Erlent

Fjórir hand­teknir við heimili Rishi Sunak

Jón Þór Stefánsson skrifar
Rishi Sunak er forsætisráðherra Breta.
Rishi Sunak er forsætisráðherra Breta. EPA

Fjórir menn voru handteknir í Norður Jórvíkursýslu á Englandi í dag, nánar tiltekið á lóð Rishi Sunak forsætisráðherra Bretlands. Mennirnir eru grunaðir um að hafa farið á lóðina í leyfisleysi.

Lögreglan segir að mennirnir hafi verið handteknir innan við mínútu eftir að þeir fóru inn á lóðina.

BBC bendir á að tilkynnt sé um þetta í kjölfar myndbands sem birtist á samfélagsmiðlum mótmælendahópsins Youth Demand.

Í myndbandinu virðist ungur maður fara að heimili forsætisráðherrans og hafa saurlát. Samkvæmt hópnum var um að ræða kveðjugjöf til Sunak og Íhaldsflokksins. Kosningar fara fram í Bretlandi þann fjórða júlí.

Talsmaður Downingsstrætis sagði Sunak þakka fyrir skjót viðbrögð lögreglu sem hafi tryggt öryggi fjölskyldu hans.


Tengdar fréttir

Lífvörður Sunaks veðjaði á hvenær yrði kosið

Lögreglumaður sem gætir öryggis Rishis Sunak, forsætisráðherra Bretlands, hefur verið handtekinn vegna gruns um veðmálasvindl. Honum er gefið að sök að hafa veðjað á það hvenær Bretar myndi ganga til kosninga.

Sunak biðst afsökunar á brotthvarfi frá Normandí

Rishi Sunak segir það hafa verið mistök að yfirgefa minningarathöfn um innrásina í Normandí í gær. Það gerði hann til þess að gefa sjónvarpsviðtal heimafyrir, þar sem hann stendur í harðri kosningabaráttu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×