madríd voru fluttir til eyjunnar í dag.

Slater var í sínu fyrsta fríi án foreldra þegar hann týndist, og var mættur til Tenerife til að fara á tónlistarhátíðina NRG, sem fór fram á amerísku ströndinni, Playa se las Americas. 

Leitarhundar þjálfaðir til að skima víðáttumikil svæði eru á leið til Tenerife til þess að taka þátt við leitina. Slater var síðast með símasamband í fjalllendi við Rural de Teno national þjóðgarðinn. Þar hefur hans verið leitasð síðustu daga en leit hefur einnig farið fram í bænum Masca og á Los Christianos-svæðinu. 

Almannavarnir á Tenerife segja að ekkert verði gefið eftir í leitinni. Athygli vakti í vikunni þegar spænska lögreglan afþakkaði aðstoð frá kollegum sínum á Bretlandi. Í yfirlýsingu frá lögreglunni í Lancashire segir að lögreglan á Spáni muni hafa samband við embættið óski hún eftir frekari liðsauka. 

Faðir Slater hefur óskað eftir liðsauka frá íbúum í Santiago del Teide í norðurhluta Tenerife, en lögreglu barst tilkynning um að mögulega hefði Slater sést í þeim bæ á dögunum. Síðan þá hefur fjölskylda Slater dvalið þar. 


Tengdar fréttir

Ungur breskur maður týndur á Tenerife

Ungur breskur maður hefur verið týndur á Tenerife frá því í fyrradag. Maðurinn, Jay Slater, er 19 ára gamall og var í sínu fyrsta fríi án foreldra sinna þegar hann týndist. Móðir mannsins, Debbie Duncan, segist ekkert hafa heyrt frá honum í 48 klukkutíma. Maðurinn var með vinum sínum á Tenerife til að fara á tónlistarhátíðina NRG.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×